Tapað stríð Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. janúar 2019 08:00 Þegar síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Saigon 30. apríl árið 1975 höfðu Bandaríkin verið við það að vinna Víetnamstríðið í áratug – eða það sagði tölfræðin allavega. Robert McNamara, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna á erfiðustu árum stríðsins, var tölfræðinörd. McNamara sem gjarnan er kallaður „arkítekt Víetnamstríðsins“ trúði því að eina leiðin til að skilja flókinn veruleika stríðsins væri að safna um það gögnum og greina þau af vísindalegri nákvæmni. Veröldin var að hans mati glundroði af upplýsingum sem hægt var að temja með tölulegri greiningu. En hvernig vinnur maður stríð? Kenningin sem Bandaríkjamenn byggðu nálgun sína á var einföld: Því meiri skaða sem þeir ollu óvininum, því styttra var í uppgjöf hans. Ein af lykiltölum stríðsins sem McNamara vann út frá var því fjöldi fallinna óvina. Einnig rýndi McNamara í tölur um fjölda sprengja sem var varpað, stærð landsvæða sem voru hernumin og fjölda skipa sem haldið var í herkví. Tölfræðina notaði McNamara til grundvallar öllum helstu ákvörðunum sínum því tölfræðina taldi hann hafna yfir óáreiðanleika tilfinninganna; hún var vísindalegur sannleikur. Bandaríkin unnu Víetnamstríðið í töflureikni McNamara. En veruleikinn var allt annar. Á jörðu niðri biðu Bandaríkjamenn afhroð. Tveimur árum eftir að stríðinu lauk voru birtar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal fyrrverandi hershöfðingja í bandaríska hernum sem varpaði ljósi á hvað fór úrskeiðis. Aðeins tvö prósent hershöfðingja töldu tölfræði um fjölda fallinna óvina nothæfan mælikvarða á árangur í stríði. „Vita gagnslaust,“ sagði einn. „Oft tómur uppspuni,“ sagði annar. „Margar hersveitir ýktu tölurnar stórlega vegna þess gífurlega áhuga sem menn eins og McNamara sýndu þeim,“ sagði sá þriðji.Ekki alvitur Aukið aðgengi að umfangsmiklum gögnum og getan til að vinna úr þeim umbyltir samfélagi okkar nú um stundir. Gögn hafa leitt til aukinnar skilvirkni á sviði heilbrigðisvísinda, í viðskiptum og menntakerfinu svo fátt eitt sé nefnt. En sagan af blindri trú Roberts McNamara á tölur í Víetnamstríðinu ber því skýrt vitni að tölfræði er ekki alvitur. Gögn geta verið léleg, hlutdræg og röng. Fyrir kemur að lesið er vitlaust í þau eða þau mistúlkuð. Og stundum fanga gögn ekki það sem þeim er ætlað að fanga.Fátt eins fallvalt Í nýársávarpi sínu vék forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, talinu að samfélagsmiðlum og þeim skaðlegu áhrifum sem þeir hafa á sjálfsmynd fólks, einkum ungmenna. „Fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók,“ sagði Guðni. Með tilkomu samfélagsmiðla tók sjálfsmynd okkar að reiða sig á tölfræði. Á skjáum snjallsíma blasa við tölur inni í rauðum kúlum eins og umferðarljós sem skipa okkur að hætta hverju því sem við höfum fyrir stafni og skoða hvernig við mælumst í dag. Af ávanabindandi eftirvæntingu, spennu, ótta og von um viðurkenningu hlýðum við: Hversu vinsæl er ég í dag? Líkar einhverjum við mig? Er ég búin að eignast nýja vini? Fylgjendur? Internetið er eilífðarúttekt á meintu virði okkar. Tölur rísa og hníga, jafnskeytingarlausar um tilvist okkar og tilfinningar og sjávarföllin. En virði einstaklings er ekki mælt í „lækum“ á Facebook; vinsældir eru ekki mældar í fjölda vina; magn er ekki sama og gæði. Sjálfsmynd reist á tölum er eins og hernaðarbrölt Bandaríkjanna í Víetnam – tapað stríð. Nú þegar nýtt ár er gengið í garð með heitum um betrun á borð við hollt mataræði, hreyfingu og fjárhagslegt aðhald er kannski vert að gefa okkar innri manni einnig gaum, hlúa að honum og strengja þess heit að hlífa sjálfinu við merkingarlausri tölfræði samfélagsmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Þegar síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Saigon 30. apríl árið 1975 höfðu Bandaríkin verið við það að vinna Víetnamstríðið í áratug – eða það sagði tölfræðin allavega. Robert McNamara, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna á erfiðustu árum stríðsins, var tölfræðinörd. McNamara sem gjarnan er kallaður „arkítekt Víetnamstríðsins“ trúði því að eina leiðin til að skilja flókinn veruleika stríðsins væri að safna um það gögnum og greina þau af vísindalegri nákvæmni. Veröldin var að hans mati glundroði af upplýsingum sem hægt var að temja með tölulegri greiningu. En hvernig vinnur maður stríð? Kenningin sem Bandaríkjamenn byggðu nálgun sína á var einföld: Því meiri skaða sem þeir ollu óvininum, því styttra var í uppgjöf hans. Ein af lykiltölum stríðsins sem McNamara vann út frá var því fjöldi fallinna óvina. Einnig rýndi McNamara í tölur um fjölda sprengja sem var varpað, stærð landsvæða sem voru hernumin og fjölda skipa sem haldið var í herkví. Tölfræðina notaði McNamara til grundvallar öllum helstu ákvörðunum sínum því tölfræðina taldi hann hafna yfir óáreiðanleika tilfinninganna; hún var vísindalegur sannleikur. Bandaríkin unnu Víetnamstríðið í töflureikni McNamara. En veruleikinn var allt annar. Á jörðu niðri biðu Bandaríkjamenn afhroð. Tveimur árum eftir að stríðinu lauk voru birtar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal fyrrverandi hershöfðingja í bandaríska hernum sem varpaði ljósi á hvað fór úrskeiðis. Aðeins tvö prósent hershöfðingja töldu tölfræði um fjölda fallinna óvina nothæfan mælikvarða á árangur í stríði. „Vita gagnslaust,“ sagði einn. „Oft tómur uppspuni,“ sagði annar. „Margar hersveitir ýktu tölurnar stórlega vegna þess gífurlega áhuga sem menn eins og McNamara sýndu þeim,“ sagði sá þriðji.Ekki alvitur Aukið aðgengi að umfangsmiklum gögnum og getan til að vinna úr þeim umbyltir samfélagi okkar nú um stundir. Gögn hafa leitt til aukinnar skilvirkni á sviði heilbrigðisvísinda, í viðskiptum og menntakerfinu svo fátt eitt sé nefnt. En sagan af blindri trú Roberts McNamara á tölur í Víetnamstríðinu ber því skýrt vitni að tölfræði er ekki alvitur. Gögn geta verið léleg, hlutdræg og röng. Fyrir kemur að lesið er vitlaust í þau eða þau mistúlkuð. Og stundum fanga gögn ekki það sem þeim er ætlað að fanga.Fátt eins fallvalt Í nýársávarpi sínu vék forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, talinu að samfélagsmiðlum og þeim skaðlegu áhrifum sem þeir hafa á sjálfsmynd fólks, einkum ungmenna. „Fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók,“ sagði Guðni. Með tilkomu samfélagsmiðla tók sjálfsmynd okkar að reiða sig á tölfræði. Á skjáum snjallsíma blasa við tölur inni í rauðum kúlum eins og umferðarljós sem skipa okkur að hætta hverju því sem við höfum fyrir stafni og skoða hvernig við mælumst í dag. Af ávanabindandi eftirvæntingu, spennu, ótta og von um viðurkenningu hlýðum við: Hversu vinsæl er ég í dag? Líkar einhverjum við mig? Er ég búin að eignast nýja vini? Fylgjendur? Internetið er eilífðarúttekt á meintu virði okkar. Tölur rísa og hníga, jafnskeytingarlausar um tilvist okkar og tilfinningar og sjávarföllin. En virði einstaklings er ekki mælt í „lækum“ á Facebook; vinsældir eru ekki mældar í fjölda vina; magn er ekki sama og gæði. Sjálfsmynd reist á tölum er eins og hernaðarbrölt Bandaríkjanna í Víetnam – tapað stríð. Nú þegar nýtt ár er gengið í garð með heitum um betrun á borð við hollt mataræði, hreyfingu og fjárhagslegt aðhald er kannski vert að gefa okkar innri manni einnig gaum, hlúa að honum og strengja þess heit að hlífa sjálfinu við merkingarlausri tölfræði samfélagsmiðla.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun