Varað er við eldhættu og óttast er um heilsu keppenda á opna ástralska tennismótinu vegna hitabylgju sem gengur nú yfir Ástralíu. Sums staðar í norðanverðu landinu er spáð allt að 46°C hita í dag.
Búist er við um 42°C hita í Melbourne í suðaustri og er það nærri hæsta hita sem hefur mælst þar. Norðar er spáð en heitara veðri og vindasamara. Yfirvöld í Viktoríuríki hafa gripið til þess ráðs að banna íbúum að kveikja elda við þessar aðstæður.
Mannskæðustu kjarreldar Ástralíu áttu sér stað nærri borgum þar sem spáð er mestum hita í dag fyrir níu árum. Þá fórstu 180 manns.
„Aðstæður eru þannig að ef eldur kviknaði yrði fremur vandasamt að ná tökum á honum,“ segir Tom Delamotte, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Ástralíu, við Reuters.
Spáð er nokkuð minni hita næstu daga en fljótlega hitnar aftur í kolunum, rétt áður en Opna ástralska mótið hefst í Melbourne 14. janúar. Ástralska tennissambandið segist ætla að gera tíu mínútna hlé í einliðaleik karla til að vernda heilsu keppenda. Dómarar fá einnig leyfi til að stöðva leiki ef hitinn verður of mikill.
