Mamma Guðna neyddi hann niður á spítala: Greindur með lífhimnubólgu eftir sólarhringsbið Anton Ingi Leifsson skrifar 3. janúar 2019 19:30 Guðni Valur Guðnason, kringlukastarinn knái og frjálsíþróttamaður ársins 2018, liggur nú veikur á spítala og er óvíst hvenær hann getur byrjað að æfa og keppa á nýjan leik. Guðni Valur vaknaði um miðjan desember með verk í botnlanganum en hann ágerðist og versnaði eftir því sem leið á mánuðinn. „Ég vaknaði með skemmtilegan verk 14. desember neðst í kviðnum og það var botnlanginn. Ég var skorinn upp tveimur dögum seinna og það gekk mjög fínt,“ sagði Guðni Valur í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég horfði á æfingu á miðvikudeginum en á fimmtudeginum þá veiktist ég allsvakalega. Ég var heima í svitabaði og í keng. Mamma neyddi mig til að fara niður á spítala og það kom í ljós að ég var með lífhimnubólgu eftir sólarhringsbið á bráðamóttökunni. Ég er búinn að vera hér síðan.“ Guðni stóð sig vel á síðasta ári. Hann var á meðal þátttakenda á EM í Berlín og kastaði lengst rúmlega 61 metra þar en besta kastið hans á síðasta ári var rúmlega 65 metrar. „Nei, ekki þannig. Ég er léttari núna svo kannski verður maður bara hraðari,“ grínaðist Guðni aðspurður hvort að veikindin setji strik í reikninginn með framvindu mála 2019. HM fer fram í Katar seint á þessu ári og Guðni ætlar sér þangað. „Ég er mjög bjartsýnn á það. Það er heppilegt að það er mjög seint á árinu miðað við önnur mót. Það er yfirleitt í byrjun ágúst en er nú í byrjun október því það er svo heitt í Katar svo það er seinna. Ég er bjartsýnn á að komast á það mót.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sjá meira
Guðni Valur Guðnason, kringlukastarinn knái og frjálsíþróttamaður ársins 2018, liggur nú veikur á spítala og er óvíst hvenær hann getur byrjað að æfa og keppa á nýjan leik. Guðni Valur vaknaði um miðjan desember með verk í botnlanganum en hann ágerðist og versnaði eftir því sem leið á mánuðinn. „Ég vaknaði með skemmtilegan verk 14. desember neðst í kviðnum og það var botnlanginn. Ég var skorinn upp tveimur dögum seinna og það gekk mjög fínt,“ sagði Guðni Valur í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég horfði á æfingu á miðvikudeginum en á fimmtudeginum þá veiktist ég allsvakalega. Ég var heima í svitabaði og í keng. Mamma neyddi mig til að fara niður á spítala og það kom í ljós að ég var með lífhimnubólgu eftir sólarhringsbið á bráðamóttökunni. Ég er búinn að vera hér síðan.“ Guðni stóð sig vel á síðasta ári. Hann var á meðal þátttakenda á EM í Berlín og kastaði lengst rúmlega 61 metra þar en besta kastið hans á síðasta ári var rúmlega 65 metrar. „Nei, ekki þannig. Ég er léttari núna svo kannski verður maður bara hraðari,“ grínaðist Guðni aðspurður hvort að veikindin setji strik í reikninginn með framvindu mála 2019. HM fer fram í Katar seint á þessu ári og Guðni ætlar sér þangað. „Ég er mjög bjartsýnn á það. Það er heppilegt að það er mjög seint á árinu miðað við önnur mót. Það er yfirleitt í byrjun ágúst en er nú í byrjun október því það er svo heitt í Katar svo það er seinna. Ég er bjartsýnn á að komast á það mót.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sjá meira