Mamma Guðna neyddi hann niður á spítala: Greindur með lífhimnubólgu eftir sólarhringsbið Anton Ingi Leifsson skrifar 3. janúar 2019 19:30 Guðni Valur Guðnason, kringlukastarinn knái og frjálsíþróttamaður ársins 2018, liggur nú veikur á spítala og er óvíst hvenær hann getur byrjað að æfa og keppa á nýjan leik. Guðni Valur vaknaði um miðjan desember með verk í botnlanganum en hann ágerðist og versnaði eftir því sem leið á mánuðinn. „Ég vaknaði með skemmtilegan verk 14. desember neðst í kviðnum og það var botnlanginn. Ég var skorinn upp tveimur dögum seinna og það gekk mjög fínt,“ sagði Guðni Valur í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég horfði á æfingu á miðvikudeginum en á fimmtudeginum þá veiktist ég allsvakalega. Ég var heima í svitabaði og í keng. Mamma neyddi mig til að fara niður á spítala og það kom í ljós að ég var með lífhimnubólgu eftir sólarhringsbið á bráðamóttökunni. Ég er búinn að vera hér síðan.“ Guðni stóð sig vel á síðasta ári. Hann var á meðal þátttakenda á EM í Berlín og kastaði lengst rúmlega 61 metra þar en besta kastið hans á síðasta ári var rúmlega 65 metrar. „Nei, ekki þannig. Ég er léttari núna svo kannski verður maður bara hraðari,“ grínaðist Guðni aðspurður hvort að veikindin setji strik í reikninginn með framvindu mála 2019. HM fer fram í Katar seint á þessu ári og Guðni ætlar sér þangað. „Ég er mjög bjartsýnn á það. Það er heppilegt að það er mjög seint á árinu miðað við önnur mót. Það er yfirleitt í byrjun ágúst en er nú í byrjun október því það er svo heitt í Katar svo það er seinna. Ég er bjartsýnn á að komast á það mót.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Guðni Valur Guðnason, kringlukastarinn knái og frjálsíþróttamaður ársins 2018, liggur nú veikur á spítala og er óvíst hvenær hann getur byrjað að æfa og keppa á nýjan leik. Guðni Valur vaknaði um miðjan desember með verk í botnlanganum en hann ágerðist og versnaði eftir því sem leið á mánuðinn. „Ég vaknaði með skemmtilegan verk 14. desember neðst í kviðnum og það var botnlanginn. Ég var skorinn upp tveimur dögum seinna og það gekk mjög fínt,“ sagði Guðni Valur í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég horfði á æfingu á miðvikudeginum en á fimmtudeginum þá veiktist ég allsvakalega. Ég var heima í svitabaði og í keng. Mamma neyddi mig til að fara niður á spítala og það kom í ljós að ég var með lífhimnubólgu eftir sólarhringsbið á bráðamóttökunni. Ég er búinn að vera hér síðan.“ Guðni stóð sig vel á síðasta ári. Hann var á meðal þátttakenda á EM í Berlín og kastaði lengst rúmlega 61 metra þar en besta kastið hans á síðasta ári var rúmlega 65 metrar. „Nei, ekki þannig. Ég er léttari núna svo kannski verður maður bara hraðari,“ grínaðist Guðni aðspurður hvort að veikindin setji strik í reikninginn með framvindu mála 2019. HM fer fram í Katar seint á þessu ári og Guðni ætlar sér þangað. „Ég er mjög bjartsýnn á það. Það er heppilegt að það er mjög seint á árinu miðað við önnur mót. Það er yfirleitt í byrjun ágúst en er nú í byrjun október því það er svo heitt í Katar svo það er seinna. Ég er bjartsýnn á að komast á það mót.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira