Átta látnir í lestarslysinu í Danmörku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2019 07:36 Frá vettvangi slyssins í gær. vísir/epa Tveir til viðbótar hafa fundist látnir í flaki farþegalestarinnar sem lenti á tengivagni flutningalestar á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gærmorgun. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins en þar segir að lögreglan útiloki það nú að fleiri finnist látnir í flakinu. Fimm konur og þrír karlar létust í slysinu. Engin börn eru á meðal hinna látnu en alls slösuðust sextán manns. Nokkrir þeirra eru enn á sjúkrahúsi að sögn lögreglu sem vill ekki tjá sig nánar um líðan þeirra. Að sögn lögreglunnar hefur henni „nánast“ tekist að bera kennsl á fjögur hinna látnu en eftir á að bera kennsl á fjóra. Flestir þeirra sem létust voru í fremsta vagni farþegalestarinnar. Talið er að farþegalestin hafi lent á tómum tengivagni sem var ofan á flutningalest sem flytur bjór. Tengivagninn virðist hafa fokið af lestinni. Bo Haaning hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa í Danmörku segir ekki hægt að fullyrða að svo stöddu hvort að tengivagninn hafi þá lent á farþegalestinni eða hvort farþegalestin hafi keyrt á tengivagninn. Alls voru 131 farþegi um borð í lestinni og þrír starfsmenn. Danmörk Norðurlönd Tengdar fréttir Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47 Danska þjóðin harmi slegin eftir mannskætt lestarslys Sex eru látnir og sextán slasaðir eftir alvarlegt lestarslys á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gær. Líklegt að stormviðri hafi valdið slysinu þegar farþegalest og flutningalest full af bjór mættust á brúnni á áttunda tímanum í gærmorgun. Danadrottning vottar aðstandendum samúð sín. Íslensk kona um borð slapp ómeidd. 3. janúar 2019 06:30 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Fleiri fréttir Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Sjá meira
Tveir til viðbótar hafa fundist látnir í flaki farþegalestarinnar sem lenti á tengivagni flutningalestar á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gærmorgun. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins en þar segir að lögreglan útiloki það nú að fleiri finnist látnir í flakinu. Fimm konur og þrír karlar létust í slysinu. Engin börn eru á meðal hinna látnu en alls slösuðust sextán manns. Nokkrir þeirra eru enn á sjúkrahúsi að sögn lögreglu sem vill ekki tjá sig nánar um líðan þeirra. Að sögn lögreglunnar hefur henni „nánast“ tekist að bera kennsl á fjögur hinna látnu en eftir á að bera kennsl á fjóra. Flestir þeirra sem létust voru í fremsta vagni farþegalestarinnar. Talið er að farþegalestin hafi lent á tómum tengivagni sem var ofan á flutningalest sem flytur bjór. Tengivagninn virðist hafa fokið af lestinni. Bo Haaning hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa í Danmörku segir ekki hægt að fullyrða að svo stöddu hvort að tengivagninn hafi þá lent á farþegalestinni eða hvort farþegalestin hafi keyrt á tengivagninn. Alls voru 131 farþegi um borð í lestinni og þrír starfsmenn.
Danmörk Norðurlönd Tengdar fréttir Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47 Danska þjóðin harmi slegin eftir mannskætt lestarslys Sex eru látnir og sextán slasaðir eftir alvarlegt lestarslys á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gær. Líklegt að stormviðri hafi valdið slysinu þegar farþegalest og flutningalest full af bjór mættust á brúnni á áttunda tímanum í gærmorgun. Danadrottning vottar aðstandendum samúð sín. Íslensk kona um borð slapp ómeidd. 3. janúar 2019 06:30 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Fleiri fréttir Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Sjá meira
Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47
Danska þjóðin harmi slegin eftir mannskætt lestarslys Sex eru látnir og sextán slasaðir eftir alvarlegt lestarslys á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gær. Líklegt að stormviðri hafi valdið slysinu þegar farþegalest og flutningalest full af bjór mættust á brúnni á áttunda tímanum í gærmorgun. Danadrottning vottar aðstandendum samúð sín. Íslensk kona um borð slapp ómeidd. 3. janúar 2019 06:30