Miðflokkurinn mælist með 5,7 prósent fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en greint var frá niðurstöðunum í kvöldfréttum RÚV. Fylgi flokksins fellur þar með um nær helming en hann hlaut 10,9 prósent atkvæða í síðustu Alþingiskosningum.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur sem fyrr með 22,7 prósent fylgi. Þá eykst fylgi Framsóknarflokksins um nær fjögur prósentustig milli mánaða en 11,4 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi Sósíalistaflokks Íslands eykst jafnframt um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða og mælist flokkurinn með rúmt þriggja prósenta fylgi.
5,3 prósent segjast myndu kjósa Flokk fólksins, 18,4 prósent Samfylkinguna, 11,6 prósent Vinstri græn og um það bil jafnmargir, eða rúm 10 prósent, Pírata og Viðreisn. Þá minnkar fylgi við ríkisstjórnina um eitt prósentustig milli mánaða.
Könnun Gallups á fylgi flokkanna var gerð 3. desember 2018 til 1. janúar 2019. Heildarúrtaksstærð var 4.899 og þátttökuhlutfall var 58 prósent.
Miðflokkurinn missir nær helming fylgisins

Tengdar fréttir

Hættir hjá Miðflokknum vegna skipulagsleysis
Viðar Freyr Guðmundsson, formaður Miðflokksfélagsins í Reykjavík, hefur sagt sig frá störfum fyrir flokkinn.

Miðflokkurinn næði ekki manni inn
Ný könnun Zenter fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is sýnir Miðflokkinn með 4,3 prósenta fylgi og er gerð eftir að Klaustursmálið komst í hámæli.

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur stærstu flokkarnir í nýrri könnun
Miðflokkur og Flokkur fólksins næðu ekki manni inn.