Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, mun ekki missa af HM sem hefst síðar í mánuðinum vegna meiðsla. RÚV greinir frá.
Arnar Freyr nefbrotnaði í leik með liði sínu í Svíþjóð, Kristianstad, milli jóla og nýárs er hann fékk þungt högg á andlitið.
Hann lék ekki með íslenska landsliðinu gegn Barein í æfingaleikjunum í Laugardalshöll á dögunum og var ekki í hópnum sem ferðaðist í morgun til Noregs á æfingamót en er HM í hættu?
„Nei, það er ekki í hættu. Það var bara tekin ákvörðun hjá þjálfarateyminu að ég yrði eftir hér heima,“ sagði Arnar Freyr í samtali við Hauk Harðarson, íþróttafréttamann á RÚV.
Fyrsti leikur Ísland á HM er gegn Króatíu ellefta janúar en hann æfir með landsliðinu er þeir snúa heim frá Noregi. Fyrst um sinn þarf Arnar Freyr að æfa með andlitsgrímu.
Arnar Freyr nefbrotinn en klár á HM

Tengdar fréttir

Sautján manna hópurinn sem fer til Noregs: Ágúst Elí og Heimir Óli í hópnum
Arnar Birkir Hálfdánsson, Ágúst Birgisson og Haukur Þrastarson eru á meðal þeirra sem eru ekki á leið til Noregs.