Tilhneiging til framfara Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. janúar 2019 06:45 Fréttablaðið gerði helstu framförum og áföngum vísindanna á liðnu ári skil á dögunum. Í þessari upptalningu, sem var langt því frá tæmandi, kennir vitaskuld ýmissa grasa; allt frá fæðingu fyrsta barnsins úr ígræddu legi látinnar konu og tímabærri endurskilgreiningu kílógrammsins, til birtingarmynda loftslagsbreytinga og þess þegar vísindi, hugvit og hugrekki urðu til þess að tólf fótboltastrákum var bjargað úr helli í norðurhluta Taílands. Okkur er tamt að hugsa um vísindin út frá byltingarkenndum uppgötvunum og sögulegum áföngum. Bæði virðast spretta fram á ólíklegustu tímum, stundum fyrir algjöra tilviljun eða lukkulega hugljómun. Þegar betur er að gáð er það alls ekki raunin. Undirstaða vísindalegra framfara er elja, þolinmæði og auðvitað samstarf við samtímafólk, og innblástur frá þeim sem ruddu brautina. Uppgötvanir og framfarir ársins 2018 í vísindum eru merkilegur vitnisburður um þá grósku sem einkennir vísindin um þessar mundir á erlendum jafnt sem innlendum vettvangi. En af þessum framförum sprettur engin úr höfði eins manns eða konu, eða úr tóminu sjálfu. Þær eru afrakstur þess berggrunns sem vísindin eru reist á, og þeirra fjölmörgu mistaka, reikningsskekkna og misheppnuðu tilrauna sem fylgja öllu vísindastarfi. Gott dæmi um þetta er átta daga ferðalag Apollo 11 til Tunglsins og heim. Ævintýri sem fagnar hálfrar aldar afmæli í sumar. Aðdragandi þessa stórfenglega augnabliks mannsandans var ekki markaður með risastórum skrefum, heldur mörgum litlum en þó þýðingarmiklum skrefum. Þýðing framfaranna fyrir samfélag mannanna er hins vegar ávallt meira virði en það sem varið var í sjálft átakið. Þar hafði Neil Armstrong sannarlega rétt fyrir sér. Vísindin borga sig alltaf, þó svo að ávinningurinn sé ekki augljós við fyrstu sýn. Af hverju að rifja þetta upp? Viljinn til að framkvæma, betra sig og bæta, og óttinn við að mistakast er mörgum hugleikinn þegar árið er ungt og ný tækifæri virðast opnast. Lexían sem skrykkjótt ferðalag vísindanna í gegnum aldirnar færir okkur er áminning um að vonbrigði og mistök eru eðlilegur — jafnvel nauðsynlegur — þáttur í framförum. Það eina sem þarf til í raun er tilhneiging til framfara; hlutur í kyrrstöðu á það nefnilega til að vera í kyrrstöðu, öfugt á við þann sem knúinn er áfram á nýja braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fréttablaðið gerði helstu framförum og áföngum vísindanna á liðnu ári skil á dögunum. Í þessari upptalningu, sem var langt því frá tæmandi, kennir vitaskuld ýmissa grasa; allt frá fæðingu fyrsta barnsins úr ígræddu legi látinnar konu og tímabærri endurskilgreiningu kílógrammsins, til birtingarmynda loftslagsbreytinga og þess þegar vísindi, hugvit og hugrekki urðu til þess að tólf fótboltastrákum var bjargað úr helli í norðurhluta Taílands. Okkur er tamt að hugsa um vísindin út frá byltingarkenndum uppgötvunum og sögulegum áföngum. Bæði virðast spretta fram á ólíklegustu tímum, stundum fyrir algjöra tilviljun eða lukkulega hugljómun. Þegar betur er að gáð er það alls ekki raunin. Undirstaða vísindalegra framfara er elja, þolinmæði og auðvitað samstarf við samtímafólk, og innblástur frá þeim sem ruddu brautina. Uppgötvanir og framfarir ársins 2018 í vísindum eru merkilegur vitnisburður um þá grósku sem einkennir vísindin um þessar mundir á erlendum jafnt sem innlendum vettvangi. En af þessum framförum sprettur engin úr höfði eins manns eða konu, eða úr tóminu sjálfu. Þær eru afrakstur þess berggrunns sem vísindin eru reist á, og þeirra fjölmörgu mistaka, reikningsskekkna og misheppnuðu tilrauna sem fylgja öllu vísindastarfi. Gott dæmi um þetta er átta daga ferðalag Apollo 11 til Tunglsins og heim. Ævintýri sem fagnar hálfrar aldar afmæli í sumar. Aðdragandi þessa stórfenglega augnabliks mannsandans var ekki markaður með risastórum skrefum, heldur mörgum litlum en þó þýðingarmiklum skrefum. Þýðing framfaranna fyrir samfélag mannanna er hins vegar ávallt meira virði en það sem varið var í sjálft átakið. Þar hafði Neil Armstrong sannarlega rétt fyrir sér. Vísindin borga sig alltaf, þó svo að ávinningurinn sé ekki augljós við fyrstu sýn. Af hverju að rifja þetta upp? Viljinn til að framkvæma, betra sig og bæta, og óttinn við að mistakast er mörgum hugleikinn þegar árið er ungt og ný tækifæri virðast opnast. Lexían sem skrykkjótt ferðalag vísindanna í gegnum aldirnar færir okkur er áminning um að vonbrigði og mistök eru eðlilegur — jafnvel nauðsynlegur — þáttur í framförum. Það eina sem þarf til í raun er tilhneiging til framfara; hlutur í kyrrstöðu á það nefnilega til að vera í kyrrstöðu, öfugt á við þann sem knúinn er áfram á nýja braut.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar