Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2019 16:59 Ólína Þorvarðardóttir hefur sótt um fjölmörg störf undanfarin misseri en ekki fengið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. Þetta staðfestir Ólína við Vísi. Einar Á. E. Sæmundsen var skipaður þjóðgarðsvörður í október síðastliðnum en hann hafði þá gegnt starfinu í ár eftir að forveri hans Ólafur Örn Haraldsson lét af störfum sökum aldurs. Þingvallanefnd er skipuð sjö alþingismönnum. Greiddu fjórir atkvæði með Einari en þrír með Ólínu. Þau tvö þóttu hæfust tuttugu umsækjanda um starfið. „Ég velti því fyrir mér hvað kona þurfi að gera til þess að eiga almennt tilverurétt á vinnumarkaði. Góð menntun (doktorspróf), mikil stjórnunarreynsla (samanlögð 10 ár), víðtæk reynsla yfirleitt (úr sveitarstjórn, af alþingi, af skólamálum, vísindastarfi, ritstörum) ekkert af þessu hefur neitt gildi þegar upp er staðið. Ekki heldur þó að beinlínis sé kallað eftir þessari reynslu við auglýsingu starfs. Ekki ef mót-umsækjandinn er karlmaður með réttu vinatengslin,“ sagði Ólína þegar tilkynnt var um ráðninguna í október. Hafði hún ýmislegt við ráðninguna að athuga og sagði umhugsunarvert að þingvallanefnd, sem áður hefði beðið Einar um að standa vaktina eftir brotthvarf Ólafs Arnar, stæði sjálf að ráðningunni. Þá var hún ósátt við að Páll Magnússon hefði ekki verið viðstaddur kynningu hennar á lokastigum umsóknarferlisins. Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Vistaskipti Þjóðgarðar Tengdar fréttir Missti af kynningu um Þingvelli framtíðarinnar en segir það ekki skipta máli Ólína Þorvarðardóttir er allt annað en sátt við vinnubrögð Þingvallanefndar. 9. október 2018 17:30 Einar Sæmundsen ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar Einar Á. E. Sæmundsen var í dag ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar. Það var samþykkt á fundi Þingvallanefndar fyrr í dag. Einar hefur gegnt stöðu þjóðgarðsvarðar síðastliðið ár en Ólafur Örn Haraldsson, forveri hans í starfi, lét af störfum sökum aldurs. 5. október 2018 22:25 Ólínu fallast hendur og telur freklega fram hjá sér gengið Ólína Þorvarðardóttir er í meira lagi ósátt við rökstuðningsleysi Þingvallanefndar sem skipaði Einar Á. E. Sæmundsen nýjan þjóðgarðsvörð í dag. 6. október 2018 00:18 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. Þetta staðfestir Ólína við Vísi. Einar Á. E. Sæmundsen var skipaður þjóðgarðsvörður í október síðastliðnum en hann hafði þá gegnt starfinu í ár eftir að forveri hans Ólafur Örn Haraldsson lét af störfum sökum aldurs. Þingvallanefnd er skipuð sjö alþingismönnum. Greiddu fjórir atkvæði með Einari en þrír með Ólínu. Þau tvö þóttu hæfust tuttugu umsækjanda um starfið. „Ég velti því fyrir mér hvað kona þurfi að gera til þess að eiga almennt tilverurétt á vinnumarkaði. Góð menntun (doktorspróf), mikil stjórnunarreynsla (samanlögð 10 ár), víðtæk reynsla yfirleitt (úr sveitarstjórn, af alþingi, af skólamálum, vísindastarfi, ritstörum) ekkert af þessu hefur neitt gildi þegar upp er staðið. Ekki heldur þó að beinlínis sé kallað eftir þessari reynslu við auglýsingu starfs. Ekki ef mót-umsækjandinn er karlmaður með réttu vinatengslin,“ sagði Ólína þegar tilkynnt var um ráðninguna í október. Hafði hún ýmislegt við ráðninguna að athuga og sagði umhugsunarvert að þingvallanefnd, sem áður hefði beðið Einar um að standa vaktina eftir brotthvarf Ólafs Arnar, stæði sjálf að ráðningunni. Þá var hún ósátt við að Páll Magnússon hefði ekki verið viðstaddur kynningu hennar á lokastigum umsóknarferlisins.
Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Vistaskipti Þjóðgarðar Tengdar fréttir Missti af kynningu um Þingvelli framtíðarinnar en segir það ekki skipta máli Ólína Þorvarðardóttir er allt annað en sátt við vinnubrögð Þingvallanefndar. 9. október 2018 17:30 Einar Sæmundsen ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar Einar Á. E. Sæmundsen var í dag ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar. Það var samþykkt á fundi Þingvallanefndar fyrr í dag. Einar hefur gegnt stöðu þjóðgarðsvarðar síðastliðið ár en Ólafur Örn Haraldsson, forveri hans í starfi, lét af störfum sökum aldurs. 5. október 2018 22:25 Ólínu fallast hendur og telur freklega fram hjá sér gengið Ólína Þorvarðardóttir er í meira lagi ósátt við rökstuðningsleysi Þingvallanefndar sem skipaði Einar Á. E. Sæmundsen nýjan þjóðgarðsvörð í dag. 6. október 2018 00:18 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Missti af kynningu um Þingvelli framtíðarinnar en segir það ekki skipta máli Ólína Þorvarðardóttir er allt annað en sátt við vinnubrögð Þingvallanefndar. 9. október 2018 17:30
Einar Sæmundsen ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar Einar Á. E. Sæmundsen var í dag ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar. Það var samþykkt á fundi Þingvallanefndar fyrr í dag. Einar hefur gegnt stöðu þjóðgarðsvarðar síðastliðið ár en Ólafur Örn Haraldsson, forveri hans í starfi, lét af störfum sökum aldurs. 5. október 2018 22:25
Ólínu fallast hendur og telur freklega fram hjá sér gengið Ólína Þorvarðardóttir er í meira lagi ósátt við rökstuðningsleysi Þingvallanefndar sem skipaði Einar Á. E. Sæmundsen nýjan þjóðgarðsvörð í dag. 6. október 2018 00:18