Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. janúar 2019 21:00 Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum. Hvalveiðum Íslendinga er einungis beint að stórum hvalastofnum í góðu ástandi en einu tegundirnar sem Íslendinga veiða í dag eru hrefna og langreyður. Veiðarnar byggjast á vísindarannsóknum en þær eru sjálfbærar, undir eftirliti og í samræmi við alþjóðalög. Íslendingar veiða í dag um 3 prósent af öllum þeim hvölum sem eru veiddir á jörðinni. Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að langreyðum hafi fjölgað um 123% frá 1997 og búrhval um 849%. Í skýrslunni segir: „Eðlilegt virðist að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna, sem veiða má úr ef staða þeirra leyfir.“ Þarna er beinlínis verið að hvetja til aukinna hvalveiða. Hvalir hafa verið flokkuð sem „þokkafull risadýr“ (e. charismatic megafauna) eins og fílar og eiga margir mjög erfitt með að samþykkja veiðar á þessum dýrum. Af þessari ástæða er umræða um hvalveiðar oft hlaðin tilfinningum. En er forsvaranlegt að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna og veiða þar með veiða fleiri tegundir en hrefnu og langreyði? Fréttastofan bar þetta undir Gísla Víkingsson hvalasérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun. „Miðað við talningar undanfarinna áratuga þá eru vissulega tegundir sem væri líklega hægt að nýta á sjálfbæran hátt í viðbót ef áhugi væri fyrir því. Þar myndi ég kannski helst nefna sandreyði, sem var nýtt samhliða langreyðinni fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins á níunda áratugnum. Og svo kannski hnúfubak. Þetta eru þær tvær tegundir sem virðast vera í góðu ástandi. En til þess að svo megi verða þurfa tegundir að fara í gegnum mjög mikið vísindalegt ferli og mat sem tekur nokkur ár,“ segir Gísi. Gísli segir að Hafrannsóknastofnun geri ekki sérstakar úttektir á einstökum hvalastofnum að eigin frumkvæði. Það sé yfirleitt aðeins gert ef sérstök beiðni þar um komi fram frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og slíkar beiðnir komi fram ef einhver sýni því áhuga á að nýta viðkomandi stofn. Engar upplýsingar hafi komið fram um áhuga á nýtingu fleiri hvalastofna en þeirra sem nú er veitt úr. Dýr Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum. Hvalveiðum Íslendinga er einungis beint að stórum hvalastofnum í góðu ástandi en einu tegundirnar sem Íslendinga veiða í dag eru hrefna og langreyður. Veiðarnar byggjast á vísindarannsóknum en þær eru sjálfbærar, undir eftirliti og í samræmi við alþjóðalög. Íslendingar veiða í dag um 3 prósent af öllum þeim hvölum sem eru veiddir á jörðinni. Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að langreyðum hafi fjölgað um 123% frá 1997 og búrhval um 849%. Í skýrslunni segir: „Eðlilegt virðist að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna, sem veiða má úr ef staða þeirra leyfir.“ Þarna er beinlínis verið að hvetja til aukinna hvalveiða. Hvalir hafa verið flokkuð sem „þokkafull risadýr“ (e. charismatic megafauna) eins og fílar og eiga margir mjög erfitt með að samþykkja veiðar á þessum dýrum. Af þessari ástæða er umræða um hvalveiðar oft hlaðin tilfinningum. En er forsvaranlegt að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna og veiða þar með veiða fleiri tegundir en hrefnu og langreyði? Fréttastofan bar þetta undir Gísla Víkingsson hvalasérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun. „Miðað við talningar undanfarinna áratuga þá eru vissulega tegundir sem væri líklega hægt að nýta á sjálfbæran hátt í viðbót ef áhugi væri fyrir því. Þar myndi ég kannski helst nefna sandreyði, sem var nýtt samhliða langreyðinni fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins á níunda áratugnum. Og svo kannski hnúfubak. Þetta eru þær tvær tegundir sem virðast vera í góðu ástandi. En til þess að svo megi verða þurfa tegundir að fara í gegnum mjög mikið vísindalegt ferli og mat sem tekur nokkur ár,“ segir Gísi. Gísli segir að Hafrannsóknastofnun geri ekki sérstakar úttektir á einstökum hvalastofnum að eigin frumkvæði. Það sé yfirleitt aðeins gert ef sérstök beiðni þar um komi fram frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og slíkar beiðnir komi fram ef einhver sýni því áhuga á að nýta viðkomandi stofn. Engar upplýsingar hafi komið fram um áhuga á nýtingu fleiri hvalastofna en þeirra sem nú er veitt úr.
Dýr Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00