Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. janúar 2019 06:15 Páll Magnússon var útvarpsstjóri í átta ár og er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins. fréttablaðið/ernir Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá tekur úttektin til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV. Hún er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og er sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. Ríkisendurskoðandi upplýsir ekki um tilefnið fyrr en endurskoðun er lokið. Tímasetningin er þó líklega engin tilviljun. Aðspurður segir Páll að hann telji út af fyrir sig jákvætt að farið sé í slíka úttekt, Ríkisendurskoðun hljóti að hafa sínar ástæður. „Hugsanlegt tilefni er auðvitað fyrirferð Ríkisútvarpsins almennt á þessum markaði. Það barst nú talsvert af kvörtunum yfir því hvernig Ríkisútvarpið gekk fram í auglýsingamálum í tengslum við HM í fótbolta. Svo hefur, af einhverjum ástæðum, stofnunin móast við að framfylgja þeim lagaáskilnaði að aðskilja beri samkeppnisrekstur stofnunarinnar og almannaþjónustu,“ segir Páll. Slíkt hljóti að koma til álita í úttekt Ríkisendurskoðunar. „Það er líka á það að líta að þetta kemur á sama tíma eða rétt áður en mennta- og menningarmálaráðherra leggur fram boðað frumvarp um að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla á markaði. Og í því frumvarpi hlýtur að vera gert ráð fyrir því að það verði með einhverjum hætti minnkuð fyrirferð Ríkisútvarpsins. Sérstaklega sem snýr að auglýsingamarkaði.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. Þetta segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá tekur úttektin til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV. Hún er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og er sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. Ríkisendurskoðandi upplýsir ekki um tilefnið fyrr en endurskoðun er lokið. Tímasetningin er þó líklega engin tilviljun. Aðspurður segir Páll að hann telji út af fyrir sig jákvætt að farið sé í slíka úttekt, Ríkisendurskoðun hljóti að hafa sínar ástæður. „Hugsanlegt tilefni er auðvitað fyrirferð Ríkisútvarpsins almennt á þessum markaði. Það barst nú talsvert af kvörtunum yfir því hvernig Ríkisútvarpið gekk fram í auglýsingamálum í tengslum við HM í fótbolta. Svo hefur, af einhverjum ástæðum, stofnunin móast við að framfylgja þeim lagaáskilnaði að aðskilja beri samkeppnisrekstur stofnunarinnar og almannaþjónustu,“ segir Páll. Slíkt hljóti að koma til álita í úttekt Ríkisendurskoðunar. „Það er líka á það að líta að þetta kemur á sama tíma eða rétt áður en mennta- og menningarmálaráðherra leggur fram boðað frumvarp um að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla á markaði. Og í því frumvarpi hlýtur að vera gert ráð fyrir því að það verði með einhverjum hætti minnkuð fyrirferð Ríkisútvarpsins. Sérstaklega sem snýr að auglýsingamarkaði.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira