Sara svakaleg í hringjunum og klár í fjörið í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2019 10:30 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir með íslenska fánann eftir mótið í Dúbaí. Mynd/Instagram/sarasigmunds Tilraun númer tvö er nú framundan hjá Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur við laust sæti á heimsleikana í CrossFit 2019 og nú er hún komin í fjörið í Miami. Framundan er hörð keppni á hinu árlega Wodapalooza CrossFit móti í Miami en að þessu sinni er aðeins meira undir en síðustu ár. CrossFit samtökin ákváðu að breyta til í ár og í stað hinnar hefðbundnu undankeppni þá mun nú eitt sæti á heimsleikana í karla-, kvenna- og liðaflokki vera í boði fyrir sigurvegara á fimmtán tilteknum mótum. Eitt af þeim mótum verður haldið í Reykjavík í maí. Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í Miami á Flórída 17. til 20. janúar og er Ragnheiður Sara eini íslenski keppandinn í kvennaflokki. Íslendingar eiga aftur á móti fulltrúa í liðakeppni mótsins en á því er keppt í öllum aldursflokkum. Wodapalooza mótið hefur heppnast mjög vel síðustu ár og það er mikið fjör og stemmning á svæðinu enda samankomin fjöldi fólks allstaðar að úr heiminum sem lifir og hrærist í CrossFit. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var nálægt því að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit í fyrsta mótinu sem bauð upp á laust sæti á heimsleikunum í Madison í ágúst. Það fór fram í Dúbaí í desember og endaði Sara þá í þriðja sæti en aðeins tólf stigum á eftir Samöntu Briggs. Mattew Fraser, Samantha Briggs og lið Invictus tryggðu sér sæti á heimsleikunum í ágúst með sigri á mótinu í Dúbaí og geta því strax stillt sinn undirbúning á að toppa í ágúst. Nú eru fjórtán sæti eftir í hverjum flokki. Ragnheiður Sara hefur verið á uppleið eftir meiðslin á heimsleikunum í fyrra og það verður fróðlegt að sjá hvort henni takist að tryggja sér sætið í Miami. Hún bauð að minnsta kosti upp á eina „ofuræfingu“ á Instagram síðu sinni í vikunni. Ragnheiður Sara setti þar inn skemmtilegt myndbandi af sér þar sem hún sýnir mikinn styrk með því að lyfta sér hvað eftir annað upp í hringjunum og það í mikilli hæð. Það er eitt að ná svona „upprisu“ í hringjum einu sinni hvað þá að gera það margoft í röð eins og Sara gerir í þessu myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan. Það er ekki hægt að sjá annað en hún sé klár í fjörið í Miami sem hefst síðan á morgun. View this post on InstagramOnly one week until, all the have been worth it PR’d my Strict MU , how many do you think I got ? _ _ _ #cffortlauderdale #strictmu @niketraining #niketraining #justdoit @FitAID #teamFitAID #FitAID #Ryourogue #roguefitness @compexusa #compexusa #musclestim #cfsudurnes #crossfit @fatgripz #fatgripz @waterofchampions #waterofchampions #icelandpurespringwater #supernaturalrecovery @lysi.life @lysi_us #benandjerrys A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Jan 13, 2019 at 9:57am PST CrossFit Tengdar fréttir Björgvin Karl: Við höfum fengið litla athygli á Íslandi Stórt alþjóðlegt mót í Crossfit verður haldið í Reykjavík í maí. 27. desember 2018 19:30 Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00 Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Tilraun númer tvö er nú framundan hjá Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur við laust sæti á heimsleikana í CrossFit 2019 og nú er hún komin í fjörið í Miami. Framundan er hörð keppni á hinu árlega Wodapalooza CrossFit móti í Miami en að þessu sinni er aðeins meira undir en síðustu ár. CrossFit samtökin ákváðu að breyta til í ár og í stað hinnar hefðbundnu undankeppni þá mun nú eitt sæti á heimsleikana í karla-, kvenna- og liðaflokki vera í boði fyrir sigurvegara á fimmtán tilteknum mótum. Eitt af þeim mótum verður haldið í Reykjavík í maí. Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í Miami á Flórída 17. til 20. janúar og er Ragnheiður Sara eini íslenski keppandinn í kvennaflokki. Íslendingar eiga aftur á móti fulltrúa í liðakeppni mótsins en á því er keppt í öllum aldursflokkum. Wodapalooza mótið hefur heppnast mjög vel síðustu ár og það er mikið fjör og stemmning á svæðinu enda samankomin fjöldi fólks allstaðar að úr heiminum sem lifir og hrærist í CrossFit. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var nálægt því að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit í fyrsta mótinu sem bauð upp á laust sæti á heimsleikunum í Madison í ágúst. Það fór fram í Dúbaí í desember og endaði Sara þá í þriðja sæti en aðeins tólf stigum á eftir Samöntu Briggs. Mattew Fraser, Samantha Briggs og lið Invictus tryggðu sér sæti á heimsleikunum í ágúst með sigri á mótinu í Dúbaí og geta því strax stillt sinn undirbúning á að toppa í ágúst. Nú eru fjórtán sæti eftir í hverjum flokki. Ragnheiður Sara hefur verið á uppleið eftir meiðslin á heimsleikunum í fyrra og það verður fróðlegt að sjá hvort henni takist að tryggja sér sætið í Miami. Hún bauð að minnsta kosti upp á eina „ofuræfingu“ á Instagram síðu sinni í vikunni. Ragnheiður Sara setti þar inn skemmtilegt myndbandi af sér þar sem hún sýnir mikinn styrk með því að lyfta sér hvað eftir annað upp í hringjunum og það í mikilli hæð. Það er eitt að ná svona „upprisu“ í hringjum einu sinni hvað þá að gera það margoft í röð eins og Sara gerir í þessu myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan. Það er ekki hægt að sjá annað en hún sé klár í fjörið í Miami sem hefst síðan á morgun. View this post on InstagramOnly one week until, all the have been worth it PR’d my Strict MU , how many do you think I got ? _ _ _ #cffortlauderdale #strictmu @niketraining #niketraining #justdoit @FitAID #teamFitAID #FitAID #Ryourogue #roguefitness @compexusa #compexusa #musclestim #cfsudurnes #crossfit @fatgripz #fatgripz @waterofchampions #waterofchampions #icelandpurespringwater #supernaturalrecovery @lysi.life @lysi_us #benandjerrys A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Jan 13, 2019 at 9:57am PST
CrossFit Tengdar fréttir Björgvin Karl: Við höfum fengið litla athygli á Íslandi Stórt alþjóðlegt mót í Crossfit verður haldið í Reykjavík í maí. 27. desember 2018 19:30 Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00 Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Björgvin Karl: Við höfum fengið litla athygli á Íslandi Stórt alþjóðlegt mót í Crossfit verður haldið í Reykjavík í maí. 27. desember 2018 19:30
Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00
Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30
Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00
Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49
Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30