Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. janúar 2019 08:00 Á Alþingi var rætt hvort Ríkisendurskoðun væri vanhæf til að gera úttekt á málum Íslandspósts. Fréttablaðið/Ernir Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að senda beiðni um stjórnsýsluúttekt á málefnum Íslandspósts ohf. (ÍSP) til ríkisendurskoðanda. Þetta staðfestir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, við Fréttablaðið. Úttekt á málum ÍSP hefur verið til umræðu eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Fyrirtækið hefur þegar fengið 500 milljónir til að mæta bráðasta lausafjárvandanum. Lánveitingarheimild var samþykkt á þingi fyrir jól með ströngum skilyrðum þurfi ÍSP að sækja þann milljarð sem eftir stendur. Í umsögn ríkisendurskoðanda við frumvarp til fjáraukalaga segir að „[almennt sé óheppilegt] að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvernig sé fyrirhugað að taka á rekstrarvanda félagsins“. Þá sé orsök fjárhagsvandans alls ógreind. Ekki liggi fyrir hvort hann stafi af samkeppnisrekstri eða starfsemi innan einkaréttar. Í fyrrgreindum umræðum var meðal annars rætt hvort Ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins því stofnunin sæi um fjárhagsendurskoðun reikninga fyrirtækisins. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir svo ekki vera. „Fjárhagsendurskoðunin felur meðal annars í sér frágang á reikningum til birtingar og skattlagningar ef um þá er að ræða. Slík vinna felur ekki í sér að lagt sé mat á innri verkefni hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar og hvort unnið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda,“ segir Skúli Eggert. Í lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er kveðið á um tvenns konar endurskoðun, annars vegar fjárhagsendurskoðun og hins vegar stjórnsýsluendurskoðun. Sú síðarnefnda felur meðal annars í sér skoðun á meðferð ríkisfjár og hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri. Þessi tvö verkefni eru algerlega aðskilin hjá stofnuninni. „Ég átta mig ekki á því á hvaða lagagrundvelli slíkt vanhæfi ætti að koma til. Það er þá í höndum aðilans sem í hlut á að koma fram með slíka kröfu og þá yrði tekin afstaða til hennar,“ segir Skúli Eggert. „Það eru ánægjulegar fréttir að það eigi að leggjast í slíka úttekt. Sumarið 2016 þótti okkur full ástæða til slíks og sendum við Ríkisendurskoðun erindi þess efnis,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur segir að svar stofnunarinnar hafi verið á þann veg að hún væri að einhverju leyti vanhæf til að fjalla um upplýsingagjöf í ársreikningum og ársskýrslum þar sem hún væri endurskoðandi ÍSP. „Þótt farið sé í þessa vinnu má velta fyrir sér, með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð umrædda beiðni, hvort ekki sé rétt að fá utanaðkomandi fyrirtæki til að gera óháða endurskoðun sem snýr að reikningsskilum og upplýsingagjöf fyrirtækisins,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að senda beiðni um stjórnsýsluúttekt á málefnum Íslandspósts ohf. (ÍSP) til ríkisendurskoðanda. Þetta staðfestir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, við Fréttablaðið. Úttekt á málum ÍSP hefur verið til umræðu eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Fyrirtækið hefur þegar fengið 500 milljónir til að mæta bráðasta lausafjárvandanum. Lánveitingarheimild var samþykkt á þingi fyrir jól með ströngum skilyrðum þurfi ÍSP að sækja þann milljarð sem eftir stendur. Í umsögn ríkisendurskoðanda við frumvarp til fjáraukalaga segir að „[almennt sé óheppilegt] að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvernig sé fyrirhugað að taka á rekstrarvanda félagsins“. Þá sé orsök fjárhagsvandans alls ógreind. Ekki liggi fyrir hvort hann stafi af samkeppnisrekstri eða starfsemi innan einkaréttar. Í fyrrgreindum umræðum var meðal annars rætt hvort Ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins því stofnunin sæi um fjárhagsendurskoðun reikninga fyrirtækisins. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir svo ekki vera. „Fjárhagsendurskoðunin felur meðal annars í sér frágang á reikningum til birtingar og skattlagningar ef um þá er að ræða. Slík vinna felur ekki í sér að lagt sé mat á innri verkefni hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar og hvort unnið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda,“ segir Skúli Eggert. Í lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er kveðið á um tvenns konar endurskoðun, annars vegar fjárhagsendurskoðun og hins vegar stjórnsýsluendurskoðun. Sú síðarnefnda felur meðal annars í sér skoðun á meðferð ríkisfjár og hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri. Þessi tvö verkefni eru algerlega aðskilin hjá stofnuninni. „Ég átta mig ekki á því á hvaða lagagrundvelli slíkt vanhæfi ætti að koma til. Það er þá í höndum aðilans sem í hlut á að koma fram með slíka kröfu og þá yrði tekin afstaða til hennar,“ segir Skúli Eggert. „Það eru ánægjulegar fréttir að það eigi að leggjast í slíka úttekt. Sumarið 2016 þótti okkur full ástæða til slíks og sendum við Ríkisendurskoðun erindi þess efnis,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur segir að svar stofnunarinnar hafi verið á þann veg að hún væri að einhverju leyti vanhæf til að fjalla um upplýsingagjöf í ársreikningum og ársskýrslum þar sem hún væri endurskoðandi ÍSP. „Þótt farið sé í þessa vinnu má velta fyrir sér, með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð umrædda beiðni, hvort ekki sé rétt að fá utanaðkomandi fyrirtæki til að gera óháða endurskoðun sem snýr að reikningsskilum og upplýsingagjöf fyrirtækisins,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira