Julían hefur notað bílinn meðal annars til að vinna að tónsmíðum og geyma nótur sínar en þær eru nú allar horfnar eftir að einhver kom sér fyrir í bílnum.visir/vilhelm
Það á ekki af tónlistarmanninum Julian Hewlett að ganga. Enn og aftur hefur húsbílnum hans verið stolið. Hann stóð við Hallgrímskirkju en í morgun var hann horfinn. Þjófurinn hefur því brotist inní í bílinn einhvern tíma í nótt. Lögreglan hefur lýst eftir bílnum en Julian Hewlett, sem segir að bíllinn sé númerslaus, hefur gengið úr skugga um að hann hafi ekki verið dreginn í burtu af Vöku eða Króki.
„Það stendur einhver stórklikkaður á bak við þetta,“ segir Julian í samtali við Vísi. Hann veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. En, Vísir greindi frá því á dögunum að húsbíll hans var horfinn.
Julian veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið og heldur að það sé einhver stórklikkaður sem stendur í því að stela bílnum hans.visir/vilhelmÍ kjölfarið komst gangur á málið og hann fannst en þá hafði einhver huldumaður tekið sér bólstað í bílnum. Bíllinn hafði verið skemmdur og allir persónulegir munir Julians voru horfnir. Nú er hann í sömu sporunum.
„Ég þurfti að fylla út aðra tilkynningu. Konan í afgreiðslunni segist aldrei hafa heyrt um annað eins,“ segir Julian sem krossleggur nú fingur og vonar að bíllinn komi í leitirnar, aftur.