Tugum samkynhneigðra smalað saman og haldið í Téténíu Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2019 11:44 Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, heldur því fram að engir samkynhneigðir séu í ríki sínu. Vísir/EPA Talið er að um fjörutíu manns hafi verið hnepptir í fangelsi í herferð stjórnvalda í rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Téténíu gegn hinseginfólki frá því í desember. Rússnesk réttindasamtök LGBT-fólks segir að tveir hafi látist þegar þeir voru pyntaðir. Andúð á samkynhneigðum er útbreidd í Téténíu þar sem íbúar eru íhaldssamir og aðallega íslamstrúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sagði að „mjög alvarleg mannréttindabrot“ eigi sér stað í Téténíu í skýrslu í síðasta mánuði. Engu að síður hefur Ramzan Kadyrov, leiðtogi ríkisins, ítrekað hafnað ásökunum um að fólk sé handtekið utan dóms og laga. Raunar hefur Kadyrov og aðrir ráðamenn í Téténíu haldið því fram að samkynhneigð þekkist ekki í ríkinu. Talsmaður ríkisstjórnar hans hafnar frásögnum um handtökur LGBT-fólks nú og segir þær „algerar lygar“. Tugir manna hafa engu að síður stigið fram og lýst því hvernig þeir voru handteknir og pyntaðir vegna kynhneigðar sinnar. „Við vitum um í kringum fjörutíu manns sem hafa verið handteknir en kannski eru fleiri. Það er líka óljóst á þessari stundu hversu mörgum hefur síðan verið sleppt. Við vitum að það gerist þegar fólk er afhend fjölskyldum sínum til að „eiga við það“,“ segir Igor Kotsjetkov, forsvarsmaður netsamfélags samkynhneigðra í Téténíu. Talið er að handtökurnar hafi farið af stað eftir að einn stjórnenda hóps LGBT-fólks á samfélagsmiðlinum VKontakte var tekinn höndum. Kotsjetkov segir að hópurinn hafi hjálpað um 140 manns að flýja land. Lögreglan hafi hins vegar lagt hald á vegabréf þeirra sem hafa verið handteknir. Rússland Tengdar fréttir Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Samkynhneigður karlmaður lýsir fyrstur ofbeldi sem hann þurfti að þola í fangabúðum hinsegin fólks í héraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því fjallað var um að yfirvöld hefðu handtekið mikinn fjölda hinsegin fólks. 18. október 2017 06:00 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07 Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Talið er að um fjörutíu manns hafi verið hnepptir í fangelsi í herferð stjórnvalda í rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Téténíu gegn hinseginfólki frá því í desember. Rússnesk réttindasamtök LGBT-fólks segir að tveir hafi látist þegar þeir voru pyntaðir. Andúð á samkynhneigðum er útbreidd í Téténíu þar sem íbúar eru íhaldssamir og aðallega íslamstrúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sagði að „mjög alvarleg mannréttindabrot“ eigi sér stað í Téténíu í skýrslu í síðasta mánuði. Engu að síður hefur Ramzan Kadyrov, leiðtogi ríkisins, ítrekað hafnað ásökunum um að fólk sé handtekið utan dóms og laga. Raunar hefur Kadyrov og aðrir ráðamenn í Téténíu haldið því fram að samkynhneigð þekkist ekki í ríkinu. Talsmaður ríkisstjórnar hans hafnar frásögnum um handtökur LGBT-fólks nú og segir þær „algerar lygar“. Tugir manna hafa engu að síður stigið fram og lýst því hvernig þeir voru handteknir og pyntaðir vegna kynhneigðar sinnar. „Við vitum um í kringum fjörutíu manns sem hafa verið handteknir en kannski eru fleiri. Það er líka óljóst á þessari stundu hversu mörgum hefur síðan verið sleppt. Við vitum að það gerist þegar fólk er afhend fjölskyldum sínum til að „eiga við það“,“ segir Igor Kotsjetkov, forsvarsmaður netsamfélags samkynhneigðra í Téténíu. Talið er að handtökurnar hafi farið af stað eftir að einn stjórnenda hóps LGBT-fólks á samfélagsmiðlinum VKontakte var tekinn höndum. Kotsjetkov segir að hópurinn hafi hjálpað um 140 manns að flýja land. Lögreglan hafi hins vegar lagt hald á vegabréf þeirra sem hafa verið handteknir.
Rússland Tengdar fréttir Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Samkynhneigður karlmaður lýsir fyrstur ofbeldi sem hann þurfti að þola í fangabúðum hinsegin fólks í héraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því fjallað var um að yfirvöld hefðu handtekið mikinn fjölda hinsegin fólks. 18. október 2017 06:00 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07 Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Samkynhneigður karlmaður lýsir fyrstur ofbeldi sem hann þurfti að þola í fangabúðum hinsegin fólks í héraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því fjallað var um að yfirvöld hefðu handtekið mikinn fjölda hinsegin fólks. 18. október 2017 06:00
Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00
Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07
Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49
Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36