Segir Remini bera ábyrgð á morði innan Vísindakirkjunnar Sylvía Hall skrifar 14. janúar 2019 23:50 Remini ólst upp í Vísindakirkjunni en sagði skilið við hana árið 2013. Vísir/Getty Karin Pouw, alþjóðlegur talsmaður Vísindakirkjunnar, segir leikkonuna Leah Remini bera ábyrgð á því að sextán ára gamall meðlimur kirkjunnar hafi stungið annan meðlim til bana í Ástralíu fyrr í mánuðinum. Remini ólst upp innan Vísindakirkjunnar en sagði skilið við hana árið 2013. Hún segir ofbeldi og spillingu innan kirkjunnar vera ástæðuna að hún yfirgaf hana en í dag framleiðir hún þætti sem fjalla um það sem gengur á innan Vísindakirkjunnar.Sjá einnig: Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Maðurinn sem lést var öryggisvörður sem var að fylgja kvenkyns meðlimi í „hreinsunarathöfn“. Sonur konunnar stakk öryggisvörðinn í hálsinn og lést hann af sárum sínum. Að sögn Pouw öskraði árásarmaðurinn „hatursáróðri“ sem megi rekja til umfjöllunar Remini um kirkjunnar. „Þú vissir hvað þú varst að gera. Ætlunarverk þitt var að ýta undir hatur og breyta því í peninga. Núna hefur manneskja verið myrt,“ segir í yfirlýsingu frá Pouw fyrir hönd kirkjunnar.Fjallar um „áróðursvélar“ kirkjunnar í þáttum sínum Þættir Remini, Scientology and the Aftermath, fjalla líkt og fyrr sagði um Vísindakirkjuna og hvað fer fram innan veggja hennar. Remini tekur einnig viðtöl við fyrrum meðlimi kirkjunnar sem segja frá tíma sínum innan hennar og hvað hafi tekið við eftir að þeir sögðu skilið við hana. Remini til halds og trausts er Mike Rinder, fyrrum háttsettur yfirmaður Vísindakirkjunnar, sem starfaði náið með David Miscavige, leiðtoga kirkjunnar. Rinder yfirgaf kirkjuna árið 2007 eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi innan hennar. Í þáttunum sýna Remini og Rinder hvernig kirkjan ræðst að fyrrum meðlimum með öllum tiltækum ráðum. Dæmi eru um að þeir sem yfirgefa Vísindakirkjuna séu eltir af einkaspæjurum og settar upp áróðursvefsíður þar sem persóna þeirra er rægð. Þá hefur kirkjan áður komið með ásakanir í garð Remini vegna þess hve opinskátt hún talar um ár sín innan veggja hennar. Ástralía Eyjaálfa Trúmál Tengdar fréttir Eiginkonan úr King of Queens hjólar í Vísindakirkjuna í nýrri þáttaröð Vill binda endi af ofbeldið en hún sjálf var meðlimur Vísindakirkjunnar í 30 ár. 27. október 2016 22:58 Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Einn er látinn og annar særður eftir að sextán ára drengur réðst á þá með hnífi við höfuðstöðvar kirkjunnar umdeildu í Sydney. 3. janúar 2019 08:36 Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Ný heimildarmynd um Vísindakirkjuna hlaut mikið lof á Sundance-kvikmyndahátíðinni 27. janúar 2015 11:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Karin Pouw, alþjóðlegur talsmaður Vísindakirkjunnar, segir leikkonuna Leah Remini bera ábyrgð á því að sextán ára gamall meðlimur kirkjunnar hafi stungið annan meðlim til bana í Ástralíu fyrr í mánuðinum. Remini ólst upp innan Vísindakirkjunnar en sagði skilið við hana árið 2013. Hún segir ofbeldi og spillingu innan kirkjunnar vera ástæðuna að hún yfirgaf hana en í dag framleiðir hún þætti sem fjalla um það sem gengur á innan Vísindakirkjunnar.Sjá einnig: Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Maðurinn sem lést var öryggisvörður sem var að fylgja kvenkyns meðlimi í „hreinsunarathöfn“. Sonur konunnar stakk öryggisvörðinn í hálsinn og lést hann af sárum sínum. Að sögn Pouw öskraði árásarmaðurinn „hatursáróðri“ sem megi rekja til umfjöllunar Remini um kirkjunnar. „Þú vissir hvað þú varst að gera. Ætlunarverk þitt var að ýta undir hatur og breyta því í peninga. Núna hefur manneskja verið myrt,“ segir í yfirlýsingu frá Pouw fyrir hönd kirkjunnar.Fjallar um „áróðursvélar“ kirkjunnar í þáttum sínum Þættir Remini, Scientology and the Aftermath, fjalla líkt og fyrr sagði um Vísindakirkjuna og hvað fer fram innan veggja hennar. Remini tekur einnig viðtöl við fyrrum meðlimi kirkjunnar sem segja frá tíma sínum innan hennar og hvað hafi tekið við eftir að þeir sögðu skilið við hana. Remini til halds og trausts er Mike Rinder, fyrrum háttsettur yfirmaður Vísindakirkjunnar, sem starfaði náið með David Miscavige, leiðtoga kirkjunnar. Rinder yfirgaf kirkjuna árið 2007 eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi innan hennar. Í þáttunum sýna Remini og Rinder hvernig kirkjan ræðst að fyrrum meðlimum með öllum tiltækum ráðum. Dæmi eru um að þeir sem yfirgefa Vísindakirkjuna séu eltir af einkaspæjurum og settar upp áróðursvefsíður þar sem persóna þeirra er rægð. Þá hefur kirkjan áður komið með ásakanir í garð Remini vegna þess hve opinskátt hún talar um ár sín innan veggja hennar.
Ástralía Eyjaálfa Trúmál Tengdar fréttir Eiginkonan úr King of Queens hjólar í Vísindakirkjuna í nýrri þáttaröð Vill binda endi af ofbeldið en hún sjálf var meðlimur Vísindakirkjunnar í 30 ár. 27. október 2016 22:58 Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Einn er látinn og annar særður eftir að sextán ára drengur réðst á þá með hnífi við höfuðstöðvar kirkjunnar umdeildu í Sydney. 3. janúar 2019 08:36 Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Ný heimildarmynd um Vísindakirkjuna hlaut mikið lof á Sundance-kvikmyndahátíðinni 27. janúar 2015 11:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Eiginkonan úr King of Queens hjólar í Vísindakirkjuna í nýrri þáttaröð Vill binda endi af ofbeldið en hún sjálf var meðlimur Vísindakirkjunnar í 30 ár. 27. október 2016 22:58
Maður drepinn í Vísindakirkjunni í Ástralíu Einn er látinn og annar særður eftir að sextán ára drengur réðst á þá með hnífi við höfuðstöðvar kirkjunnar umdeildu í Sydney. 3. janúar 2019 08:36
Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Ný heimildarmynd um Vísindakirkjuna hlaut mikið lof á Sundance-kvikmyndahátíðinni 27. janúar 2015 11:40