Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2019 22:40 Frá minningarathöfn í dag. EPA/ADAM WARLAWA Maðurinn sem stakk Pawal Adamowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, á langan sakaferil að baki. Hann hefur með annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Honum var síðast sleppt úr fangelsi undir lok síðasta árs. Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. Hann verður látinn sæta geðrannsókn svo kanna megi hvort hægt sé að rétta yfir honum. Fregnir herma, samkvæmt BBC, að árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, hafi öskrað Adamowicz er dauður á sviði og sagt að hann hafi verið ranglega dæmdur og fangelsaður. Þá mun hann hafa sagt að hann hefði verið pyntaður í fangelsi.Adamowicz gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Hann fékk meðal annars stungusár á hjartað og vélindað. Læknar segja hann hafa fengið 41 skammt af blóði á meðan á aðgerðinni stóð og þegar fregnir af alvarleika sára hans bárust mynduðust langar raðir af fólki sem vildi gefa blóð. Jónína Benediktsdóttir, sem er stödd í Gdansk, segir íbúa borgarinnar í Póllandi hálflamaða af sorg vegna morðs borgarstjórans Pawel Adamowicz. Hann var stunginn á góðgerðarviðburði í gær og lést á sjúkrahúsi í dag. Pawels Adamowicz var 53 ára gamall. Hann hlaut alvarlega kviðáverka í árásinni og gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Jónína segir Adamowicz hafa verið vel liðinn í borginni og Gdansk hafi blómstrað undir hans stjórn. Hann tók við stjórn borgarinnar árið 1998 og var endurkjörinn fjórum sinnum, nú síðast í nóvember.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um morðið, þar sem rætt var við Jónínu. Pólland Tengdar fréttir Íbúar Gdansk hvattir til að gefa borgarstjóranum blóð Ástand borgarstjórans Pawel Adamowicz er sagt mjög alvarlegt eftir að hann var stunginn með hníf í gær. 14. janúar 2019 10:09 Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Maðurinn sem stakk Pawal Adamowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, á langan sakaferil að baki. Hann hefur með annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Honum var síðast sleppt úr fangelsi undir lok síðasta árs. Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. Hann verður látinn sæta geðrannsókn svo kanna megi hvort hægt sé að rétta yfir honum. Fregnir herma, samkvæmt BBC, að árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, hafi öskrað Adamowicz er dauður á sviði og sagt að hann hafi verið ranglega dæmdur og fangelsaður. Þá mun hann hafa sagt að hann hefði verið pyntaður í fangelsi.Adamowicz gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Hann fékk meðal annars stungusár á hjartað og vélindað. Læknar segja hann hafa fengið 41 skammt af blóði á meðan á aðgerðinni stóð og þegar fregnir af alvarleika sára hans bárust mynduðust langar raðir af fólki sem vildi gefa blóð. Jónína Benediktsdóttir, sem er stödd í Gdansk, segir íbúa borgarinnar í Póllandi hálflamaða af sorg vegna morðs borgarstjórans Pawel Adamowicz. Hann var stunginn á góðgerðarviðburði í gær og lést á sjúkrahúsi í dag. Pawels Adamowicz var 53 ára gamall. Hann hlaut alvarlega kviðáverka í árásinni og gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Jónína segir Adamowicz hafa verið vel liðinn í borginni og Gdansk hafi blómstrað undir hans stjórn. Hann tók við stjórn borgarinnar árið 1998 og var endurkjörinn fjórum sinnum, nú síðast í nóvember.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um morðið, þar sem rætt var við Jónínu.
Pólland Tengdar fréttir Íbúar Gdansk hvattir til að gefa borgarstjóranum blóð Ástand borgarstjórans Pawel Adamowicz er sagt mjög alvarlegt eftir að hann var stunginn með hníf í gær. 14. janúar 2019 10:09 Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Íbúar Gdansk hvattir til að gefa borgarstjóranum blóð Ástand borgarstjórans Pawel Adamowicz er sagt mjög alvarlegt eftir að hann var stunginn með hníf í gær. 14. janúar 2019 10:09
Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14
Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14