Noregur vann öruggan tíu marka sigur á Austurríki í C-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í dag.
Silfurliðið frá síðasta HM ætlar sér stóra hluti á mótinu og er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.
Sander Sagosen fór á kostum í norska liðinu og skoraði átta mörk. Magnus Jondal og Bjarte Myrhol voru þar stutt á eftir með sjö og sex mörk í 34-24 sigrinum.
Norðmenn fóru með þriggja marka forskot inn í hálfleikinn 16-13 og unnu svo seinni hálfleikinn með sjö mörkum.
Janko Bozovic var markahæstur lærisveina Patreks Jóhannessonar með sjö mörk.
