Ole Gunnar stóðst stóra prófið Hjörvar Ólafsson skrifar 14. janúar 2019 15:30 Ole Gunnar Solskjær. Getty/James Williamson Ole Gunnar Solskjær hefur fengið algjöra óskabyrjun í starfi sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann tók við þar sem leikmenn voru bæði andlega og líkamlega þreyttir og lítið sem ekkert gekk upp á knattspyrnuvellinum. Norðmaðurinn fékk þægilega leikjadagskrá í fyrstu leikjum sínum við stjórnvölinn. Honum var tíðrætt um það að hann vildi endurvekja gömlu gildin um blússandi sóknarleik og skemmtilega knattspyrnu hjá Manchester United á meðan hann væri á svæðinu. Það hefur hann svo sannarlega staðið við og undir hans stjórn hefur liðið skorað 15 mörk í fimm deildarleikjum sem er þrjú mörk að meðaltali í leik. Manchester United hafði hins vegar skorað tæplega tvö mörk í leik í deildinni í vetur undir stjórn Mourinho. Solskjær mætti liðum sem eru í neðstu sætum deildarinnar í fyrstu fjórum leikjum sínum, en í gær fékk hann fyrsta stóra prófið þar sem mótherjinn var Tottenham Hotspur. Í stað þess að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir eins og Portúgalinn gerði gjarnan á móti stóru liðunum blés gamli framherjinn til sóknar. Manchester United hélt boltanum vel innan liðsins í þessum leik og átti margar laglegar sóknir. Paul Pogba sem náði sjaldan að láta ljós sitt skína undir lok stjórnartíðar Mourinho var arkitektinn að mörgum sóknum Manchester United í leiknum. Það var einmitt franski landsliðsmaðurinn sem átti glæsilega stoðsendingu á Marcus Rashford sem skoraði sigurmarkið í leiknum. Enski landsliðsframherjinn hefur nú skorað í þremur deildarleikjum í röð, en það er í fyrsta skipti sem hann nær að gera það. Hann náði ekki að sýna stöðugleika í spilamennsku sinni undir stjórn Mourinho, en varnarskylda hans var mun meiri þegar Portúgalinn réð ríkjum. Pogba hefur komið nærri helmingi þeirra marka sem liðið hefur skorað undir stjórn Solskjærs. Skorað fjögur sjálfur og lagt upp fjögur önnur fyrir samherja sína. Hinum megin á vellinum, það er að segja í varnarleik Manchester United, var liðið í vandræðum undir stjórn Mourinho, en liðið hélt einungis hreinu í tveimur af fyrstu 20 deildarleikjum sínum. Nú hefur liðið spilað tvo deildarleiki án þess að leka inn marki, en að þessu sinni var það ekki þéttur varnarleikur sem var lykillinn að því heldur fyrst og fremst frammistaða spænska markvarðarins Davids De Gea sem varði öll þau 11 skot sem rötuðu á mark Manchester United í leiknum. Þessi úrslit þýða að Manchester United er nú með jafn mörg stig og Arsenal í fimmta til sjötta sæti deildarinnar og sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð sem var fjarlægur möguleiki fyrir tæpum mánuði er nú innan seilingar. Manchester United er sex stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu sem er neðsta sæti sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni. Solskjær ritaði nafn sitt á tvo staði í sögubók Manchester United með þessum sigri, en sex sigurleikir hans eru besta byrjun knattspyrnustjóra í sögu félagsins. Þá hefur hann haft betur í fyrstu fimm deildarleikjum sínum við stjórnvölinn, en þar með jafnaði hann árangur sir Matts Busby í þeim efnum. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær hefur fengið algjöra óskabyrjun í starfi sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann tók við þar sem leikmenn voru bæði andlega og líkamlega þreyttir og lítið sem ekkert gekk upp á knattspyrnuvellinum. Norðmaðurinn fékk þægilega leikjadagskrá í fyrstu leikjum sínum við stjórnvölinn. Honum var tíðrætt um það að hann vildi endurvekja gömlu gildin um blússandi sóknarleik og skemmtilega knattspyrnu hjá Manchester United á meðan hann væri á svæðinu. Það hefur hann svo sannarlega staðið við og undir hans stjórn hefur liðið skorað 15 mörk í fimm deildarleikjum sem er þrjú mörk að meðaltali í leik. Manchester United hafði hins vegar skorað tæplega tvö mörk í leik í deildinni í vetur undir stjórn Mourinho. Solskjær mætti liðum sem eru í neðstu sætum deildarinnar í fyrstu fjórum leikjum sínum, en í gær fékk hann fyrsta stóra prófið þar sem mótherjinn var Tottenham Hotspur. Í stað þess að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir eins og Portúgalinn gerði gjarnan á móti stóru liðunum blés gamli framherjinn til sóknar. Manchester United hélt boltanum vel innan liðsins í þessum leik og átti margar laglegar sóknir. Paul Pogba sem náði sjaldan að láta ljós sitt skína undir lok stjórnartíðar Mourinho var arkitektinn að mörgum sóknum Manchester United í leiknum. Það var einmitt franski landsliðsmaðurinn sem átti glæsilega stoðsendingu á Marcus Rashford sem skoraði sigurmarkið í leiknum. Enski landsliðsframherjinn hefur nú skorað í þremur deildarleikjum í röð, en það er í fyrsta skipti sem hann nær að gera það. Hann náði ekki að sýna stöðugleika í spilamennsku sinni undir stjórn Mourinho, en varnarskylda hans var mun meiri þegar Portúgalinn réð ríkjum. Pogba hefur komið nærri helmingi þeirra marka sem liðið hefur skorað undir stjórn Solskjærs. Skorað fjögur sjálfur og lagt upp fjögur önnur fyrir samherja sína. Hinum megin á vellinum, það er að segja í varnarleik Manchester United, var liðið í vandræðum undir stjórn Mourinho, en liðið hélt einungis hreinu í tveimur af fyrstu 20 deildarleikjum sínum. Nú hefur liðið spilað tvo deildarleiki án þess að leka inn marki, en að þessu sinni var það ekki þéttur varnarleikur sem var lykillinn að því heldur fyrst og fremst frammistaða spænska markvarðarins Davids De Gea sem varði öll þau 11 skot sem rötuðu á mark Manchester United í leiknum. Þessi úrslit þýða að Manchester United er nú með jafn mörg stig og Arsenal í fimmta til sjötta sæti deildarinnar og sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð sem var fjarlægur möguleiki fyrir tæpum mánuði er nú innan seilingar. Manchester United er sex stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu sem er neðsta sæti sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni. Solskjær ritaði nafn sitt á tvo staði í sögubók Manchester United með þessum sigri, en sex sigurleikir hans eru besta byrjun knattspyrnustjóra í sögu félagsins. Þá hefur hann haft betur í fyrstu fimm deildarleikjum sínum við stjórnvölinn, en þar með jafnaði hann árangur sir Matts Busby í þeim efnum.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira