Fótbolti

Ragnheiður undir feldi

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á Alþingi.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á Alþingi. vísir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ.

„Ég er að velta þessu fyrir mér. Þetta er ekki grín. Það þarf að senda inn tilkynningu að minnsta kosti hálfum mánuði fyrir þingið sem er 15. febrúar þannig að ég er að kanna baklandið og velta málum fyrir mér,“ segir Ragnheiður sem greindi frá vangaveltum sínum á Facebook í gærkvöldi.

Í stöðuuppfærslu segir hún að hún búi yfir stjórnunarreynslu og sé áhugamanneskja um knattspyrnu.

Áður hefur Geir Þorsteinsson tilkynnt um framboð gegn Guðna Bergssyni sem hefur verið formaður síðastliðin tvö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×