Vorverkin í sveitinni í janúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2019 20:45 Góð tíð undanfarnar vikur hefur komið bændum sérstaklega vel því einhverjir þeirra eru farnir að sinna vorverkum eins og að girða og vinna í flögum. Ingvar Jóhannsson bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi segir einstakt að geta unnið mikið úti við á þessum árstíma þegar ekkert frost er í jörðu. Helgarnar frá því í haust hafa verið notaðar í girðingarvinnu á Sólheimum enda veðrið verið bændum á svæðinu einstaklega hagstætt. Nú er verið að girða fyrir svokallaðar blóðmerar á Sólheimum en það eru merar sem tekið er blóð úr í lyfjagerð. „Já, þetta undirbýr vorið mjög vel að geta dreift þessu yfir allan veturinn og gert vorverkin núna, þá er minna álag í vor. Ég er vel mannaður í girðingarvinnuna, það léttir á öllu en við erum búnir að vera að girða 150 til 200 hektara núna í haust og vetur og á því svæði verða um 50 blóðmerar,“ segir Ingvar. Ingvar Jóhannsson, bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi.Ingvar hefur fengið góða aðstoð við girðingarvinnuna frá vinum og vandamönnum en sá sem kemur sterkastur þar inn er tengdapabbi hans, Hallgrímur Birkisson, alvanur girðingamaður. „Ég hef einu sinni girt áður í janúar en þá var ekki eins góð tíð og núna. Núna er náttúrulega einstök tíð að gera öll búverk í rauninni, hvort sem það er að plægja, girða og laga girðingar. Það er óskaplegur munur ef bændur geta gert þetta á þessum tíma árs,“ segir Hallgrímur og bætir við að veðurfar hafi breyst mikið á Íslandi, enda muni hann eftir sem krakki að þá hafi verið snjóskaflar upp á húsþök, það sé ekki lengur. Hallgrímur segist spá því að við sjáum fljótlega af góða veðrinu og þá komi alvöru vetur í nokkrar vikur. „Það kemur vetur á þorra, þá fáum við frostakafla og svolítið af snjó, það getur ekki annað verið.“Hallgrímur Birkisson, tengdapabbi Ingvars og girðingamaður með meiru. Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Góð tíð undanfarnar vikur hefur komið bændum sérstaklega vel því einhverjir þeirra eru farnir að sinna vorverkum eins og að girða og vinna í flögum. Ingvar Jóhannsson bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi segir einstakt að geta unnið mikið úti við á þessum árstíma þegar ekkert frost er í jörðu. Helgarnar frá því í haust hafa verið notaðar í girðingarvinnu á Sólheimum enda veðrið verið bændum á svæðinu einstaklega hagstætt. Nú er verið að girða fyrir svokallaðar blóðmerar á Sólheimum en það eru merar sem tekið er blóð úr í lyfjagerð. „Já, þetta undirbýr vorið mjög vel að geta dreift þessu yfir allan veturinn og gert vorverkin núna, þá er minna álag í vor. Ég er vel mannaður í girðingarvinnuna, það léttir á öllu en við erum búnir að vera að girða 150 til 200 hektara núna í haust og vetur og á því svæði verða um 50 blóðmerar,“ segir Ingvar. Ingvar Jóhannsson, bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi.Ingvar hefur fengið góða aðstoð við girðingarvinnuna frá vinum og vandamönnum en sá sem kemur sterkastur þar inn er tengdapabbi hans, Hallgrímur Birkisson, alvanur girðingamaður. „Ég hef einu sinni girt áður í janúar en þá var ekki eins góð tíð og núna. Núna er náttúrulega einstök tíð að gera öll búverk í rauninni, hvort sem það er að plægja, girða og laga girðingar. Það er óskaplegur munur ef bændur geta gert þetta á þessum tíma árs,“ segir Hallgrímur og bætir við að veðurfar hafi breyst mikið á Íslandi, enda muni hann eftir sem krakki að þá hafi verið snjóskaflar upp á húsþök, það sé ekki lengur. Hallgrímur segist spá því að við sjáum fljótlega af góða veðrinu og þá komi alvöru vetur í nokkrar vikur. „Það kemur vetur á þorra, þá fáum við frostakafla og svolítið af snjó, það getur ekki annað verið.“Hallgrímur Birkisson, tengdapabbi Ingvars og girðingamaður með meiru.
Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira