Dagur: Stefnir í góða átt hjá Íslandi en fleiri lönd eiga efnilega leikmenn Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 13. janúar 2019 12:30 Dagur Sigurðsson stýrir liði Japan á HM. vísir/getty Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan og fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, var ánægður með fyrsta leik Íslands á HM 2019 þrátt fyrir tapið á móti Króatíu. Strákarnir okkar gáfu stórliði Króatíu alvöru leik í 50 mínútur og voru tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik áður en að slakur kafli á síðustu tíu mínútunum gerði út um sigurvonirnar. „Mér fannst byrjunin mjög jákvæð. Ég held að það sé samdóma álit að allir eru jákvæðir gagnvart liðinu. Ísland spilaði þennan fyrsta leik alveg gríðarlega vel. Mér fannst gaman að sjá hraðann á liðinu. Þetta er lið sem að getur vaxið en það þarf þolinmæði bæði hjá þeim sem að eru í kringum liðið og líka hjá leikmönnum,“ segir Dagur en Vísir settist niður með honum á liðshótelinu.Elvar Örn Jónsson stóð sig vel í fyrsta leik.Fréttablaðið/AFPErfitt að komast upp á við Ísland var komið í efsta stig handboltans frá 2008-2012 og vann til verðlauna en tröppugangurinn hefur verið niður á við undanfarin ár. Nú vonast menn til að horfa aftur upp á við. „Þetta stefnir í góða átt en það er erfitt að sækja hvert sæti þarna efst. Það er eitt að koma sér aftur upp í topp sex en skrefin eftir það eru enn þá erfiðari. Þetta vita þeir alveg þannig að menn þurfa bara að vera með þetta á hreinu,“ segir Dagur. Íslendingar eru eðlilega spenntir fyrir nýju strákunum í liðinu eins og Elvari Erni Jónssyni sem spilaði stórvel í sínum fyrsta leik á stórmóti á móti Króatíu.Dagur Sigurðsson á æfingu með Japan.vísir/tomBörsungar heima hjá sér Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson eru svo líka gríðarlega efnilegir en Dagur bendir á að það eru fleiri lönd að ala upp góða leikmenn. Og það ansi góða. „Stóru liðin eiga öll fullt af efnilegum leikmönnum. Við erum ekkert einir með það að eiga efnilega leikmenn. Ungu leikmennirnir sem að Frakkarnir eru ekki með í hópnum sínum hérna eru líka geggjaðir og eru komnir til Barcelona og stærstu liðin,“ segir Dagur. „Við megum því ekki ofmeta þetta hjá okkur en þetta er sannarlega jákvætt fyrir handboltann heima og maður sér að þjóðin er rosalega ánægð. Það gerist alltaf að það kemur ný kynslóð,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Það kemur alltaf ný kynslóð HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir HM í dag: Stína brjáluð og blóðug barátta fyrir kaffi Strákarnir okkar mæta Spáni í dag í Ólympíuhöllinni í München. 13. janúar 2019 12:00 Bjarki Már: Eina leiðin til að spila handbolta er að vera töffari Bjarki Már Elísson segir töffaraskap í þessu nýja unga landsliði. 13. janúar 2019 09:00 Minntust Kolbeins í München Kolbeinn Aron Arnarson féll frá um jólin og var minnst af handboltaáhugamönnum í München. 13. janúar 2019 11:21 Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan og fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, var ánægður með fyrsta leik Íslands á HM 2019 þrátt fyrir tapið á móti Króatíu. Strákarnir okkar gáfu stórliði Króatíu alvöru leik í 50 mínútur og voru tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik áður en að slakur kafli á síðustu tíu mínútunum gerði út um sigurvonirnar. „Mér fannst byrjunin mjög jákvæð. Ég held að það sé samdóma álit að allir eru jákvæðir gagnvart liðinu. Ísland spilaði þennan fyrsta leik alveg gríðarlega vel. Mér fannst gaman að sjá hraðann á liðinu. Þetta er lið sem að getur vaxið en það þarf þolinmæði bæði hjá þeim sem að eru í kringum liðið og líka hjá leikmönnum,“ segir Dagur en Vísir settist niður með honum á liðshótelinu.Elvar Örn Jónsson stóð sig vel í fyrsta leik.Fréttablaðið/AFPErfitt að komast upp á við Ísland var komið í efsta stig handboltans frá 2008-2012 og vann til verðlauna en tröppugangurinn hefur verið niður á við undanfarin ár. Nú vonast menn til að horfa aftur upp á við. „Þetta stefnir í góða átt en það er erfitt að sækja hvert sæti þarna efst. Það er eitt að koma sér aftur upp í topp sex en skrefin eftir það eru enn þá erfiðari. Þetta vita þeir alveg þannig að menn þurfa bara að vera með þetta á hreinu,“ segir Dagur. Íslendingar eru eðlilega spenntir fyrir nýju strákunum í liðinu eins og Elvari Erni Jónssyni sem spilaði stórvel í sínum fyrsta leik á stórmóti á móti Króatíu.Dagur Sigurðsson á æfingu með Japan.vísir/tomBörsungar heima hjá sér Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson eru svo líka gríðarlega efnilegir en Dagur bendir á að það eru fleiri lönd að ala upp góða leikmenn. Og það ansi góða. „Stóru liðin eiga öll fullt af efnilegum leikmönnum. Við erum ekkert einir með það að eiga efnilega leikmenn. Ungu leikmennirnir sem að Frakkarnir eru ekki með í hópnum sínum hérna eru líka geggjaðir og eru komnir til Barcelona og stærstu liðin,“ segir Dagur. „Við megum því ekki ofmeta þetta hjá okkur en þetta er sannarlega jákvætt fyrir handboltann heima og maður sér að þjóðin er rosalega ánægð. Það gerist alltaf að það kemur ný kynslóð,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Það kemur alltaf ný kynslóð
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir HM í dag: Stína brjáluð og blóðug barátta fyrir kaffi Strákarnir okkar mæta Spáni í dag í Ólympíuhöllinni í München. 13. janúar 2019 12:00 Bjarki Már: Eina leiðin til að spila handbolta er að vera töffari Bjarki Már Elísson segir töffaraskap í þessu nýja unga landsliði. 13. janúar 2019 09:00 Minntust Kolbeins í München Kolbeinn Aron Arnarson féll frá um jólin og var minnst af handboltaáhugamönnum í München. 13. janúar 2019 11:21 Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
HM í dag: Stína brjáluð og blóðug barátta fyrir kaffi Strákarnir okkar mæta Spáni í dag í Ólympíuhöllinni í München. 13. janúar 2019 12:00
Bjarki Már: Eina leiðin til að spila handbolta er að vera töffari Bjarki Már Elísson segir töffaraskap í þessu nýja unga landsliði. 13. janúar 2019 09:00
Minntust Kolbeins í München Kolbeinn Aron Arnarson féll frá um jólin og var minnst af handboltaáhugamönnum í München. 13. janúar 2019 11:21
Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30