KR vann öruggan 4-0 sigur á Fram í Reykjavíkur-mótinu en liðin áttust við í Egilshöllinni í dag.
Framherjinn Björgvin Stefánsson var funheitur og skoraði fyrstu þrjú mörk KR-inga. Tvö þeirra komu í fyrri hálfleik og eitt í síðari hálfleik.
Síðasta mark leiksins skoraði hinn ungi og efnilegi Stefán Árni Geirsson er rúm klukkustund var liðinn af leiknum. Lokatölur 4-0.
Þetta var fyrsti leikur beggja liða í riðlinum og er því KR með þrjú stig en Fram án stiga. Fylkir og Þróttur eru einnig í riðlinum.
Björgvin í stuði er KR afgreiddi Fram
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn



Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn




Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti