Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjaði tuttugasta heimsmeistaramótið sitt í hörkuleik á móti Króatíu í fyrsta leik sínum á HM 2019 en þrátt fyrir góða frammistöðu urðu strákarnir að sætta sig við fjögurra marka tap, 27-31.
Vísir fylgist vel með tölfræði íslenska liðsins á mótinu og hefur nú tekið saman þá leikmenn sem sköruðu fram úr í tölunum í þessum fyrsta leik Íslands á mótinu.
Aron Pálmarsson er þar áberandi enda átti hann algjöran stjörnuleik og sýndi það og sannað að þar fer einn besti handboltamaður heims. Elvar Örn Jónsson var líka mjög öflugur í sinum fyrsta leik á stórmóti en gaf eftir í lokin.
Aron Pálmarsson kom alls að átján mörkum í leiknum, hann skoraði sjö mörk sjálfur, átti tíu stoðsendingar og þá gaf ein línusending hans víti sem skilaði marki.
Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.
- Íslensku landsliðsmennirnir á móti Króatíu á HM 2019 -
Hver skoraði mest:
1. Aron Pálmarsson 7
2. Elvar Örn Jónsson 5
3. Arnór Þór Gunnarsson 5/2
4. Bjarki Már Elísson 4
5. Ómar Ingi Magnússon 3
6. Arnar Freyr Arnarsson 2
Hver varði flest skot:
1. Björgvin Páll Gústavsson 8/1 (27%)
2. Ágúst Elí Björgvinsson 5 (36%)
Hver spilaði mest í leiknum:
1. Arnór Þór Gunnarsson 60:00
2. Bjarki Már Elísson 59:36
3. Arnar Freyr Arnarsson 53:59
4. Elvar Örn Jónsson 51:33
5. Aron Pálmarsson 46:31
6. Björgvin Páll Gústavsson 37:08
7. Ólafur Gústafsson 33:33
Hver skaut oftast á markið:
1. Elvar Örn Jónsson 12
2. Aron Pálmarsson 10
3. Bjarki Már Elísson 6
4. Arnór Þór Gunnarsson 5
4. Ómar Ingi Magnússon 5
Hver gaf flestar stoðsendingar:
1. Aron Pálmarsson 10
2. Elvar Örn Jónsson 4
3. Björgvin Páll Gústavsson 1
3. Ágúst Elí Björgvinsson 1
3. Ómar Ingi Magnússon 1
Hver átti þátt í flestum mörkum (Mörk + stoðsendingar):
1. Aron Pálmarsson 17 (7+10)
2. Elvar Örn Jónsson 9 (5+4)
3. Arnór Þór Gunnarsson 5 (5+0)
4. Ómar Ingi Magnússon 4 (3+1)
4. Bjarki Már Elísson 4 (4+0)
Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz):
1. Elvar Örn Jónsson 7
1. Ólafur Gústafsson 7
3. Arnar Freyr Arnarsson 4
4. Aron Pálmarsson 2
4. Ólafur Guðmundsson 2
Hver tapaði boltanum oftast:
1. Ómar Ingi Magnússon 3
Hver vann boltann oftast:
1. Ólafur Gústafsson 2
Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum:
11 með langskotum
4 með gegnumbrotum
4 af línu
3 úr hægra horni
3 úr hraðaupphlaupum (7 með seinni bylgju)
2 úr vítum
0 úr vinstra horni
Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn