Beint útsending: Fréttir Stöðvar 2 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. janúar 2019 18:00 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við yfir aðalmeðferðina í Shooters-málinu svokallaða en þar kom fram að 37 ára dyravörður sem lamaðist fyrir neðan háls í líkamsárás á kampavínsklúbbnum Shooters í miðbæ Reykjavíkur síðastliðið sumar hlaut svokallaðan alskaða. Þetta kom fram í máli bæklunarlæknis dyravarðarins þegar aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Artur Pawel Wisocki, 29 ára gamall Pólverji, játar að hafa ráðist á dyravörðinn en neitar að hafa hrint honum með þeim afleiðingum að hann lamaðist. Við segjum frá þeim viðsnúningi að eftir stíf fundahöld með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og starfsfólki atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hafi fundist leiðir til að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði hjá Hafrannsóknastofnun. Ekki kemur til uppsagna og ekki þarf leggja rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Við segjum einnig frá því að þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnisrétt. Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni vegna málsins. Fyrirhugað er að byggja allt að 500 íbúðir og 6000 fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa og við heyrum af söngleik sem verður settur upp í Borgarleikhúsinu sem byggir á ævi og ferli söngvarans Bubba Morthens. Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá og á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöð 2 klukkan 18:30. Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við yfir aðalmeðferðina í Shooters-málinu svokallaða en þar kom fram að 37 ára dyravörður sem lamaðist fyrir neðan háls í líkamsárás á kampavínsklúbbnum Shooters í miðbæ Reykjavíkur síðastliðið sumar hlaut svokallaðan alskaða. Þetta kom fram í máli bæklunarlæknis dyravarðarins þegar aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Artur Pawel Wisocki, 29 ára gamall Pólverji, játar að hafa ráðist á dyravörðinn en neitar að hafa hrint honum með þeim afleiðingum að hann lamaðist. Við segjum frá þeim viðsnúningi að eftir stíf fundahöld með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og starfsfólki atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hafi fundist leiðir til að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði hjá Hafrannsóknastofnun. Ekki kemur til uppsagna og ekki þarf leggja rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Við segjum einnig frá því að þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnisrétt. Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni vegna málsins. Fyrirhugað er að byggja allt að 500 íbúðir og 6000 fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa og við heyrum af söngleik sem verður settur upp í Borgarleikhúsinu sem byggir á ævi og ferli söngvarans Bubba Morthens. Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá og á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöð 2 klukkan 18:30.
Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira