Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2019 11:29 Mennirnir þrír sem lögregla vill ná tali af. Mynd/Samsett Norsku lögreglunni hefur fengið ábendingar um mennina sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan vinnustað Tom Hagen daginn sem eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, var rænt. Þetta sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske á blaðamannafundi vegna mannránsins sem haldinn var í Ósló í dag. Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær en þá birti lögregla myndbönd úr öryggismyndavélum fyrir utan skrifstofu Hagen frá 31. október síðastliðnum. Lögregla óskar enn eftir að ná tali af mönnunum þremur sem sjást á myndböndunum, tveir þeirra eru fótgangandi en sá þriðji hjólandi.Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt.Að sögn Brøske hefur lögreglu ekki tekist að bera kennsl á mennina. Hins vegar hafi borist ábendingar í tengslum við tvo þeirra. Rannsókn lögreglu hefur einkum beinst að hinum tveimur fótgangandi en Brøske sagði á blaðamannafundinum í dag að ferðalag þeirra fyrir utan skrifstofuna geti bent til þess að mannræningjarnir hafi vaktað vinnustaðinn. Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Í gær greindi lögregla frá því að borist hefðu yfir 100 ábendingar vegna mannránsins í gær og í dag hafði lögregla fengið 150 í viðbót. Þær snúa til að mynda að mannaferðum í og við skrifstofu Hagen, auk heimilisfanga og bifreiða. Brøske lagði áherslu á að almenningur héldi áfram að senda inn ábendingar um grunsamlegt athæfi um það leyti sem Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi. Þá sagði hann rannsókn lögreglu í og við húsið enn standa yfir. Þá sagði Brøske að lögregla hefði engar vísbendingar um það hvar Anne-Elisabeth væri niðurkomin. Vel gæti verið að farið hefði verið með hana úr landi en lögregla biður norsku þjóðina þó um að vera vakandi fyrir stöðum sem gætu hentað sem felustaðir. Mannrán í Noregi Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Upptökurnar eru frá því 31. október síðastliðinn, daginn sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf. 10. janúar 2019 11:38 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Norsku lögreglunni hefur fengið ábendingar um mennina sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan vinnustað Tom Hagen daginn sem eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, var rænt. Þetta sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske á blaðamannafundi vegna mannránsins sem haldinn var í Ósló í dag. Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær en þá birti lögregla myndbönd úr öryggismyndavélum fyrir utan skrifstofu Hagen frá 31. október síðastliðnum. Lögregla óskar enn eftir að ná tali af mönnunum þremur sem sjást á myndböndunum, tveir þeirra eru fótgangandi en sá þriðji hjólandi.Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt.Að sögn Brøske hefur lögreglu ekki tekist að bera kennsl á mennina. Hins vegar hafi borist ábendingar í tengslum við tvo þeirra. Rannsókn lögreglu hefur einkum beinst að hinum tveimur fótgangandi en Brøske sagði á blaðamannafundinum í dag að ferðalag þeirra fyrir utan skrifstofuna geti bent til þess að mannræningjarnir hafi vaktað vinnustaðinn. Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Í gær greindi lögregla frá því að borist hefðu yfir 100 ábendingar vegna mannránsins í gær og í dag hafði lögregla fengið 150 í viðbót. Þær snúa til að mynda að mannaferðum í og við skrifstofu Hagen, auk heimilisfanga og bifreiða. Brøske lagði áherslu á að almenningur héldi áfram að senda inn ábendingar um grunsamlegt athæfi um það leyti sem Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi. Þá sagði hann rannsókn lögreglu í og við húsið enn standa yfir. Þá sagði Brøske að lögregla hefði engar vísbendingar um það hvar Anne-Elisabeth væri niðurkomin. Vel gæti verið að farið hefði verið með hana úr landi en lögregla biður norsku þjóðina þó um að vera vakandi fyrir stöðum sem gætu hentað sem felustaðir.
Mannrán í Noregi Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Upptökurnar eru frá því 31. október síðastliðinn, daginn sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf. 10. janúar 2019 11:38 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Upptökurnar eru frá því 31. október síðastliðinn, daginn sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf. 10. janúar 2019 11:38
Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11