Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 11. janúar 2019 12:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson stígur sín fyrstu skref á stóra sviðinu í dag. vísir/tom Það hefur tæplega farið fram hjá nokkrum manni að Ísland er mætt með ungt lið til leiks á HM. Mjög ungt á handboltamælikvarða. Meðalaldurinn er aðeins 24 ár en þetta er fjórða stórmótið í röð sem að meðalaldurinn lækkar. Kynslóðaskiptin eru komin. Þegar að íslenska landsliðið hefur leik á móti Króatíu í dag verður leikstjórnandinn, heili liðsins, væntanlega Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson, 21 árs á sínum fyrsta stórmóti, hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon, 21 árs á sínu öðru stórmóti, og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson, 22 ára á sínu þriðja stórmóti. Til taks á bekknum og í hópnum eru svo línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason, 21 árs á sínu fyrsta stórmóti, Gísli Þorgeir Kristjánsson, 19 ára á sínu fyrsta stórmóti og Haukur Þrastarson, 17 ára á sínu fyrsta stórmóti. Ungir og efnilegir menn á uppleið.Hinn 21 árs gamli Elvar Örn Jónsson byrjar líklega sem leikstjórnandi. Hann spilar í Olís-deildinni.vísir/tomEkki spurt um aldur Hægt er að fabúlera fram og aftur um hversu ungt liðið er, hversu reynslulausir sumir leikmannanna eru á stóra sviðinu og hvaða möguleg og ómöguleg áhrif aldurinn getur haft á spilamennsku liðsins. Eru nýliðarnir ungu ekki tilbúnir? Verður HM í Þýskalandi of stórt fyrir þá? Verða tæknifeilarnir of margir? Hver veit? Eftir leik er svo hægt að velta þessu öllu aftur upp nema þá er hægt að greina hlutina betur og sjá hvort að einhverjum af þessum spurningum verður svarað. En, á meðan leikurinn er í gangi eru allir jafngamlir. Það eru bara allir handboltamenn. Gólfdúkurinn sem liðin spila á og markstangirnar spyrja nefnilega ekkert um aldur. Sautján ára nýliði getur verið jafnmikil stjarna í leik og 37 ára reynslubolti sem gæti allt eins verið faðir þess unga. Það er það fallega við íþróttir.Guðmundur Guðmundsson valdi ungt lið sem hefur leik í dag.vísir/tomEngin miskunn Sama hvað þú ert gamall, ef búið er að velja þig í íslenska landsliðið í handbolta er nú kominn tími til að standa sig. Umræðunni er lokið. Fyrsti leikur er í dag og stuðningsmenn verða ekkert í stúkunni ef illa fer.: "Æ, hann hefði skorað úr þessu dauðafæri ef hann væri orðinn 25 ára." Það er oft sagt að við Íslendingar séum góðu vön með handboltann okkar. Eins og það sé eitthvað slæmt. Af hverju ættum við ekki að vera góðu vön og gera kröfur? Þrátt fyrir smæð landsins er Ísland mætt á 36. stórmótið sitt í sögunni. Gengið hefur misvel en við ætlumst til árangurs og við megum það alveg. Árangur þarf ekkert alltaf að þýða að spila um verðlaun og það verður ekki kveikt í íslenska fánanum fyrir utan Ólympíuhöllina ef leikurinn gegn Króatíu tapast í dag. Alls ekki. Við viljum bara sjá liðið fara upp á við eftir hörmungina í janúar í fyrra. Guðmundur treystir þessum ungu strákum til að hjálpa til við að rétta skútuna og ef þér er treyst fyrir því að spila í bláu treyjunni þá er enginn miskunn lengur. Þú ert einn af 16 bestu handboltamönnum landsins, betri en ansi margir og þá þarftu að standa undir því hvort sem að þú heitir Elvar Örn eða Björgvin Páll.Haukur Þrastarson er til taks sem 17. maður en hann er einmitt 17 ára.vísir/tomSpennandi kynslóð Björgvin Páll Gústavsson kallaði þessa nýju kynslóð drengja svampa, proffa og handboltanörda í viðtali í gær. Hann sagði þá yfirgengilega metnaðarfulla íþróttamenn sem drykkju allan fróðleik í sig, hugsa svakalega vel um sig og eru spólgraðir í að sýna sig. Í gegnum handboltaþáttinn minn hef ég fylgst ansi náið með þessum nýjustu landsliðsmönnum eins og Selfosstríóinu Elvari Erni, Teiti Erni og Hauki sem og Valsmanninum Ými sem allir eru í Olís-deildinni nema Teitur sem fór í atvinnumennsku síðasta vor. Það er rétt hjá Björgvin iað það er eitthvað aðeins öðruvísi við þessa drengi. Þeir hafa fengið mikið að spila með meistaraflokki frá því þeir voru börn og eru komnir með slatta af leikjum. Þeir eru vel þjálfaðir, metnaðarfullir og bara ógeðslega góðir. Ég skal viðurkenna að sjálfur er ég fáránlega spenntur fyrir því að sjá hvort þeir kynna sig inn með stæl og ég hef fulla trú á þeim og íslenska liðinu. Það virðist eitthvað jákvætt í farvatninu og þar til annað kemur í ljós er fínt að fljóta áfram með þeirri öldu. Talið svo aftur við mig eftir leik. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Fimm á liðsmyndinni eru ekki í HM-hópnum Tímarit HM í handbolta er ekki með nýjustu myndina af íslenska landsliðshópnum. 11. janúar 2019 08:00 Íslenskir stuðningsmenn hittast í Bjórgarðinum í Ólympíuhöllinni fyrir leik Upphitun hefst þremur tímum fyrir leik og fer fram í keppnishöllinni sjálfri. 11. janúar 2019 09:31 Þetta vitum við um króatíska liðið sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um króatíska landsliðið sem mætir því íslenska á HM í handbolta i dag. 11. janúar 2019 10:00 HM í dag: Bratwurst, bjórgarðurinn og þýskir landsliðsmenn með hnetur Tómas Þór Þórðarson fer aðeins yfir stöðuna á fyrsta leikdegi HM 2019 í handbolta. 11. janúar 2019 11:00 Orðinn gamli kallinn í kringum litlu svampana og handboltanördana Björgvin Páll Gústavsson er elstur í landsliðshópnum og er klár í slaginn þrátt fyrir erfitt gengi að undanförnu. 11. janúar 2019 06:00 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Það hefur tæplega farið fram hjá nokkrum manni að Ísland er mætt með ungt lið til leiks á HM. Mjög ungt á handboltamælikvarða. Meðalaldurinn er aðeins 24 ár en þetta er fjórða stórmótið í röð sem að meðalaldurinn lækkar. Kynslóðaskiptin eru komin. Þegar að íslenska landsliðið hefur leik á móti Króatíu í dag verður leikstjórnandinn, heili liðsins, væntanlega Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson, 21 árs á sínum fyrsta stórmóti, hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon, 21 árs á sínu öðru stórmóti, og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson, 22 ára á sínu þriðja stórmóti. Til taks á bekknum og í hópnum eru svo línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason, 21 árs á sínu fyrsta stórmóti, Gísli Þorgeir Kristjánsson, 19 ára á sínu fyrsta stórmóti og Haukur Þrastarson, 17 ára á sínu fyrsta stórmóti. Ungir og efnilegir menn á uppleið.Hinn 21 árs gamli Elvar Örn Jónsson byrjar líklega sem leikstjórnandi. Hann spilar í Olís-deildinni.vísir/tomEkki spurt um aldur Hægt er að fabúlera fram og aftur um hversu ungt liðið er, hversu reynslulausir sumir leikmannanna eru á stóra sviðinu og hvaða möguleg og ómöguleg áhrif aldurinn getur haft á spilamennsku liðsins. Eru nýliðarnir ungu ekki tilbúnir? Verður HM í Þýskalandi of stórt fyrir þá? Verða tæknifeilarnir of margir? Hver veit? Eftir leik er svo hægt að velta þessu öllu aftur upp nema þá er hægt að greina hlutina betur og sjá hvort að einhverjum af þessum spurningum verður svarað. En, á meðan leikurinn er í gangi eru allir jafngamlir. Það eru bara allir handboltamenn. Gólfdúkurinn sem liðin spila á og markstangirnar spyrja nefnilega ekkert um aldur. Sautján ára nýliði getur verið jafnmikil stjarna í leik og 37 ára reynslubolti sem gæti allt eins verið faðir þess unga. Það er það fallega við íþróttir.Guðmundur Guðmundsson valdi ungt lið sem hefur leik í dag.vísir/tomEngin miskunn Sama hvað þú ert gamall, ef búið er að velja þig í íslenska landsliðið í handbolta er nú kominn tími til að standa sig. Umræðunni er lokið. Fyrsti leikur er í dag og stuðningsmenn verða ekkert í stúkunni ef illa fer.: "Æ, hann hefði skorað úr þessu dauðafæri ef hann væri orðinn 25 ára." Það er oft sagt að við Íslendingar séum góðu vön með handboltann okkar. Eins og það sé eitthvað slæmt. Af hverju ættum við ekki að vera góðu vön og gera kröfur? Þrátt fyrir smæð landsins er Ísland mætt á 36. stórmótið sitt í sögunni. Gengið hefur misvel en við ætlumst til árangurs og við megum það alveg. Árangur þarf ekkert alltaf að þýða að spila um verðlaun og það verður ekki kveikt í íslenska fánanum fyrir utan Ólympíuhöllina ef leikurinn gegn Króatíu tapast í dag. Alls ekki. Við viljum bara sjá liðið fara upp á við eftir hörmungina í janúar í fyrra. Guðmundur treystir þessum ungu strákum til að hjálpa til við að rétta skútuna og ef þér er treyst fyrir því að spila í bláu treyjunni þá er enginn miskunn lengur. Þú ert einn af 16 bestu handboltamönnum landsins, betri en ansi margir og þá þarftu að standa undir því hvort sem að þú heitir Elvar Örn eða Björgvin Páll.Haukur Þrastarson er til taks sem 17. maður en hann er einmitt 17 ára.vísir/tomSpennandi kynslóð Björgvin Páll Gústavsson kallaði þessa nýju kynslóð drengja svampa, proffa og handboltanörda í viðtali í gær. Hann sagði þá yfirgengilega metnaðarfulla íþróttamenn sem drykkju allan fróðleik í sig, hugsa svakalega vel um sig og eru spólgraðir í að sýna sig. Í gegnum handboltaþáttinn minn hef ég fylgst ansi náið með þessum nýjustu landsliðsmönnum eins og Selfosstríóinu Elvari Erni, Teiti Erni og Hauki sem og Valsmanninum Ými sem allir eru í Olís-deildinni nema Teitur sem fór í atvinnumennsku síðasta vor. Það er rétt hjá Björgvin iað það er eitthvað aðeins öðruvísi við þessa drengi. Þeir hafa fengið mikið að spila með meistaraflokki frá því þeir voru börn og eru komnir með slatta af leikjum. Þeir eru vel þjálfaðir, metnaðarfullir og bara ógeðslega góðir. Ég skal viðurkenna að sjálfur er ég fáránlega spenntur fyrir því að sjá hvort þeir kynna sig inn með stæl og ég hef fulla trú á þeim og íslenska liðinu. Það virðist eitthvað jákvætt í farvatninu og þar til annað kemur í ljós er fínt að fljóta áfram með þeirri öldu. Talið svo aftur við mig eftir leik.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Fimm á liðsmyndinni eru ekki í HM-hópnum Tímarit HM í handbolta er ekki með nýjustu myndina af íslenska landsliðshópnum. 11. janúar 2019 08:00 Íslenskir stuðningsmenn hittast í Bjórgarðinum í Ólympíuhöllinni fyrir leik Upphitun hefst þremur tímum fyrir leik og fer fram í keppnishöllinni sjálfri. 11. janúar 2019 09:31 Þetta vitum við um króatíska liðið sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um króatíska landsliðið sem mætir því íslenska á HM í handbolta i dag. 11. janúar 2019 10:00 HM í dag: Bratwurst, bjórgarðurinn og þýskir landsliðsmenn með hnetur Tómas Þór Þórðarson fer aðeins yfir stöðuna á fyrsta leikdegi HM 2019 í handbolta. 11. janúar 2019 11:00 Orðinn gamli kallinn í kringum litlu svampana og handboltanördana Björgvin Páll Gústavsson er elstur í landsliðshópnum og er klár í slaginn þrátt fyrir erfitt gengi að undanförnu. 11. janúar 2019 06:00 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Fimm á liðsmyndinni eru ekki í HM-hópnum Tímarit HM í handbolta er ekki með nýjustu myndina af íslenska landsliðshópnum. 11. janúar 2019 08:00
Íslenskir stuðningsmenn hittast í Bjórgarðinum í Ólympíuhöllinni fyrir leik Upphitun hefst þremur tímum fyrir leik og fer fram í keppnishöllinni sjálfri. 11. janúar 2019 09:31
Þetta vitum við um króatíska liðið sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um króatíska landsliðið sem mætir því íslenska á HM í handbolta i dag. 11. janúar 2019 10:00
HM í dag: Bratwurst, bjórgarðurinn og þýskir landsliðsmenn með hnetur Tómas Þór Þórðarson fer aðeins yfir stöðuna á fyrsta leikdegi HM 2019 í handbolta. 11. janúar 2019 11:00
Orðinn gamli kallinn í kringum litlu svampana og handboltanördana Björgvin Páll Gústavsson er elstur í landsliðshópnum og er klár í slaginn þrátt fyrir erfitt gengi að undanförnu. 11. janúar 2019 06:00