Bing, leitarvélin sem er ekki Google, á við alvarlegan barnaklámsvanda að stríða. Þetta kom fram í skýrslu sem AntiToxin vann fyrir tæknimiðilinn TechCrunch.
Á síðu TechCrunch sagði í gær að afar auðvelt væri að finna barnaklám á myndahluta leitarvélarinnar, sem Microsoft starfrækir; hún stingi upp á leitarorðum sem hjálpa fólki að finna enn meira barnaklám.
Að mati TechCrunch er um að ræða alvarlegan misbrest.
„Það er engin afsökun fyrir því að fyrirtæki á borð við Microsoft, sem hagnaðist um 8,8 milljarða dala á síðasta ársfjórðungi, verji of litlu í öryggismál,“ sagði í umfjölluninni.
Jordi Ribas, varaforseti Microsoft, sagði niðurstöðuna óásættanlega.
„Við höfum samstundis fjarlægt þessar niðurstöður og viljum koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Við einbeitum okkur að því að læra af mistökum okkar,“ sagði Ribas.
Barnaklám hjá leitarvél Bing
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Mest lesið

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs
Viðskipti innlent


Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira
Viðskipti innlent



Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri
Viðskipti innlent

Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga
Viðskipti innlent

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent
Viðskipti erlent

Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár
Viðskipti innlent