Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2019 09:15 Tom Hagen og einkona hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. Vísir/AP Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló.„Þetta er fólk sem hefur haldið sig út af fyrir sig og ekkert verið áberandi þannig að þetta er svolítið athyglisvert val á fórnarlambi þannig séð. Þau eru búin að vera þarna í Lorensko síðan 1981 eða 2 og ekkert látið á sér bera. Bara sinnt sinni vinnu og sinni fjárfestingu og ekkert meira með það. Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er nema það sem er í viðskiptalífinu og raforkubransanum,“ sagði Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður sem búsettur er í Noregi í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hagen er á 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir ríkustu einstaklinga Noregs. Á hann að hafa þénað um milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna.Mannránið þykir hið dularfyllsta en svo virðist sem að ráðist hafi verið á Falkevik Hagen inni á baðherbergi í húsinu. Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag og hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.„Lögreglan er komin í algjört öngstræti með vísbendingar í þessu máli og það er einmitt ástæðan fyrir því að eftir langa mæðu, eftir tíu vikna bið, er ákveðið í gær að gera þetta heyrinkunnugt og fara út í fjölmiðla með þetta mál af fullum þunga með von um það að almenningur hafi eitthvað fram að færa, hafi séð eitthvað eða hafi einhverjar vísbendingar því betur sjá nú augu en auga og það er ástæðan fyrir því að þetta er loksins gert opinbert í gær. Þeir hafa ekkert við að styðjast eins og er,“ sagði Atli Steinn. Hitti óeinkennisklædda lögreglumenn á bensínstöð fyrstu vikurnar NRK greindi frá því í gær að margar blaðsíður með texta hafi fundist inni í húsinu þar sem síðast sást til Falkevik Hagen. Svo virðist sem að um einhvers konar skilaboð til fjölskyldunnar frá mannræningjunum til fjölskyldunnar sé að ræða.„Þetta er skrifað á lélegri norsku sagði NRK þannig að hugsanlega eru þetta ekki Norðmenn eða þetta eru Norðmenn sem eru að reyna að dylja slóð sína. Svo hafa þessir einstaklingar, þessir mannræningjar, komið sér upp einhvers konar rafrænum samskiptamiðli og verið í sambandi við lögreglu og sett fram kröfur sínar en það er mjög lítil samræða sem hefur átt sér þar, mjög stöpult, og þeir hafa í raun öll ráð í hendi sér með það. Þeir setja upp þennan samskiptamöguleika og það er þeirra að hafa samband. Þeir stjórna þessu,“ sagði Atli Steinn.Rannsókn lögreglu er gríðarlega umfangsmikil en í fyrstu var óhefðbundnum rannsóknaraðferðum beitt þar sem mannræningjarnir settu fram þá kröfu að ekki yrði haft samband við lögregla, ella yrði Falkevik-Hagen myrt. Krefjast mannræningjarnir rúms milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero.„Þannig að Tom Hagen fór þá leið að hann hitti óeinkennisklædda lögreglumenn nokkrum sinnum á bensínstöð leynilega fyrstu vikurnar á meðan var verið að setja upp þess aðgerð. Þetta fór allt saman fram með mikilli leynd. Lögregla fór þarna um allt hverfið og talaði við nágranna undir því yfirskini að þeir væru að leita að 13 ára stúlku sem hefði horfið þarna í nágrenninu. Auðvitað áttuðu nágrannirnir á sig að lokum að eitthvað grunsamlegt væri tengt þessu fólki en þeir voru þá beðnir vinsamlegast bara að segja ekki orð fyrr en þeir mættu það og allir halda sinn svardaga í þessu máli, bæði fjölmiðlar og nágrannar. Þetta fer ekki út fyrr en í gær sem er alveg magnað miðað við stærðina á málinu,“ sagði Atli Steinn.Heimili fjölskyldunnar í Fjellhamar, þaðan sem Anne-Elizabeth var rænt.Vísir/APMálið í biðstöðu eins og er Málið er í ákveðinni biðstöð en að sögn Atla Steins hefur fjölskyldan boðist til þess að ræða við mannræningjana í von um að þeir skili Falkevik-Hagen. Þannig er málið statt í dag. Segir Atli Steinn að lögreglan hafi brugðist við málinu með því að óska eftir því að lögregla í öllum lögregluumdæmum Noregs kortleggi alla þá sem geti verið í hættu á að vera rænt.„Auðvitað hafa Norðmenn kannski lokað augum og eyrum fyrir svona hlutum og hugsað eins og Íslendingar hafa kannski oft gert líka að það gerist ekkert svona hérna en hvorki Íslendingar né Norðmenn hafa efni á slíkum hugsunarhætti.“ Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12 Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló.„Þetta er fólk sem hefur haldið sig út af fyrir sig og ekkert verið áberandi þannig að þetta er svolítið athyglisvert val á fórnarlambi þannig séð. Þau eru búin að vera þarna í Lorensko síðan 1981 eða 2 og ekkert látið á sér bera. Bara sinnt sinni vinnu og sinni fjárfestingu og ekkert meira með það. Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er nema það sem er í viðskiptalífinu og raforkubransanum,“ sagði Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður sem búsettur er í Noregi í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hagen er á 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir ríkustu einstaklinga Noregs. Á hann að hafa þénað um milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna.Mannránið þykir hið dularfyllsta en svo virðist sem að ráðist hafi verið á Falkevik Hagen inni á baðherbergi í húsinu. Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag og hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.„Lögreglan er komin í algjört öngstræti með vísbendingar í þessu máli og það er einmitt ástæðan fyrir því að eftir langa mæðu, eftir tíu vikna bið, er ákveðið í gær að gera þetta heyrinkunnugt og fara út í fjölmiðla með þetta mál af fullum þunga með von um það að almenningur hafi eitthvað fram að færa, hafi séð eitthvað eða hafi einhverjar vísbendingar því betur sjá nú augu en auga og það er ástæðan fyrir því að þetta er loksins gert opinbert í gær. Þeir hafa ekkert við að styðjast eins og er,“ sagði Atli Steinn. Hitti óeinkennisklædda lögreglumenn á bensínstöð fyrstu vikurnar NRK greindi frá því í gær að margar blaðsíður með texta hafi fundist inni í húsinu þar sem síðast sást til Falkevik Hagen. Svo virðist sem að um einhvers konar skilaboð til fjölskyldunnar frá mannræningjunum til fjölskyldunnar sé að ræða.„Þetta er skrifað á lélegri norsku sagði NRK þannig að hugsanlega eru þetta ekki Norðmenn eða þetta eru Norðmenn sem eru að reyna að dylja slóð sína. Svo hafa þessir einstaklingar, þessir mannræningjar, komið sér upp einhvers konar rafrænum samskiptamiðli og verið í sambandi við lögreglu og sett fram kröfur sínar en það er mjög lítil samræða sem hefur átt sér þar, mjög stöpult, og þeir hafa í raun öll ráð í hendi sér með það. Þeir setja upp þennan samskiptamöguleika og það er þeirra að hafa samband. Þeir stjórna þessu,“ sagði Atli Steinn.Rannsókn lögreglu er gríðarlega umfangsmikil en í fyrstu var óhefðbundnum rannsóknaraðferðum beitt þar sem mannræningjarnir settu fram þá kröfu að ekki yrði haft samband við lögregla, ella yrði Falkevik-Hagen myrt. Krefjast mannræningjarnir rúms milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero.„Þannig að Tom Hagen fór þá leið að hann hitti óeinkennisklædda lögreglumenn nokkrum sinnum á bensínstöð leynilega fyrstu vikurnar á meðan var verið að setja upp þess aðgerð. Þetta fór allt saman fram með mikilli leynd. Lögregla fór þarna um allt hverfið og talaði við nágranna undir því yfirskini að þeir væru að leita að 13 ára stúlku sem hefði horfið þarna í nágrenninu. Auðvitað áttuðu nágrannirnir á sig að lokum að eitthvað grunsamlegt væri tengt þessu fólki en þeir voru þá beðnir vinsamlegast bara að segja ekki orð fyrr en þeir mættu það og allir halda sinn svardaga í þessu máli, bæði fjölmiðlar og nágrannar. Þetta fer ekki út fyrr en í gær sem er alveg magnað miðað við stærðina á málinu,“ sagði Atli Steinn.Heimili fjölskyldunnar í Fjellhamar, þaðan sem Anne-Elizabeth var rænt.Vísir/APMálið í biðstöðu eins og er Málið er í ákveðinni biðstöð en að sögn Atla Steins hefur fjölskyldan boðist til þess að ræða við mannræningjana í von um að þeir skili Falkevik-Hagen. Þannig er málið statt í dag. Segir Atli Steinn að lögreglan hafi brugðist við málinu með því að óska eftir því að lögregla í öllum lögregluumdæmum Noregs kortleggi alla þá sem geti verið í hættu á að vera rænt.„Auðvitað hafa Norðmenn kannski lokað augum og eyrum fyrir svona hlutum og hugsað eins og Íslendingar hafa kannski oft gert líka að það gerist ekkert svona hérna en hvorki Íslendingar né Norðmenn hafa efni á slíkum hugsunarhætti.“
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12 Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12
Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11