Handbolti

Helena Rut til Frakklands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helena eftir að hafa skrifað undir samninginn.
Helena eftir að hafa skrifað undir samninginn. mynd/dijon
Helena Rut Örvarsdóttir er genginn í raðir franska úrvalsdeildarliðsins Dijon og spilar með þeim út leiktíðina.

Helena skrifaði undir samninginn í dag en hann gildir út tímabilið. Möguleiki er á því að Helena fái svo framlengingu á samningum til eins árs í sumar.

Garðbæingurinn hefur leikið með Byåsen síðastliðið eitt og hálft ár en Byåsen lék meðal annars í Evrópukeppninni á síðustu leiktíð. Hún fór svo á reynslu hjá Dijon og heillaði þá og uppskar samning.

Helena kemur með orku og alþjóðareynslu inn í okkar unga hóp, sagði þjálfari Dijon, Christophe Marechal, en Dijon er í tíunda sæti frönsku deildarinnar.

Helena getur leikið sinn fyrsta leik níunda febrúar er Dijon mætir Bourg de Péage á útivelli en leikurinn er mikilvægur í fallbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×