Töldu ekki tilefni til að bregðast við vegna ákæru Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2019 10:25 Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurlandi telur ekki tilefni til að breyta eða færa starfsvettvang lögreglumanns sem hefur verið ákærður með neinum hætti á meðan mál hans er rekið fyrir dómi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu embættisins vegna lögreglumanns sem er sakaður um að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum við að þvinga ökumann af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Lögreglumaðurinn hafði veitt bifreið eftirför vegna umferðar- og hegningarlaga bílstjórans. Ók lögreglumaðurinn þrívegis á vinstra afturhorn bifreiðarinnar á allt að 95 kílómetra hraða á klukkustund. Samkvæmt ákærunni hafði þetta þær afleiðingar í för með sér að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum sem snerist á veginum, fór út af honum, valt tvær veltur, og endaði á réttum kili. Af þessu hlaut ökumaðurinn brot á sjöunda hálslið og tíu sentímetra langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu.Í yfirlýsingu embættisins er fullyrt að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. Þar segir jafnframt að lögreglan búi við það að sæta skoðun á störfum sínum af hálfu ákæruvalds og eftir atvikum dómstóla í öllum sínum verkum. Það sé hinn eðlilegi farvegur slíkra mála innan þess réttarkerfis sem lýðræðið byggir á. „Yfirstjórn embættisins hefur farið yfir málið og mat hennar er að þrátt fyrir útgáfu ákærunnar sé ekki tilefni til að breyta eða færa starfsvettvang viðkomandi starfsmanns með neinum hætti meðan á meðferð málsins stendur fyrir dómi. Embættið mun að öðru leyti en þessu ekki tjá sig um málið meðan á meðferð þess stendur fyrir dómstólum,“ segir í yfirlýsingunni. Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í Reykjavík síðdegis í gær að hann væri undrandi á ákærunni þar sem aðferðin sem lögreglumaðurinn hafi beitt sé viðurkennd þegar komi að því að stöðva bifreiðar á flótta undan lögreglu, bæði hérlendis og á öðrum vesturlöndum. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurlandi telur ekki tilefni til að breyta eða færa starfsvettvang lögreglumanns sem hefur verið ákærður með neinum hætti á meðan mál hans er rekið fyrir dómi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu embættisins vegna lögreglumanns sem er sakaður um að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum við að þvinga ökumann af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Lögreglumaðurinn hafði veitt bifreið eftirför vegna umferðar- og hegningarlaga bílstjórans. Ók lögreglumaðurinn þrívegis á vinstra afturhorn bifreiðarinnar á allt að 95 kílómetra hraða á klukkustund. Samkvæmt ákærunni hafði þetta þær afleiðingar í för með sér að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum sem snerist á veginum, fór út af honum, valt tvær veltur, og endaði á réttum kili. Af þessu hlaut ökumaðurinn brot á sjöunda hálslið og tíu sentímetra langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu.Í yfirlýsingu embættisins er fullyrt að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. Þar segir jafnframt að lögreglan búi við það að sæta skoðun á störfum sínum af hálfu ákæruvalds og eftir atvikum dómstóla í öllum sínum verkum. Það sé hinn eðlilegi farvegur slíkra mála innan þess réttarkerfis sem lýðræðið byggir á. „Yfirstjórn embættisins hefur farið yfir málið og mat hennar er að þrátt fyrir útgáfu ákærunnar sé ekki tilefni til að breyta eða færa starfsvettvang viðkomandi starfsmanns með neinum hætti meðan á meðferð málsins stendur fyrir dómi. Embættið mun að öðru leyti en þessu ekki tjá sig um málið meðan á meðferð þess stendur fyrir dómstólum,“ segir í yfirlýsingunni. Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í Reykjavík síðdegis í gær að hann væri undrandi á ákærunni þar sem aðferðin sem lögreglumaðurinn hafi beitt sé viðurkennd þegar komi að því að stöðva bifreiðar á flótta undan lögreglu, bæði hérlendis og á öðrum vesturlöndum.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08