Ný afstaða til veganisma Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 29. janúar 2019 08:15 Grænkerum (vegan fólki) fer sífjölgandi í heiminum og þar eru Íslendingar sannarlega ekki að draga lappirnar. Heyrst hefur að hér á landi sé heldur hátt hlutfall grænkera, samanborið við önnur lönd. Verslanir bjóða sífellt upp á meira magn af allskyns grænkerafæði og eftirspurnin leynir sér ekki. Hvers vegna vegan? Fólk gerist vegan af ýmsum ástæðum en þar má til dæmis nefna siðferðilegar, heilsufarslegar og umhverfislegar ástæður. Aðgengi að fjölbreyttu fæðuúrvali gerir það tiltölulega auðvelt að verða grænkeri og í dag er það mun raunhæfari kostur en áður fyrr. Fortíðin Við vitum öll að án dýranna hefðum við Íslendingar líklega aldrei lifað af. Mjólkin, kjötið og aðrar dýraafurðir voru okkur lífsnauðsynleg næring sem ekki var auðveldlega hægt að sneiða framhjá, en í dag er öldin önnur. Matvörubúðir eru fullar af hollum og góðum mat sem ekki kemur úr dýraríkinu. Raunar óhollum mat líka, ef því ber að skipta. Framtíðin Við vitum það líka í dag að mjólkin er ekki alveg jafn holl og við töldum hér áður fyrr, auk þess er auðvelt að finna henni umhverfisvænni staðgengil. Margt hefur breyst í landbúnaði og dýr eru fyrst og fremst alin upp til manneldis á sem hagkvæmasta máta. Það sem er hagkvæmast fyrir okkur er þó ekki endilega farsælast fyrir dýrin. Á Íslandi komumst við til dæmis að því nýverið að legusár fundust á svínum í ansi mörgum svínabúum landsins. Auk þess kolféll ímynd okkar um hamingjusömu hænuna þegar Kastljós tók Brúneggjaumræðuna fyrir á svo eftirminnilegan hátt. Aðgengi upplýsinga um kjöt- og mjólkuriðnaðinn hefur stóraukist. Ef fólk er tilbúið til þess að horfast í augu við hann, þá hefur það greiðan aðgang að þeim upplýsingum á netinu. Því miður eru sláturhúsin þó ekki fús við að leyfa fólki að taka upp það sem þar fer fram. Eitt sinn heyrði ég að „ef að sláturhús væru gerð úr glerveggjum værum við öll vegan“. Kannski er eitthvað til í því? Samfélagið okkar á Íslandi endurspeglar alltaf að einhverju leyti gamlan veruleika. Breytingar taka tíma. Við þurfum stundum að staldra aðeins við, þora að efast um það sem okkur þykir almennt svo sjálfsagt og fylgja eigin sannfæringu. En þá er það stóra spurningin, hvernig ætlum við að takast á við þessar breyttu samfélagsvenjur? Hvenær gefst gott tækifæri til endurskoðunar á lagaumgjörðinni og viðhorfum fólks í kringum neyslu dýra- og dýraafurða? Hvað nú? Á viðburðinum Mataræði og mannréttindi verður leitast eftir því að svara spurningunni „Ættu ríki og sveitarfélög að stuðla að neyslu almennings á grænkerafæði?“ Því og fleiru verður svarað af fólki úr ábyrgðarstöðum ríkis og sveitarfélaga. Í pallborði verða þær Salvör Nordal, umboðsmaður barna, Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingiskona, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Embætti Landlæknis, og Hildur Harðardóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði loftslagsmála og græns samfélags. Viðburðurinn er haldinn í tengslum við Veganúar og er í boði Samtaka Grænkera á Íslandi. Hann er haldinn í kvöld að Túngötu 14 klukkan 20:00, allir eru velkomnir.Höfundur er félagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Brúneggjamálið Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Grænkerum (vegan fólki) fer sífjölgandi í heiminum og þar eru Íslendingar sannarlega ekki að draga lappirnar. Heyrst hefur að hér á landi sé heldur hátt hlutfall grænkera, samanborið við önnur lönd. Verslanir bjóða sífellt upp á meira magn af allskyns grænkerafæði og eftirspurnin leynir sér ekki. Hvers vegna vegan? Fólk gerist vegan af ýmsum ástæðum en þar má til dæmis nefna siðferðilegar, heilsufarslegar og umhverfislegar ástæður. Aðgengi að fjölbreyttu fæðuúrvali gerir það tiltölulega auðvelt að verða grænkeri og í dag er það mun raunhæfari kostur en áður fyrr. Fortíðin Við vitum öll að án dýranna hefðum við Íslendingar líklega aldrei lifað af. Mjólkin, kjötið og aðrar dýraafurðir voru okkur lífsnauðsynleg næring sem ekki var auðveldlega hægt að sneiða framhjá, en í dag er öldin önnur. Matvörubúðir eru fullar af hollum og góðum mat sem ekki kemur úr dýraríkinu. Raunar óhollum mat líka, ef því ber að skipta. Framtíðin Við vitum það líka í dag að mjólkin er ekki alveg jafn holl og við töldum hér áður fyrr, auk þess er auðvelt að finna henni umhverfisvænni staðgengil. Margt hefur breyst í landbúnaði og dýr eru fyrst og fremst alin upp til manneldis á sem hagkvæmasta máta. Það sem er hagkvæmast fyrir okkur er þó ekki endilega farsælast fyrir dýrin. Á Íslandi komumst við til dæmis að því nýverið að legusár fundust á svínum í ansi mörgum svínabúum landsins. Auk þess kolféll ímynd okkar um hamingjusömu hænuna þegar Kastljós tók Brúneggjaumræðuna fyrir á svo eftirminnilegan hátt. Aðgengi upplýsinga um kjöt- og mjólkuriðnaðinn hefur stóraukist. Ef fólk er tilbúið til þess að horfast í augu við hann, þá hefur það greiðan aðgang að þeim upplýsingum á netinu. Því miður eru sláturhúsin þó ekki fús við að leyfa fólki að taka upp það sem þar fer fram. Eitt sinn heyrði ég að „ef að sláturhús væru gerð úr glerveggjum værum við öll vegan“. Kannski er eitthvað til í því? Samfélagið okkar á Íslandi endurspeglar alltaf að einhverju leyti gamlan veruleika. Breytingar taka tíma. Við þurfum stundum að staldra aðeins við, þora að efast um það sem okkur þykir almennt svo sjálfsagt og fylgja eigin sannfæringu. En þá er það stóra spurningin, hvernig ætlum við að takast á við þessar breyttu samfélagsvenjur? Hvenær gefst gott tækifæri til endurskoðunar á lagaumgjörðinni og viðhorfum fólks í kringum neyslu dýra- og dýraafurða? Hvað nú? Á viðburðinum Mataræði og mannréttindi verður leitast eftir því að svara spurningunni „Ættu ríki og sveitarfélög að stuðla að neyslu almennings á grænkerafæði?“ Því og fleiru verður svarað af fólki úr ábyrgðarstöðum ríkis og sveitarfélaga. Í pallborði verða þær Salvör Nordal, umboðsmaður barna, Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingiskona, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Embætti Landlæknis, og Hildur Harðardóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði loftslagsmála og græns samfélags. Viðburðurinn er haldinn í tengslum við Veganúar og er í boði Samtaka Grænkera á Íslandi. Hann er haldinn í kvöld að Túngötu 14 klukkan 20:00, allir eru velkomnir.Höfundur er félagsfræðingur.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar