Ný afstaða til veganisma Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 29. janúar 2019 08:15 Grænkerum (vegan fólki) fer sífjölgandi í heiminum og þar eru Íslendingar sannarlega ekki að draga lappirnar. Heyrst hefur að hér á landi sé heldur hátt hlutfall grænkera, samanborið við önnur lönd. Verslanir bjóða sífellt upp á meira magn af allskyns grænkerafæði og eftirspurnin leynir sér ekki. Hvers vegna vegan? Fólk gerist vegan af ýmsum ástæðum en þar má til dæmis nefna siðferðilegar, heilsufarslegar og umhverfislegar ástæður. Aðgengi að fjölbreyttu fæðuúrvali gerir það tiltölulega auðvelt að verða grænkeri og í dag er það mun raunhæfari kostur en áður fyrr. Fortíðin Við vitum öll að án dýranna hefðum við Íslendingar líklega aldrei lifað af. Mjólkin, kjötið og aðrar dýraafurðir voru okkur lífsnauðsynleg næring sem ekki var auðveldlega hægt að sneiða framhjá, en í dag er öldin önnur. Matvörubúðir eru fullar af hollum og góðum mat sem ekki kemur úr dýraríkinu. Raunar óhollum mat líka, ef því ber að skipta. Framtíðin Við vitum það líka í dag að mjólkin er ekki alveg jafn holl og við töldum hér áður fyrr, auk þess er auðvelt að finna henni umhverfisvænni staðgengil. Margt hefur breyst í landbúnaði og dýr eru fyrst og fremst alin upp til manneldis á sem hagkvæmasta máta. Það sem er hagkvæmast fyrir okkur er þó ekki endilega farsælast fyrir dýrin. Á Íslandi komumst við til dæmis að því nýverið að legusár fundust á svínum í ansi mörgum svínabúum landsins. Auk þess kolféll ímynd okkar um hamingjusömu hænuna þegar Kastljós tók Brúneggjaumræðuna fyrir á svo eftirminnilegan hátt. Aðgengi upplýsinga um kjöt- og mjólkuriðnaðinn hefur stóraukist. Ef fólk er tilbúið til þess að horfast í augu við hann, þá hefur það greiðan aðgang að þeim upplýsingum á netinu. Því miður eru sláturhúsin þó ekki fús við að leyfa fólki að taka upp það sem þar fer fram. Eitt sinn heyrði ég að „ef að sláturhús væru gerð úr glerveggjum værum við öll vegan“. Kannski er eitthvað til í því? Samfélagið okkar á Íslandi endurspeglar alltaf að einhverju leyti gamlan veruleika. Breytingar taka tíma. Við þurfum stundum að staldra aðeins við, þora að efast um það sem okkur þykir almennt svo sjálfsagt og fylgja eigin sannfæringu. En þá er það stóra spurningin, hvernig ætlum við að takast á við þessar breyttu samfélagsvenjur? Hvenær gefst gott tækifæri til endurskoðunar á lagaumgjörðinni og viðhorfum fólks í kringum neyslu dýra- og dýraafurða? Hvað nú? Á viðburðinum Mataræði og mannréttindi verður leitast eftir því að svara spurningunni „Ættu ríki og sveitarfélög að stuðla að neyslu almennings á grænkerafæði?“ Því og fleiru verður svarað af fólki úr ábyrgðarstöðum ríkis og sveitarfélaga. Í pallborði verða þær Salvör Nordal, umboðsmaður barna, Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingiskona, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Embætti Landlæknis, og Hildur Harðardóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði loftslagsmála og græns samfélags. Viðburðurinn er haldinn í tengslum við Veganúar og er í boði Samtaka Grænkera á Íslandi. Hann er haldinn í kvöld að Túngötu 14 klukkan 20:00, allir eru velkomnir.Höfundur er félagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Brúneggjamálið Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Grænkerum (vegan fólki) fer sífjölgandi í heiminum og þar eru Íslendingar sannarlega ekki að draga lappirnar. Heyrst hefur að hér á landi sé heldur hátt hlutfall grænkera, samanborið við önnur lönd. Verslanir bjóða sífellt upp á meira magn af allskyns grænkerafæði og eftirspurnin leynir sér ekki. Hvers vegna vegan? Fólk gerist vegan af ýmsum ástæðum en þar má til dæmis nefna siðferðilegar, heilsufarslegar og umhverfislegar ástæður. Aðgengi að fjölbreyttu fæðuúrvali gerir það tiltölulega auðvelt að verða grænkeri og í dag er það mun raunhæfari kostur en áður fyrr. Fortíðin Við vitum öll að án dýranna hefðum við Íslendingar líklega aldrei lifað af. Mjólkin, kjötið og aðrar dýraafurðir voru okkur lífsnauðsynleg næring sem ekki var auðveldlega hægt að sneiða framhjá, en í dag er öldin önnur. Matvörubúðir eru fullar af hollum og góðum mat sem ekki kemur úr dýraríkinu. Raunar óhollum mat líka, ef því ber að skipta. Framtíðin Við vitum það líka í dag að mjólkin er ekki alveg jafn holl og við töldum hér áður fyrr, auk þess er auðvelt að finna henni umhverfisvænni staðgengil. Margt hefur breyst í landbúnaði og dýr eru fyrst og fremst alin upp til manneldis á sem hagkvæmasta máta. Það sem er hagkvæmast fyrir okkur er þó ekki endilega farsælast fyrir dýrin. Á Íslandi komumst við til dæmis að því nýverið að legusár fundust á svínum í ansi mörgum svínabúum landsins. Auk þess kolféll ímynd okkar um hamingjusömu hænuna þegar Kastljós tók Brúneggjaumræðuna fyrir á svo eftirminnilegan hátt. Aðgengi upplýsinga um kjöt- og mjólkuriðnaðinn hefur stóraukist. Ef fólk er tilbúið til þess að horfast í augu við hann, þá hefur það greiðan aðgang að þeim upplýsingum á netinu. Því miður eru sláturhúsin þó ekki fús við að leyfa fólki að taka upp það sem þar fer fram. Eitt sinn heyrði ég að „ef að sláturhús væru gerð úr glerveggjum værum við öll vegan“. Kannski er eitthvað til í því? Samfélagið okkar á Íslandi endurspeglar alltaf að einhverju leyti gamlan veruleika. Breytingar taka tíma. Við þurfum stundum að staldra aðeins við, þora að efast um það sem okkur þykir almennt svo sjálfsagt og fylgja eigin sannfæringu. En þá er það stóra spurningin, hvernig ætlum við að takast á við þessar breyttu samfélagsvenjur? Hvenær gefst gott tækifæri til endurskoðunar á lagaumgjörðinni og viðhorfum fólks í kringum neyslu dýra- og dýraafurða? Hvað nú? Á viðburðinum Mataræði og mannréttindi verður leitast eftir því að svara spurningunni „Ættu ríki og sveitarfélög að stuðla að neyslu almennings á grænkerafæði?“ Því og fleiru verður svarað af fólki úr ábyrgðarstöðum ríkis og sveitarfélaga. Í pallborði verða þær Salvör Nordal, umboðsmaður barna, Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingiskona, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Embætti Landlæknis, og Hildur Harðardóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði loftslagsmála og græns samfélags. Viðburðurinn er haldinn í tengslum við Veganúar og er í boði Samtaka Grænkera á Íslandi. Hann er haldinn í kvöld að Túngötu 14 klukkan 20:00, allir eru velkomnir.Höfundur er félagsfræðingur.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun