Formaður Landssambands lögreglumanna undrandi á ákæru á hendur lögreglumanni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2019 20:24 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, er undrandi á ákæru sem embætti héraðssaksóknara gaf út á hendur lögreglumanni á Suðurlandi. Var lögreglumaðurinn ákærður fyrir gáleysi og brot í starfi með því að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum þegar hann þvingaði bíl út af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Snorri var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagðist hann undrandi á ákærunni þar sem aðferðin sem lögreglumaðurinn hafi beitt sé viðurkennd þegar komi að því að stöðva bifreiðar á flótta undan lögreglu, bæði hérlendis og á öðrum vesturlöndum. Í viðtalinu segir Snorri að maðurinn hafi verið á flótta undan lögreglu og kominn út í almenna umferð. Hann segir augljóst að af því hljóti að skapast hætta og bendir á þann mikla fjölda erlendra ferðamanna á bílaleigubílum sem finna megi í umferðinni, ásamt fleiru. „Ég veit ekki hvernig lögregla á að bregðast við í svona málum í framtíðinni ef að þær starfsaðferðir sem kenndar hafa verið teljast allt í einu vera gáleysi, ég átta mig ekki alveg á því.“ Snorri kveðst ekki þess kunnugur að mál af svipuðum toga hafi ratað dómstólaleiðina og segir lögreglu í fjöldamörg ár hafa beitt þessari aðferð við að stöðva för fólks. Þá staðfestir Snorri að lögreglumaðurinn sem um ræðir hafi hlotið sérþjálfun í hvernig eigi að stöðva för ökutækja sem lögregla veitir eftirför.Ef þetta verður dæmd ólögmæt stöðvun, í hvaða stöðu er lögreglan þá?„Ja, þá er ljóst að það þarf að fara að taka upp einhverjar aðrar vinnuaðferðir við þetta og kenna þær þá ítarlega. Ég veit ekki hvaða aðferðir það ættu að vera sem við gætum verið að taka upp, öðruvísi eða betri en þær sem kenndar eru úti um allan hinn vestræna heim. Ég get bara ekki svarað því,“ sagði Snorri. Viðtalið við Snorra má heyra í heild sinni hér að neðan. Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, er undrandi á ákæru sem embætti héraðssaksóknara gaf út á hendur lögreglumanni á Suðurlandi. Var lögreglumaðurinn ákærður fyrir gáleysi og brot í starfi með því að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum þegar hann þvingaði bíl út af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Snorri var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagðist hann undrandi á ákærunni þar sem aðferðin sem lögreglumaðurinn hafi beitt sé viðurkennd þegar komi að því að stöðva bifreiðar á flótta undan lögreglu, bæði hérlendis og á öðrum vesturlöndum. Í viðtalinu segir Snorri að maðurinn hafi verið á flótta undan lögreglu og kominn út í almenna umferð. Hann segir augljóst að af því hljóti að skapast hætta og bendir á þann mikla fjölda erlendra ferðamanna á bílaleigubílum sem finna megi í umferðinni, ásamt fleiru. „Ég veit ekki hvernig lögregla á að bregðast við í svona málum í framtíðinni ef að þær starfsaðferðir sem kenndar hafa verið teljast allt í einu vera gáleysi, ég átta mig ekki alveg á því.“ Snorri kveðst ekki þess kunnugur að mál af svipuðum toga hafi ratað dómstólaleiðina og segir lögreglu í fjöldamörg ár hafa beitt þessari aðferð við að stöðva för fólks. Þá staðfestir Snorri að lögreglumaðurinn sem um ræðir hafi hlotið sérþjálfun í hvernig eigi að stöðva för ökutækja sem lögregla veitir eftirför.Ef þetta verður dæmd ólögmæt stöðvun, í hvaða stöðu er lögreglan þá?„Ja, þá er ljóst að það þarf að fara að taka upp einhverjar aðrar vinnuaðferðir við þetta og kenna þær þá ítarlega. Ég veit ekki hvaða aðferðir það ættu að vera sem við gætum verið að taka upp, öðruvísi eða betri en þær sem kenndar eru úti um allan hinn vestræna heim. Ég get bara ekki svarað því,“ sagði Snorri. Viðtalið við Snorra má heyra í heild sinni hér að neðan.
Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08