Ófær um að eignast afkvæmi vegna of lítils lims Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2019 19:13 Hektor mun að öllum líkindum ekki feðra nein afkvæmi. CEN/Zoo Poznan Nær fimmtugur caiman-krókódíll í Poznan dýragarðinum í Póllandi er ófær um að geta sér afkvæmi sökum óvenjulegs getnaðarlims hans. Krókódíllinn er einfaldlega með of lítinn lim. Krókódíllinn Hektor og maki hans, Luiza, hafa verið saman í dýragarðinum í að verða fimmtíu ár. Á þeim tíma hafa þau margsinnis reynt að fjölga sér en án árangurs. Krókódílaparið hefur fylgst að í gegnum ævina frá því þau komu í dýragarðinn í pólsku borginni árið 1973. Dýrgarðsstarfsfólki hafði lengi verið hulin ráðgáta hvers vegna skriðdýrin tvö hafi ekki getað eignast afkvæmi þar sem parið makist reglulega að sögn starfsfólks og hamagangurinn verði oft slíkur að vatnið í búri dýranna breytist hreinlega í froðu. Vandamál Hektors kom í ljós á dögunum þegar sérfróðir dýralæknar frá Þýskalandi komu til að líta á Hektor, en hann hafði verið lystarlaus og ekki viljað borða. Við skoðun kom í ljós að ekkert amaði að Hektori, en dýralæknarnir tóku þó eftir því að getnaðarlimur hans væri of lítill til þess að hann gæti getið afkvæmi. Í ofanálag við vandamál Hektors er parið nú talið of gamalt til þess að geta afkvæmi. Því verða Hektor og Luiza að láta sér félagsskap hvors annars nægja. Ekki er líklegt að afkvæmaleysið trufli þau skötuhjúin mikið, en þau eru afar hænd hvort að öðru miðað við tegund. Nánast óþekkt er að caiman-krókódílar makist til lífstíðar í sínu náttúrulega umhverfi.Hektor og Luiza hafa fylgst að í tæp fimmtíu ár.CEN/Zoo Poznan Dýr Pólland Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Nær fimmtugur caiman-krókódíll í Poznan dýragarðinum í Póllandi er ófær um að geta sér afkvæmi sökum óvenjulegs getnaðarlims hans. Krókódíllinn er einfaldlega með of lítinn lim. Krókódíllinn Hektor og maki hans, Luiza, hafa verið saman í dýragarðinum í að verða fimmtíu ár. Á þeim tíma hafa þau margsinnis reynt að fjölga sér en án árangurs. Krókódílaparið hefur fylgst að í gegnum ævina frá því þau komu í dýragarðinn í pólsku borginni árið 1973. Dýrgarðsstarfsfólki hafði lengi verið hulin ráðgáta hvers vegna skriðdýrin tvö hafi ekki getað eignast afkvæmi þar sem parið makist reglulega að sögn starfsfólks og hamagangurinn verði oft slíkur að vatnið í búri dýranna breytist hreinlega í froðu. Vandamál Hektors kom í ljós á dögunum þegar sérfróðir dýralæknar frá Þýskalandi komu til að líta á Hektor, en hann hafði verið lystarlaus og ekki viljað borða. Við skoðun kom í ljós að ekkert amaði að Hektori, en dýralæknarnir tóku þó eftir því að getnaðarlimur hans væri of lítill til þess að hann gæti getið afkvæmi. Í ofanálag við vandamál Hektors er parið nú talið of gamalt til þess að geta afkvæmi. Því verða Hektor og Luiza að láta sér félagsskap hvors annars nægja. Ekki er líklegt að afkvæmaleysið trufli þau skötuhjúin mikið, en þau eru afar hænd hvort að öðru miðað við tegund. Nánast óþekkt er að caiman-krókódílar makist til lífstíðar í sínu náttúrulega umhverfi.Hektor og Luiza hafa fylgst að í tæp fimmtíu ár.CEN/Zoo Poznan
Dýr Pólland Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira