Skoðun

Afsakið ruglinginn

Þórlindur Kjartansson skrifar
Í pistli mínum í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag fór ég helst til glannalega (og rangt) með stórskemmtilega frásögn úr stórvirkinu Saga daganna eftir dr. Árna Björnsson. Í gær birtist í blaðinu athugasemd frá höfundi þar sem hann átelur mig fyrir þessi mistök og skýrir frá hinu rétta í málinu.

Ég bið Árna Björnsson velvirðingar á að hafa ranghermt úr bókinni hluta frásagnarinnar. Sömuleiðis vona ég að ekki falli blettur á nafn síra Jóns Halldórssonar þótt ég hafi reynt að vera fyndinn á hans kostnað í skrifum mínum. Sagnfræðingar framtíðarinnar hafa vonandi vit á því að taka pistlaskrifum mínum almennt með miklum fyrirvara, en leggja trúnað sinn frekar við vandaða fræðimenn á borð við Árna.

Dr. Árna Björnssyni þakka ég fyrir leiðréttinguna—og einnig fyrir ævistarf sitt sem hefur verið mér óþrjótandi uppspretta skemmtunar og fræðslu í gegnum tíðina. Ég skal vanda mig betur næst.


Tengdar fréttir

Fyrsta íslenska trollið

Eflaust hefðu margir útlendingar rekið upp stór augu í morgun ef þeir voru snemma á vappi.

Þorrahlaup Þórlinds

Ég sé mig knúinn til að gera alvarlega athugasemd við pistil Þórlinds Kjartanssonar á 9. síðu Fréttablaðsins 25. janúar 2019.




Skoðun

Skoðun

Þúsundir kusu Sönnu

Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar

Sjá meira


×