„Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 12:02 Henry Alexander Henrysson var afráttarlaus í umræðu um Klaustursmálið í Silfrinu á RÚV í morgun. Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. Þá segir hann að kjörnir fulltrúar geti hreinlega ekki leyft sér að hafa skoðanir á borð við þær sem látnar voru í ljós á upptökunum. Henry var afdráttarlaus í greiningu sinni á endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun en þingmennirnir sneru aftur á þing í vikunni með miklum látum.Grundvallarspurningar um lýðræði Henry sagði það afar eftirtektarvert hvaða ástæður Gunnar Bragi og Bergþór hefðu gefið fyrir ákvörðun sinni um að koma aftur til starfa. Þeir hafa báðir sagst gegna skyldu gagnvart kjósendum sínum og því ákveðið að mæta til vinnu á þinginu en Henry setti spurningamerki við þær röksemdafærslur. „Hvernig þeir lýsa því að þeir hafi enn þá trúverðugleika frá sínum kjósendum, sínum hópum. Að það hafi einhverjir hringt í þá, og svo framvegis, að þeir hafi talað við sitt fólk. Þetta eru bara grundvallarspurningar um lýðræði. Þurfa alþingismenn bara að vera trúverðugir í augum sinna kjósenda, sinna vina, eða þurfa þeir að vera trúverðugir í augum almennings?“ spurði Henry.Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti til vinnu á fimmtudaginn í fyrsta sinn eftir að upptökurnar á Klaustri voru gerðar opinberar.Vísir/VilhelmEins og rekaviðardrumbar í öldurótinu Hann sagði þá Gunnar Braga og Bergþór óhjákvæmilega hafa tapað trúverðugleika sínum. „Ég held að í þessu tilviki sé það þannig að þessir tveir þingmenn, svo við tölum um þá því þeir hafa verið í fréttum í vikunni, ég held að þeir hafi tapað sínum trúverðugleika. Það er ekkert hægt að komast fram hjá því, ég held við séum öll sammála um það. Þeir fá hann ekki auðveldlega aftur og ég held þeir séu ekki að öðlast hann aftur með sínum viðbrögðum í vikunni.“ Þá taldi Henry að erfitt yrði fyrir umrædda þingmenn að starfa áfram inni á þingi þar sem þeir yrðu líklega alltaf litaðir Klaustursmálinu. „Ég er voða hræddur um að, af því að ég er hræddur um að þeir hafi tapað sínum trúverðugleika, að ef þeir ætla að sitja inni á alþingi núna að þá verði þeir eins og einhverjir rekaviðardrumbar sem skolast til í öldurótinu næstu ár.“ „Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Auk þess lýsti hann yfir áhyggjum af skilningsleysinu sem virtist loða við viðbrögð Miðflokksmanna í málinu. Þingmennirnir hafa stillt sér upp sem fórnarlömbum og vísað til þess að þeir hafi verið teknir ólöglega upp á Klaustri í nóvember. „Það er líka lykilatriði í þessu sem ég held að megi ekki gleymast. Það er að kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir. Þeir geta ekki leyft sér þetta. Þetta er bara ekki í boði, hvort sem þetta hefði farið út eða ekki,“ sagði Henry. „Þetta skilningsleysi sem kemur svo í ljós í öllum viðbrögðum þeirra, það er það sem ég hef mestar áhyggjur af í þessu.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. 26. janúar 2019 14:14 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. Þá segir hann að kjörnir fulltrúar geti hreinlega ekki leyft sér að hafa skoðanir á borð við þær sem látnar voru í ljós á upptökunum. Henry var afdráttarlaus í greiningu sinni á endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun en þingmennirnir sneru aftur á þing í vikunni með miklum látum.Grundvallarspurningar um lýðræði Henry sagði það afar eftirtektarvert hvaða ástæður Gunnar Bragi og Bergþór hefðu gefið fyrir ákvörðun sinni um að koma aftur til starfa. Þeir hafa báðir sagst gegna skyldu gagnvart kjósendum sínum og því ákveðið að mæta til vinnu á þinginu en Henry setti spurningamerki við þær röksemdafærslur. „Hvernig þeir lýsa því að þeir hafi enn þá trúverðugleika frá sínum kjósendum, sínum hópum. Að það hafi einhverjir hringt í þá, og svo framvegis, að þeir hafi talað við sitt fólk. Þetta eru bara grundvallarspurningar um lýðræði. Þurfa alþingismenn bara að vera trúverðugir í augum sinna kjósenda, sinna vina, eða þurfa þeir að vera trúverðugir í augum almennings?“ spurði Henry.Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti til vinnu á fimmtudaginn í fyrsta sinn eftir að upptökurnar á Klaustri voru gerðar opinberar.Vísir/VilhelmEins og rekaviðardrumbar í öldurótinu Hann sagði þá Gunnar Braga og Bergþór óhjákvæmilega hafa tapað trúverðugleika sínum. „Ég held að í þessu tilviki sé það þannig að þessir tveir þingmenn, svo við tölum um þá því þeir hafa verið í fréttum í vikunni, ég held að þeir hafi tapað sínum trúverðugleika. Það er ekkert hægt að komast fram hjá því, ég held við séum öll sammála um það. Þeir fá hann ekki auðveldlega aftur og ég held þeir séu ekki að öðlast hann aftur með sínum viðbrögðum í vikunni.“ Þá taldi Henry að erfitt yrði fyrir umrædda þingmenn að starfa áfram inni á þingi þar sem þeir yrðu líklega alltaf litaðir Klaustursmálinu. „Ég er voða hræddur um að, af því að ég er hræddur um að þeir hafi tapað sínum trúverðugleika, að ef þeir ætla að sitja inni á alþingi núna að þá verði þeir eins og einhverjir rekaviðardrumbar sem skolast til í öldurótinu næstu ár.“ „Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Auk þess lýsti hann yfir áhyggjum af skilningsleysinu sem virtist loða við viðbrögð Miðflokksmanna í málinu. Þingmennirnir hafa stillt sér upp sem fórnarlömbum og vísað til þess að þeir hafi verið teknir ólöglega upp á Klaustri í nóvember. „Það er líka lykilatriði í þessu sem ég held að megi ekki gleymast. Það er að kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir. Þeir geta ekki leyft sér þetta. Þetta er bara ekki í boði, hvort sem þetta hefði farið út eða ekki,“ sagði Henry. „Þetta skilningsleysi sem kemur svo í ljós í öllum viðbrögðum þeirra, það er það sem ég hef mestar áhyggjur af í þessu.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. 26. janúar 2019 14:14 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00
Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00
Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. 26. janúar 2019 14:14
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent