Víkingur vann 1-0 sigur á Leikni í Reykjavíkurmótinu er liðin mættust í A-riðlinum í Egilshöllinni í dag.
Eina mark leiksins skoraði James Mack á sautjándu mínútu en hann skrifaði undir samning við Víking í gær. Hann kemur frá Vestra.
Víkingur endar í öðru sæti riðilsins með sex stig en Leiknir endar riðilinn með fjögur stig í fjórða sætinu. Fjölnir er á toppnum með fullt hús en nú er í gangi leikur Vals og ÍR.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
Samdi við Víking í gær og skoraði sigurmarkið í dag
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
