Segir þjóðarsjóð ranga forgangsröðun Sveinn Arnarsson skrifar 26. janúar 2019 07:00 Frosti er fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Mér finnst bara forgangsröðunin röng. Það er ekki kominn tími til að fara að leggja í sjóð erlendis. Ég skil það að mönnum gengur gott til en þetta er ekki góð ráðstöfun að mínu mati,“ segir Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, um frumvarp fjármálaráðherra um þjóðarsjóð. Frosti sem situr nú í bankaráði Seðlabankans sendi í vikunni efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um frumvarpið þar sem hann hvetur alþingismenn til að hafna frumvarpinu. Hann segir að það sé mikilvægara að halda áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs sem séu 600 milljarðar auk þess sem lífeyrisskuldbindingar nemi um 620 milljörðum. „Þessar skuldir bera allar vexti sem skattgreiðendur þurfa að bera.“ Nú þegar eigi ríkið hreinan gjaldeyrisvaraforða upp á 670 milljarða en markmiðið sé að framtíðarstærð þjóðarsjóðsins verði 250-300 milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu er markmið sjóðsins að treysta stöðu ríkissjóðs til að geta mætt ófyrirséðum áföllum. „Ég spyr mig að því hvort við séum búin að gera allt annað sem þarf að vera til taks. Við höfum ekki fjárfest í þeim öryggis- og viðlagabúnaði sem þarf í landi þar sem náttúruhamfarir eru tíðar.“ Í því samhengi nefnir hann nauðsyn þess að koma upp varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll og uppbyggingu raforku- og heilbrigðiskerfisins. „Svo er óþarfi að setja sérstaka stjórn yfir svona sjóð. Seðlabankinn er að varsla 700 milljarða sjóði og er með allan búnað og þekkingu til þess. Að mínu mati eru fjárfestingarheimildir sjóðsins samkvæmt frumvarpinu líka mjög glannalegar.“ Vísar Frosti í ákvæði um hámarksávöxtun og heimild til að taka áhættu með afleiðuviðskiptum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Mér finnst bara forgangsröðunin röng. Það er ekki kominn tími til að fara að leggja í sjóð erlendis. Ég skil það að mönnum gengur gott til en þetta er ekki góð ráðstöfun að mínu mati,“ segir Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, um frumvarp fjármálaráðherra um þjóðarsjóð. Frosti sem situr nú í bankaráði Seðlabankans sendi í vikunni efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um frumvarpið þar sem hann hvetur alþingismenn til að hafna frumvarpinu. Hann segir að það sé mikilvægara að halda áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs sem séu 600 milljarðar auk þess sem lífeyrisskuldbindingar nemi um 620 milljörðum. „Þessar skuldir bera allar vexti sem skattgreiðendur þurfa að bera.“ Nú þegar eigi ríkið hreinan gjaldeyrisvaraforða upp á 670 milljarða en markmiðið sé að framtíðarstærð þjóðarsjóðsins verði 250-300 milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu er markmið sjóðsins að treysta stöðu ríkissjóðs til að geta mætt ófyrirséðum áföllum. „Ég spyr mig að því hvort við séum búin að gera allt annað sem þarf að vera til taks. Við höfum ekki fjárfest í þeim öryggis- og viðlagabúnaði sem þarf í landi þar sem náttúruhamfarir eru tíðar.“ Í því samhengi nefnir hann nauðsyn þess að koma upp varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll og uppbyggingu raforku- og heilbrigðiskerfisins. „Svo er óþarfi að setja sérstaka stjórn yfir svona sjóð. Seðlabankinn er að varsla 700 milljarða sjóði og er með allan búnað og þekkingu til þess. Að mínu mati eru fjárfestingarheimildir sjóðsins samkvæmt frumvarpinu líka mjög glannalegar.“ Vísar Frosti í ákvæði um hámarksávöxtun og heimild til að taka áhættu með afleiðuviðskiptum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira