Lilju var brugðið að sjá Klausturþingmenn mætta án fyrirvara Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2019 19:21 Þingmenn Miðflokksins létu Lilju ekki vita að þeir hygðust snúa aftur á þing í gær. Vísir/Vilhelm Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. Hún ætlar hins vegar ekki að láta þá trufla sig og skorar á aðra þingmenn að láta þá ekki gera það heldur. Samkvæmt þeim upptökum sem Bára Halldórsdóttir gerði af samræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þáverandi þingmanna Flokks fólksins á Klausturbarnum var mest talað ruddalega um Ingu Sæland og Lilju Alfreðsdóttur. Það var greinilegt þegar fylgst var með þingfundi í gær að Lilju var brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason mætta fyrirvaralaust á ný til þingstarfa. „Já það er rétt mér brá og tel að það hefði verið skynsamlegt að við hefðum verið látin vita. En það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að við erum kosin á Alþingi til að vinna að sinna umbótamálum fyrir íslenska þjóð,” segir Lilja. Það hafi hún gert og ætli sér að gera það áfram. „Og mér finnst rosalega mikilvægt að við fáum að fylgja því eftir og getum unnið á Alþingi Íslendinga í samræmi við það að við séum kosin til að vinna að umbótamálum. Ég segi; umbótamálin þau þurfa að vera á dagskrá.”Þú ert með öðrum orðum að segja að þú ætlir ekki að láta þessa menn trufla þig við þín störf?„Nei, það ætla ég svo sannarlega ekki að gera,” segir Lilja. Allir þessir menn hafi hver með sínum hætti beðið hana afsökunar á sóðalegu orðbragði þeirra í hennar garð.Hefur þú fyrirgefið þessum mönnum sem þú segir að hafi beðið þig afsökunar?„Eins og ég segi; ég er auðvitað bara að melta allt þetta. Við þurfum einhvern veginn öll að halda áfram. Það ætla ég að gera og það munu þeir gera. Mér finnst mjög brýnt eins og ég segi; að við séum að setja stóru málin á dagskrá,” segir Lilja Alfreðsdóttir. Viðtalið við Lilju má sjá í spilaranum hér að neðan. Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. Hún ætlar hins vegar ekki að láta þá trufla sig og skorar á aðra þingmenn að láta þá ekki gera það heldur. Samkvæmt þeim upptökum sem Bára Halldórsdóttir gerði af samræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þáverandi þingmanna Flokks fólksins á Klausturbarnum var mest talað ruddalega um Ingu Sæland og Lilju Alfreðsdóttur. Það var greinilegt þegar fylgst var með þingfundi í gær að Lilju var brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason mætta fyrirvaralaust á ný til þingstarfa. „Já það er rétt mér brá og tel að það hefði verið skynsamlegt að við hefðum verið látin vita. En það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að við erum kosin á Alþingi til að vinna að sinna umbótamálum fyrir íslenska þjóð,” segir Lilja. Það hafi hún gert og ætli sér að gera það áfram. „Og mér finnst rosalega mikilvægt að við fáum að fylgja því eftir og getum unnið á Alþingi Íslendinga í samræmi við það að við séum kosin til að vinna að umbótamálum. Ég segi; umbótamálin þau þurfa að vera á dagskrá.”Þú ert með öðrum orðum að segja að þú ætlir ekki að láta þessa menn trufla þig við þín störf?„Nei, það ætla ég svo sannarlega ekki að gera,” segir Lilja. Allir þessir menn hafi hver með sínum hætti beðið hana afsökunar á sóðalegu orðbragði þeirra í hennar garð.Hefur þú fyrirgefið þessum mönnum sem þú segir að hafi beðið þig afsökunar?„Eins og ég segi; ég er auðvitað bara að melta allt þetta. Við þurfum einhvern veginn öll að halda áfram. Það ætla ég að gera og það munu þeir gera. Mér finnst mjög brýnt eins og ég segi; að við séum að setja stóru málin á dagskrá,” segir Lilja Alfreðsdóttir. Viðtalið við Lilju má sjá í spilaranum hér að neðan.
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00
Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47
Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30