Túttur; olía á striga Sif Sigmarsdóttir skrifar 26. janúar 2019 08:00 Öldruð kona féll í yfirlið á forsýningu nýs leikrits í Breska þjóðleikhúsinu í síðustu viku. Grófar kynlífssenur og ofbeldi í verkinu fóru fyrir brjóstið á mörgum í áhorfendasalnum. Hollywood stjarnan Cate Blanchett sem fer með aðalhlutverk í sýningunni sagði í viðtali við The Guardian að hún liti svo á að „leikhús ætti að ögra“.Auðir veggir Fyrir nokkrum árum flakkaði ég milli listagallería Chelsea hverfis í New York í hópi góðra vina. Við flissuðum að fáránleika sumra verkanna og skeggræddum önnur milli þess sem við litum á klukkuna og biðum eftir að „cocktail hour“ hæfist. Í einu galleríanna blöstu við okkur auðir veggir. Þegar betur var að gáð kom í ljós að veggirnir voru ekki auðir. Þeir voru þaktir sæði karlmanna. Listamaðurinn Andreas Slominski hafði auglýst eftir körlum á Craigslist sem voru reiðubúnir – reðurbúnir – til að mæta í galleríið og láta af hendi rakna framlag til verksins. Ekki var talað um annað yfir kokteilunum.Ritskoðun, púritanismi og tepruskapur Nýverið voru nektarmyndir eftir Gunnlaug Blöndal fjarlægðar af veggjum Seðlabanka Íslands. Málverkin af barmgóðum módelum höfðu farið fyrir brjóstið á starfsmönnum. Athæfið vakti hörð viðbrögð listunnenda sem sögðu það jafnast á við að brenna bækur. Bandalag íslenskra listamanna kallaði ákvörðun Seðlabankans ritskoðun, púritanisma og tepruskap. Ég verð að viðurkenna að ég var ein þeirra sem stóðu á öndinni af vandlætingu eftir fyrstu fréttir af ákvörðun Seðlabankans. Hvílíkur plebbaháttur! En þegar ég staldraði við og hugsaði málið blasti við mér ískaldur mergurinn málsins. Mér að óvörum var hann ekki: Túttur; olía á striga. Kjarnann fann ég þegar ég leit í eigin barm og sá þar hornstein skoðunar minnar á stóra málverkahneykslinu: Minn eigin andlausa menningarhroka.Júllur annarra kvenna Fyrir ári bárust fréttir af því að Síldarvinnslan hefði bannað starfsmönnum að hengja upp dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum. Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði í viðtali að mikilvægt væri að bregðast við karllægu vinnuumhverfi í sjávarútvegi og hann vildi „að konum sem vinna hjá Síldarvinnslunni líði vel“. Framtakið mæltist vel fyrir. Ekki var minnst einu orði á bókabrennur og púritanisma. Þeir sem sjá djúpstæðan mun á því að skreyta veggi vinnustaðar með annars vegar fáklæddum konum sem flatmaga munúðarfullar, berar að ofan, í töfraveröld úr olíu á striga þar sem lögmál fagurfræðinnar trompa lögmál náttúrunnar og ekki einu sinni þyngdaraflið bítur á bústna barma og hins vegar fáklæddum konum í dagatali þar sem sílikon heldur brjóstunum stinnum eru blindaðir af snobbi. Brjóst eru brjóst. Ef við ákveðum sem samfélag að þegar kona gengur á fund yfirmanns síns – hvort sem það er í Seðlabankanum eða Síldarvinnslunni – með aldalanga hlutgervingu kvenkynsins á bakinu að henni sé hlíft við því að hafa júllur annarra kvenna í smettinu á meðan hún reynir að sýna fram á að hún er meira en bara brjóst er enginn munur á Gunnlaugi Blöndal og Playboy dagatali. Að halda því fram að það sé staður og stund fyrir list er ekki ritskoðun. Fáir teldu það heilagan rétt leikhópsins sem stendur að klámfengnu leiksýningunni í Breska þjóðleikhúsinu sem varð til þess að leið yfir eldri konu að ryðjast inn á elliheimilið Grund og herma eftir kynlífi uns liði yfir alla vistmenn. Ef Breska þjóðleikhúsinu væri hins vegar bannað að setja upp umrætt leikverk vegna innihalds þess væri sannarlega um ritskoðun að ræða. Ef Andreas Slominski mætti í Kringluna með hóp karlmanna sem tæki að skreyta veggina með brundi er ólíklegt að sú krafa heyrðist að gestir og gangandi yrðu einfaldlega að umbera verknaðinn í nafni listræns frelsis. Líklegra er að hringt yrði á lögregluna. Sæðið tæki sig þó vafalaust ágætlega út á veggjum Gallerí Foldar. Þar væri hverjum sem er frjálst að fjárfesta í verkinu, fara með það heim og smella því á stofuvegginn við hliðina á Gunnlaugi Blöndal eða Playboy dagatali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Öldruð kona féll í yfirlið á forsýningu nýs leikrits í Breska þjóðleikhúsinu í síðustu viku. Grófar kynlífssenur og ofbeldi í verkinu fóru fyrir brjóstið á mörgum í áhorfendasalnum. Hollywood stjarnan Cate Blanchett sem fer með aðalhlutverk í sýningunni sagði í viðtali við The Guardian að hún liti svo á að „leikhús ætti að ögra“.Auðir veggir Fyrir nokkrum árum flakkaði ég milli listagallería Chelsea hverfis í New York í hópi góðra vina. Við flissuðum að fáránleika sumra verkanna og skeggræddum önnur milli þess sem við litum á klukkuna og biðum eftir að „cocktail hour“ hæfist. Í einu galleríanna blöstu við okkur auðir veggir. Þegar betur var að gáð kom í ljós að veggirnir voru ekki auðir. Þeir voru þaktir sæði karlmanna. Listamaðurinn Andreas Slominski hafði auglýst eftir körlum á Craigslist sem voru reiðubúnir – reðurbúnir – til að mæta í galleríið og láta af hendi rakna framlag til verksins. Ekki var talað um annað yfir kokteilunum.Ritskoðun, púritanismi og tepruskapur Nýverið voru nektarmyndir eftir Gunnlaug Blöndal fjarlægðar af veggjum Seðlabanka Íslands. Málverkin af barmgóðum módelum höfðu farið fyrir brjóstið á starfsmönnum. Athæfið vakti hörð viðbrögð listunnenda sem sögðu það jafnast á við að brenna bækur. Bandalag íslenskra listamanna kallaði ákvörðun Seðlabankans ritskoðun, púritanisma og tepruskap. Ég verð að viðurkenna að ég var ein þeirra sem stóðu á öndinni af vandlætingu eftir fyrstu fréttir af ákvörðun Seðlabankans. Hvílíkur plebbaháttur! En þegar ég staldraði við og hugsaði málið blasti við mér ískaldur mergurinn málsins. Mér að óvörum var hann ekki: Túttur; olía á striga. Kjarnann fann ég þegar ég leit í eigin barm og sá þar hornstein skoðunar minnar á stóra málverkahneykslinu: Minn eigin andlausa menningarhroka.Júllur annarra kvenna Fyrir ári bárust fréttir af því að Síldarvinnslan hefði bannað starfsmönnum að hengja upp dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum. Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði í viðtali að mikilvægt væri að bregðast við karllægu vinnuumhverfi í sjávarútvegi og hann vildi „að konum sem vinna hjá Síldarvinnslunni líði vel“. Framtakið mæltist vel fyrir. Ekki var minnst einu orði á bókabrennur og púritanisma. Þeir sem sjá djúpstæðan mun á því að skreyta veggi vinnustaðar með annars vegar fáklæddum konum sem flatmaga munúðarfullar, berar að ofan, í töfraveröld úr olíu á striga þar sem lögmál fagurfræðinnar trompa lögmál náttúrunnar og ekki einu sinni þyngdaraflið bítur á bústna barma og hins vegar fáklæddum konum í dagatali þar sem sílikon heldur brjóstunum stinnum eru blindaðir af snobbi. Brjóst eru brjóst. Ef við ákveðum sem samfélag að þegar kona gengur á fund yfirmanns síns – hvort sem það er í Seðlabankanum eða Síldarvinnslunni – með aldalanga hlutgervingu kvenkynsins á bakinu að henni sé hlíft við því að hafa júllur annarra kvenna í smettinu á meðan hún reynir að sýna fram á að hún er meira en bara brjóst er enginn munur á Gunnlaugi Blöndal og Playboy dagatali. Að halda því fram að það sé staður og stund fyrir list er ekki ritskoðun. Fáir teldu það heilagan rétt leikhópsins sem stendur að klámfengnu leiksýningunni í Breska þjóðleikhúsinu sem varð til þess að leið yfir eldri konu að ryðjast inn á elliheimilið Grund og herma eftir kynlífi uns liði yfir alla vistmenn. Ef Breska þjóðleikhúsinu væri hins vegar bannað að setja upp umrætt leikverk vegna innihalds þess væri sannarlega um ritskoðun að ræða. Ef Andreas Slominski mætti í Kringluna með hóp karlmanna sem tæki að skreyta veggina með brundi er ólíklegt að sú krafa heyrðist að gestir og gangandi yrðu einfaldlega að umbera verknaðinn í nafni listræns frelsis. Líklegra er að hringt yrði á lögregluna. Sæðið tæki sig þó vafalaust ágætlega út á veggjum Gallerí Foldar. Þar væri hverjum sem er frjálst að fjárfesta í verkinu, fara með það heim og smella því á stofuvegginn við hliðina á Gunnlaugi Blöndal eða Playboy dagatali.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun