Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2019 12:15 Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur þekkir Murat Arslan persónulega gegnum starf Alþjóðasamtaka dómara og segir hann hafa starfað af heilum hug að málefnum dómara. Vísir/Vilhelm Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. Murat Arslan var ekki einn þeirra þrjú þúsund dómara sem voru handteknir eftir hreinsanir Erdogans Tyrklandsforseta í kjölfar svokallaðs Gulen-máls sumarið 2016. Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur þekkir Murat Arslan persónulega gegnum starf Alþjóðasamtaka dómara og segir hann hafa starfað af heilum hug að málefnum dómara. Skúli segir að samtökin hafi leitast eftir því að veita tyrkneskum stjórnvöldum aðhald eftir að hreinsanir Erdogans hófust. Murat hélt áfram einhverjum samskiptum við Alþjóðasamtök dómara þó að hann vissi að því fylgdi áhætta fyrir sig persónulega. Eftir aðalfund Alþjóðasamtaka dómara í Mexíkó haustið 2017 sendi Murat tölvupóst þar sem hann þakkaði samtökunum fyrir stuðninginn. Stuttu síðar var hann handtekinn heima í Tyrklandi og hefur nú verið dæmdur í tíu ára fangelsi af ástæðum sem liggja ekki fyrir.Recep Tayyip Erdoğan forseti Tyrklands hefur ráðist til atlögu gegn öllum andstæðingum sínum, raunverulegum sem ímynduðum, frá því að ætlað valdarán í Tyrklandi misheppnaðist sumarið 2016. Alls hafa 4.000 dómarar verið handteknir frá þeim tíma.Vísir/EPALíklega sviptur eignum sínum Skúli segir að líklega hafi Murat Arslan hafi verið sviptur eignum sínum og að fjölskylda hans sé á vonarvöl. „Þetta eru um 4.000 dómarar eða fjórðungur allra tyrkneskra dómara sem hafa verið reknir. Þar með er ekki sagt að þeir hafi allir verið handteknir og settir í gæsluvarðhald. Það er talað um að 2.500 dómarar hafi verið handteknir og setið í gæsluvarðhaldi og núna erum við farin að sjá dóma yfir þessum mönnum. Auðvitað var maður að vonast til þess að þetta myndi leysast og menn yrðu ekki hafðir í haldi áfram þótt það væri búið að svipta þá embættinu,“ segir Skúli. Annað hafi svo komið á daginn því nýlegir dómar sýni að tyrknesk stjórnvöld ætli ekki að láta það duga að svipta dómarana embættum. Enn hærra hafi verið reitt til höggs eins og tíu ára fangelsisdómur yfir Murat Arslan er til vitnis um.Ingibjörg Þorsteinsdóttir er formaður Dómarafélags Íslands. Með henni á myndinni er Arnar Þór Jónsson héraðsdómari.Vísir/ANTONFunda með Guðlaugi Þór síðar í dag Skúli Magnússon mun ásamt Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, ganga á fund Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra til að vekja athygli á máli Murats. Munu þau óska eftir að ráðherra spyrjist fyrir um málið og grípi til viðeigandi aðgerða í framhaldi af því. Það eru ekki bara dómarar, embættismenn og fræðimenn sem eru fórnarlömb hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta því 230 blaðamenn hafa verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016 og 68 þeirra sitja nú í fangelsi. Tyrkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. Murat Arslan var ekki einn þeirra þrjú þúsund dómara sem voru handteknir eftir hreinsanir Erdogans Tyrklandsforseta í kjölfar svokallaðs Gulen-máls sumarið 2016. Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur þekkir Murat Arslan persónulega gegnum starf Alþjóðasamtaka dómara og segir hann hafa starfað af heilum hug að málefnum dómara. Skúli segir að samtökin hafi leitast eftir því að veita tyrkneskum stjórnvöldum aðhald eftir að hreinsanir Erdogans hófust. Murat hélt áfram einhverjum samskiptum við Alþjóðasamtök dómara þó að hann vissi að því fylgdi áhætta fyrir sig persónulega. Eftir aðalfund Alþjóðasamtaka dómara í Mexíkó haustið 2017 sendi Murat tölvupóst þar sem hann þakkaði samtökunum fyrir stuðninginn. Stuttu síðar var hann handtekinn heima í Tyrklandi og hefur nú verið dæmdur í tíu ára fangelsi af ástæðum sem liggja ekki fyrir.Recep Tayyip Erdoğan forseti Tyrklands hefur ráðist til atlögu gegn öllum andstæðingum sínum, raunverulegum sem ímynduðum, frá því að ætlað valdarán í Tyrklandi misheppnaðist sumarið 2016. Alls hafa 4.000 dómarar verið handteknir frá þeim tíma.Vísir/EPALíklega sviptur eignum sínum Skúli segir að líklega hafi Murat Arslan hafi verið sviptur eignum sínum og að fjölskylda hans sé á vonarvöl. „Þetta eru um 4.000 dómarar eða fjórðungur allra tyrkneskra dómara sem hafa verið reknir. Þar með er ekki sagt að þeir hafi allir verið handteknir og settir í gæsluvarðhald. Það er talað um að 2.500 dómarar hafi verið handteknir og setið í gæsluvarðhaldi og núna erum við farin að sjá dóma yfir þessum mönnum. Auðvitað var maður að vonast til þess að þetta myndi leysast og menn yrðu ekki hafðir í haldi áfram þótt það væri búið að svipta þá embættinu,“ segir Skúli. Annað hafi svo komið á daginn því nýlegir dómar sýni að tyrknesk stjórnvöld ætli ekki að láta það duga að svipta dómarana embættum. Enn hærra hafi verið reitt til höggs eins og tíu ára fangelsisdómur yfir Murat Arslan er til vitnis um.Ingibjörg Þorsteinsdóttir er formaður Dómarafélags Íslands. Með henni á myndinni er Arnar Þór Jónsson héraðsdómari.Vísir/ANTONFunda með Guðlaugi Þór síðar í dag Skúli Magnússon mun ásamt Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, ganga á fund Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra til að vekja athygli á máli Murats. Munu þau óska eftir að ráðherra spyrjist fyrir um málið og grípi til viðeigandi aðgerða í framhaldi af því. Það eru ekki bara dómarar, embættismenn og fræðimenn sem eru fórnarlömb hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta því 230 blaðamenn hafa verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016 og 68 þeirra sitja nú í fangelsi.
Tyrkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira