Skipasiglingar valda reiði í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2019 11:15 Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segja að til greina komi að senda flugmóðurskip til Taívan, sem myndi án efa valda usla í Kína. EPA/JEON HEON-KYUN Tveimur bandarískum herskipum var siglt um Taívan-sund í gær en siglingar sem þessar eru iðulega gagnrýndar af yfirvöldum í Kína. Kínverjar líta á Taívan sem hluta af ríki þeirra og hafa ekki útilokað að beita hervaldi til þvinga sameiningu ríkjanna. Bandarískum herskipum var siglt um svæðið þrisvar sinnum í fyrra og segja yfirvöld Í bandaríkjunum að til greina komi að fljúga flugmóðurskipi um svæðið, þrátt fyrir að Kínverjar hafi þróað sérstakar eldflaugar til að granda stórum herskipum.Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipumForsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segja siglingum sem þessum ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Það er þó ljóst að Bandaríkin hafa fjölgað siglingum á svæðinu og þá sérstaklega um Suður-Kínahaf, þar sem yfirvöld í Kína hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Heilu eyjurnar hafa verið byggðar upp sem og flotastöðvar og flugvellir og hefur vopnum verið komið þar fyrir. Kínverjar hafa beitt Taívan auknum þrýstingi á síðustu árum eftir að Tsai Ing-wen tók við embætti forseta landsins árið 2016. Hún er sjálfstæðissinni. Síðan þá hafa yfirvöld í Kína reglulega sent herflugvélar og skip í kringum Taívan. Fyrr í gær hafði herþotum og sprengjuflugvélum verið flogið fram hjá Taívan, samkvæmt Varnarmálaráðuneyti landsins. Talskona Utanríkisráðuneyti Kína segir siglinguna vera áhyggjuefni og hvatti hún Bandaríkin til að fylgja „eitt Kína“ stefnunni. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa sífellt auknar áhyggjur af því að Kínverjar geri innrás í Taívan. Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumKínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Ríkin hafa gert varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan vopn. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í byrjun árs að til greina kæmi að gera innrás í Taívan. Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sjá meira
Tveimur bandarískum herskipum var siglt um Taívan-sund í gær en siglingar sem þessar eru iðulega gagnrýndar af yfirvöldum í Kína. Kínverjar líta á Taívan sem hluta af ríki þeirra og hafa ekki útilokað að beita hervaldi til þvinga sameiningu ríkjanna. Bandarískum herskipum var siglt um svæðið þrisvar sinnum í fyrra og segja yfirvöld Í bandaríkjunum að til greina komi að fljúga flugmóðurskipi um svæðið, þrátt fyrir að Kínverjar hafi þróað sérstakar eldflaugar til að granda stórum herskipum.Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipumForsvarsmenn herafla Bandaríkjanna segja siglingum sem þessum ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Það er þó ljóst að Bandaríkin hafa fjölgað siglingum á svæðinu og þá sérstaklega um Suður-Kínahaf, þar sem yfirvöld í Kína hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Heilu eyjurnar hafa verið byggðar upp sem og flotastöðvar og flugvellir og hefur vopnum verið komið þar fyrir. Kínverjar hafa beitt Taívan auknum þrýstingi á síðustu árum eftir að Tsai Ing-wen tók við embætti forseta landsins árið 2016. Hún er sjálfstæðissinni. Síðan þá hafa yfirvöld í Kína reglulega sent herflugvélar og skip í kringum Taívan. Fyrr í gær hafði herþotum og sprengjuflugvélum verið flogið fram hjá Taívan, samkvæmt Varnarmálaráðuneyti landsins. Talskona Utanríkisráðuneyti Kína segir siglinguna vera áhyggjuefni og hvatti hún Bandaríkin til að fylgja „eitt Kína“ stefnunni. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa sífellt auknar áhyggjur af því að Kínverjar geri innrás í Taívan. Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumKínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Ríkin hafa gert varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan vopn. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í byrjun árs að til greina kæmi að gera innrás í Taívan.
Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sjá meira