Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 18:04 Ef marka má frásögn Gunnars Braga féll hann í óminni áður en hann hafði uppi óviðeigandi ummæli um stjórnmálakonur á Klaustri. Hann hafi í kjölfarið týnt fötunum sínum og verið í minnisleysi í einn og hálfan sólahring. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, heldur því fram að hann muni ekkert um samræður hans og annarra þingmanna á barnum Klaustri þar sem hann hafi fallið í algert óminni um leið og hann kom á barinn. Minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólahring eftir barheimsóknina. Í viðtali í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem sendur verður út í kvöld heldur Gunnar Bragi þessu fram. Kjarninn segir frá ummælum utanríkisráðherranns fyrrverandi sem hafði sig einna mest frammi í óviðeigandi ummælum um stjórnmálakonur sem náðust á upptöku á Klaustri. „Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Fullyrti hann að hann hefði ekki smakkað áfengi frá 20. nóvember því hann vilji „komast að því hvað gerðist þarna áður en einhver önnur skref eru tekin“. Bergþór Ólason, samflokksmaður Gunnars Braga sem einnig heyrðist á Klaustursupptökunum, sagðist hafa átt viðtöl við áfengisráðgjafa. Niðurstaðan hafi verið sú að hann væri ekki áfengissjúklingur en hann hefði engu að síður sett sjálfan sig í „ótímabundið áfengisleyfi“. „Ég taldi það bara ekki réttlætanlegt, og við erum búin að ræða það mikið inni á þingi undanfarna mánuði, að á meðan að 600 manns eru á biðlista hjá SÁÁ þá ætla ég ekki að fara í meðferð til að haka við einhver box,“ segir Bergþór í þættinum. Gunnar Bragi og Bergþór tóku sæti á Alþingi í dag eftir launalaust leyfi sem þeir tóku sér í desember þegar ummæli af Klaustri birtust í fjölmiðlum. Vísir reyndi að ná tali af Gunnari Braga í kvöld en án árangurs. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, heldur því fram að hann muni ekkert um samræður hans og annarra þingmanna á barnum Klaustri þar sem hann hafi fallið í algert óminni um leið og hann kom á barinn. Minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólahring eftir barheimsóknina. Í viðtali í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem sendur verður út í kvöld heldur Gunnar Bragi þessu fram. Kjarninn segir frá ummælum utanríkisráðherranns fyrrverandi sem hafði sig einna mest frammi í óviðeigandi ummælum um stjórnmálakonur sem náðust á upptöku á Klaustri. „Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Fullyrti hann að hann hefði ekki smakkað áfengi frá 20. nóvember því hann vilji „komast að því hvað gerðist þarna áður en einhver önnur skref eru tekin“. Bergþór Ólason, samflokksmaður Gunnars Braga sem einnig heyrðist á Klaustursupptökunum, sagðist hafa átt viðtöl við áfengisráðgjafa. Niðurstaðan hafi verið sú að hann væri ekki áfengissjúklingur en hann hefði engu að síður sett sjálfan sig í „ótímabundið áfengisleyfi“. „Ég taldi það bara ekki réttlætanlegt, og við erum búin að ræða það mikið inni á þingi undanfarna mánuði, að á meðan að 600 manns eru á biðlista hjá SÁÁ þá ætla ég ekki að fara í meðferð til að haka við einhver box,“ segir Bergþór í þættinum. Gunnar Bragi og Bergþór tóku sæti á Alþingi í dag eftir launalaust leyfi sem þeir tóku sér í desember þegar ummæli af Klaustri birtust í fjölmiðlum. Vísir reyndi að ná tali af Gunnari Braga í kvöld en án árangurs.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43
Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56