Fimmtíu milljarða viðbót sögð koma á góðum tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2019 20:15 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Um 130 milljörðum króna verður varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um 50 milljarða króna viðbót milli ára. Þessi gríðarlega innspýting er sögð koma á góðum tíma fyrir hagkerfið. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í fyrra þótti mönnum heldur lítið vera að gerast í framkvæmdum ríkis og sveitarfélaga. Tölurnar sem teknar voru saman í dag frá opinberum aðilum eru hins vegar risastórar:Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, sem fram fór á Grand hótel Reykjavík í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Um 128 milljarðar, sem stærstu aðilarnir vilja bjóða út á þessu ári. Það er tæplega fimmtíu milljarða aukning milli ára,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, segir þetta verða metár í byggingum í borginni. Í Úlfarsárdal eigi að byggja skóla, sundlaug og menningarmiðstöð og nýtt knatthús verði reist fyrir ÍR og Breiðholtið. „En svo er náttúrlega verið að byggja mjög mörg íbúðahverfi,“ segir Dagur og nefnir Vogabyggð, Kirkjusand og Gufunes. „Þannig að það er mjög margt í gangi á þessu mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsir framkvæmdum Reykjavíkurborgar á Útboðsþinginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Framkvæmdasýslu ríkisins verður mikil aukning miðað við síðustu tvö ár, þegar framkvæmdir námu í kringum tólf milljarða króna hvort ár. Núna fara þær í rúma nítján milljarða króna. „Þannig að það er þarna aðeins gefið í. Það helgast helst af uppsteypu meðferðakjarna Landspítalans,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Vegagerðin hyggst bjóða út verkefni fyrir tuttugu milljarða króna í viðhaldi og nýframkvæmdum. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, segir tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð stærsta verkið, upp á tvo og hálfan milljarð króna. En er 62 prósenta aukning á framkvæmdum opinberra aðila milli ára áhyggjuefni eða fagnaðarefni? „Ég held að þetta sé mjög mikið fagnaðarefni. Íbúðarhúsnæðið er mjög kærkomið og mikilvægt að það sé að koma inn á svo stórum skala,“ svarar borgarstjórinn. „Við fögnum því að sjálfsögðu að við séum að fá auknar fjárheimildir til framkvæmda,“ svarar fulltrúi Vegagerðarinnar.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.-Þetta er ekki ávísun á kollsteypu og verðbólgu? „Nei, ég held að þetta sé góður tími til framkvæmda. Það er auðvitað að hægjast á gangi hagkerfisins,“ svarar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Ég tel að þetta sé að koma inn á ansi góðum tíma í hagkerfinu,“ svarar forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Efnahagsmál Fjárlög Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Um 130 milljörðum króna verður varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um 50 milljarða króna viðbót milli ára. Þessi gríðarlega innspýting er sögð koma á góðum tíma fyrir hagkerfið. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í fyrra þótti mönnum heldur lítið vera að gerast í framkvæmdum ríkis og sveitarfélaga. Tölurnar sem teknar voru saman í dag frá opinberum aðilum eru hins vegar risastórar:Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, sem fram fór á Grand hótel Reykjavík í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Um 128 milljarðar, sem stærstu aðilarnir vilja bjóða út á þessu ári. Það er tæplega fimmtíu milljarða aukning milli ára,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, segir þetta verða metár í byggingum í borginni. Í Úlfarsárdal eigi að byggja skóla, sundlaug og menningarmiðstöð og nýtt knatthús verði reist fyrir ÍR og Breiðholtið. „En svo er náttúrlega verið að byggja mjög mörg íbúðahverfi,“ segir Dagur og nefnir Vogabyggð, Kirkjusand og Gufunes. „Þannig að það er mjög margt í gangi á þessu mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsir framkvæmdum Reykjavíkurborgar á Útboðsþinginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Framkvæmdasýslu ríkisins verður mikil aukning miðað við síðustu tvö ár, þegar framkvæmdir námu í kringum tólf milljarða króna hvort ár. Núna fara þær í rúma nítján milljarða króna. „Þannig að það er þarna aðeins gefið í. Það helgast helst af uppsteypu meðferðakjarna Landspítalans,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Vegagerðin hyggst bjóða út verkefni fyrir tuttugu milljarða króna í viðhaldi og nýframkvæmdum. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, segir tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð stærsta verkið, upp á tvo og hálfan milljarð króna. En er 62 prósenta aukning á framkvæmdum opinberra aðila milli ára áhyggjuefni eða fagnaðarefni? „Ég held að þetta sé mjög mikið fagnaðarefni. Íbúðarhúsnæðið er mjög kærkomið og mikilvægt að það sé að koma inn á svo stórum skala,“ svarar borgarstjórinn. „Við fögnum því að sjálfsögðu að við séum að fá auknar fjárheimildir til framkvæmda,“ svarar fulltrúi Vegagerðarinnar.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.-Þetta er ekki ávísun á kollsteypu og verðbólgu? „Nei, ég held að þetta sé góður tími til framkvæmda. Það er auðvitað að hægjast á gangi hagkerfisins,“ svarar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Ég tel að þetta sé að koma inn á ansi góðum tíma í hagkerfinu,“ svarar forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Efnahagsmál Fjárlög Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira