Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja sæti á tveimur fyrstu mótunum sem hafa gefið sætið á heimsleikunum í CrossFit í ágúst. Hún á því ennþá eftir að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust.
Sara varð fyrst í þriðja sæti á eftir þeim Samönthu Briggs og Jamie Greene í Dúbaí í desember og um síðustu helgi varð hún í þriðja sæti á Wodapalooza mótinu í Miami á eftir þeim Tiu-Clair Toomey og Kari Pearce.
Samantha Briggs og Tia-Clair Toomey eru báðar komnar með þátttökurétt á heimsleikunum en hinir fá þrettán önnur mót í viðbót til að tryggja sér sætið. Eitt af þeim mótum verður einmitt haldið hér á Íslandi í maí.
„Ég er ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni,“ skrifaði Sara inn á Instagram síðuna sína. Hún endaði með 564 stig og var bara 22 stigum frá öðrum sætinu en meira en hundrað stigum frá efsta sætinu. Sara lenti í því að rifbeinsbrotna á heimsleikunum í fyrra og þurfti þá að hætta keppni. Hún hefur verið að vinna sig til baka eftir þau meiðsli.
Tia-Clair Toomey hefur unnið heimsleikana tvö undanfarin ár og fékk 676 stig á Wodapalooza mótinu sem er frábær árangur. Sara náði sem dæmi ekki að vera fyrir ofan hana í neinni grein. Toomey stoppar hins vegar ekki fleiri frá því að vinna sér sæti á heimsleikunum því ef Ástralinn keppir aftur á móti og vinnur þá mun sú í öðru sæti fá lausa sætið.
„Ferðalagið sjálft er besti hlutinn af þessu öllu saman og þetta var stórkostleg upplifun að keppa á Wodapalooza. Ég gerði nokkur mistök og það var nóg af klaufagangi hjá mér en ég barðist vel fyrir mínu og fékk að upplifa ótrúlegt andrúmsloft,“ skrifaði Sara á Instagram-síðu sína.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur verið með á síðustu fjórum heimsleikum og endaði í þriðja sæti bæði 2015 og 2016.
Hér fyrir neðan má sjá færslu Söru.
„Not quite there yet but on my way back. The journey is the best part of this , amazing weekend competing @thewodapalooza , few mistakes made and a lot of clumsiness but a good fight and a unreal atmosphere. So thankful for all the volunteers and staff for making this event happen, and of course to the fans for cheering and giving me goosebumps each time I hear my name called.“
Sara: Ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn
