Viðskipti innlent

Þórunn ráðin markaðsstjóri Circle Air

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þórunn Sigurðardóttir.
Þórunn Sigurðardóttir. Mynd/Circle Air
Þórunn Sigurðardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Circle Air. Ráðningin kemur í kjölfar samstarfssamnings Circle Air og stærsta þyrlufyrirtækis Austurríkis, Heli-Austria, um starfrækslu þyrlna á Íslandi. Þórunn hefur þegar hafið störf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Circle Air.

Þórunn hefur margra ára reynslu úr ferðaþjónustu. Hún hefur undanfarin sex ár starfað hjá þyrluþjónustunni HELO en starfaði þar á undan hjá Bláa Lóninu. Hún er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst, með sérstaka áherslu á markaðsmál og samskipti.

Circle Air hefur undanfarin ár sinnt leiguflugi og útsýnisflugi með ferðamenn, bæði með sérútbúnum flugvélum til útsýnisflugs, en hefur jafnframt sinnt fjölþættu leiguflugi á stærri flugvélum með samstarfsaðila sínum, Norlandair. 

„Með samstarfssamningi við Heli-Austria mun félagið bjóða upp á fjölbreytta valmöguleika í þyrluflugi og getur  þannig boðið upp á allar tegundir flugþjónustu á Íslandi í kjölfarið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×