Hvers vegna er mikilvægt að greina ADHD? Sólveig Ásgrímsdóttir skrifar 23. janúar 2019 12:21 ADHD er meðfædd röskun, ekki sjúkdómur og henni geta fylgt mjög alvarlegir fylgikvillar. Þessir fylgikvillar gera mjög fljótt vart við sig. Barn með ADHD getur verið komið með alvarlegan samskiptavanda og skerta sjálfsmynd við 7 eða 8 ára aldur. Þau líða oft undan kvíða sem þau geta ekki talað um. Komið hefur í ljós í rannsóknum og í starfi með ADHD börnum að mjög oft líklega oftast er undirrót mótþróa og reiðikasta kvíði, sem barnið getur ekki tjáð og sem er oft brugðist við með neikvæðni eða refsingum. Lyf forða fíkn Einstaklingur með ADHD sem fær greiningu snemma og fær meðferð strax hefur miklu betri möguleika á að standa sig í lífinu. Það hefur t.d. verið sýnt fram á það með rannsóknum, að börn með ADHD sem fá rétta meðferð með lyfjum eru í minni hættu á að ánetjast vímuefnum en þau sem ganga með ógreint og ómeðhöndlað ADHD. Með ADHD greiningunni opnast leiðir fyrir barn eða fullorðin til að fá svör við spurningunni, „af hverju er ég svona“? Er ég svo heimsk að ég get ekki lært eins vel og hinir. Er það vegna þess að ég er latur og vitlaus að yfirmaðurinn er alltaf með leiðindi við mig. Er ég ómöguleg móðir eða ómögulegur faðir, vegna þess að barnið mitt hagar sér illa og truflar í skólanum og lærir ekki neitt. Með greiningu fær nemandinn eða starfsmaðurinn að vita að það er ekki út af leti eða heimsku sem námið eða vinnan gengur illa. Foreldar fá að vita að vandi barns er ekki þeim að kenna.Úrræði, léttir og svör Það gengur illa vegna þess að hann eða hún eiga á miklu erfiðara með að halda athygli og skipuleggja sig en sá sem ekki er með ADHD, eins og fjöldi rannsókna sýna. Þær sýna líka að börn með ADHD eru meira krefjandi en börn sem ekki eru með ADHD. Einstaklingurinn og aðstandendur hans fá líka að vita með greiningu að það er ýmislegt hægt að gera til að bæta úr vandanum. Greiningunni fylgir því yfirleitt mikill léttir, oft dregur úr kvíða fyrir framtíðini því með því að fá skýringu á vandanum fær fólk von um að hægt sé að ráða við hann. Það fær von og kjark til að takast á það sem það taldi ómögulegt fyrir greiningu. Það hefur sýnt sig að fyrst eftir greiningu dregur úr kvíða og vonleysi en ef nauðsynleg meðferð fylgir ekki á eftir fer aftur í sama farið.Fordómar og afneitun Þrátt fyrir að ADHD sé viðurkennd röskun eru enn fordómar sem eru annað hvort vegna afneitunar eða þekkingarleysis þar má nefna fullyrðingar eins og: „ADHD er tískufyrirbrigði. Við komumst vel af áður og það hafa alltaf verið til óþægir krakkar sem urðu að duglegu fólki, sem stóð sig vel.“ Komust við vel af áður eða fréttum við bara af þeim sem komust af? Við fréttum líklega ekki af þeim sem enduðu á geðdeildum, fóru í neyslu eða voru inn og út úr fangelsum. Margir þeirra hafa mjög líklega verðið með ADHD. Einnig heyrist: „Foreldrar, sem nenna ekki að ala upp börnin sín og vilja lyf til að róa þau.“ Mjög algengt er að foreldar barna með ADHD segi, að þeir vilji síður að barnið fari á lyf. Yfirleitt er þetta mál, sem foreldar hugsa mikið um og afla sér sem bestra upplýsinga um kosti og ekki síst galla lyfjanna. Sumir, bæði foreldar fyrir hönd barna sinni og fullorðnir sem fá greiningar, hafna lyfjum eftir greiningu, vilja bara prófa aðrar aðferðir. Sumir sjá sig um hönd síðar, en aðrir fara aldrei á lyf. Fólk með ADHD er eins mismunandi og allir aðrir. Rannsóknir sýna að best gengur, þegar lyfjameðferð er notuð ástamt öðrum leiðum. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Ásgrímsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
ADHD er meðfædd röskun, ekki sjúkdómur og henni geta fylgt mjög alvarlegir fylgikvillar. Þessir fylgikvillar gera mjög fljótt vart við sig. Barn með ADHD getur verið komið með alvarlegan samskiptavanda og skerta sjálfsmynd við 7 eða 8 ára aldur. Þau líða oft undan kvíða sem þau geta ekki talað um. Komið hefur í ljós í rannsóknum og í starfi með ADHD börnum að mjög oft líklega oftast er undirrót mótþróa og reiðikasta kvíði, sem barnið getur ekki tjáð og sem er oft brugðist við með neikvæðni eða refsingum. Lyf forða fíkn Einstaklingur með ADHD sem fær greiningu snemma og fær meðferð strax hefur miklu betri möguleika á að standa sig í lífinu. Það hefur t.d. verið sýnt fram á það með rannsóknum, að börn með ADHD sem fá rétta meðferð með lyfjum eru í minni hættu á að ánetjast vímuefnum en þau sem ganga með ógreint og ómeðhöndlað ADHD. Með ADHD greiningunni opnast leiðir fyrir barn eða fullorðin til að fá svör við spurningunni, „af hverju er ég svona“? Er ég svo heimsk að ég get ekki lært eins vel og hinir. Er það vegna þess að ég er latur og vitlaus að yfirmaðurinn er alltaf með leiðindi við mig. Er ég ómöguleg móðir eða ómögulegur faðir, vegna þess að barnið mitt hagar sér illa og truflar í skólanum og lærir ekki neitt. Með greiningu fær nemandinn eða starfsmaðurinn að vita að það er ekki út af leti eða heimsku sem námið eða vinnan gengur illa. Foreldar fá að vita að vandi barns er ekki þeim að kenna.Úrræði, léttir og svör Það gengur illa vegna þess að hann eða hún eiga á miklu erfiðara með að halda athygli og skipuleggja sig en sá sem ekki er með ADHD, eins og fjöldi rannsókna sýna. Þær sýna líka að börn með ADHD eru meira krefjandi en börn sem ekki eru með ADHD. Einstaklingurinn og aðstandendur hans fá líka að vita með greiningu að það er ýmislegt hægt að gera til að bæta úr vandanum. Greiningunni fylgir því yfirleitt mikill léttir, oft dregur úr kvíða fyrir framtíðini því með því að fá skýringu á vandanum fær fólk von um að hægt sé að ráða við hann. Það fær von og kjark til að takast á það sem það taldi ómögulegt fyrir greiningu. Það hefur sýnt sig að fyrst eftir greiningu dregur úr kvíða og vonleysi en ef nauðsynleg meðferð fylgir ekki á eftir fer aftur í sama farið.Fordómar og afneitun Þrátt fyrir að ADHD sé viðurkennd röskun eru enn fordómar sem eru annað hvort vegna afneitunar eða þekkingarleysis þar má nefna fullyrðingar eins og: „ADHD er tískufyrirbrigði. Við komumst vel af áður og það hafa alltaf verið til óþægir krakkar sem urðu að duglegu fólki, sem stóð sig vel.“ Komust við vel af áður eða fréttum við bara af þeim sem komust af? Við fréttum líklega ekki af þeim sem enduðu á geðdeildum, fóru í neyslu eða voru inn og út úr fangelsum. Margir þeirra hafa mjög líklega verðið með ADHD. Einnig heyrist: „Foreldrar, sem nenna ekki að ala upp börnin sín og vilja lyf til að róa þau.“ Mjög algengt er að foreldar barna með ADHD segi, að þeir vilji síður að barnið fari á lyf. Yfirleitt er þetta mál, sem foreldar hugsa mikið um og afla sér sem bestra upplýsinga um kosti og ekki síst galla lyfjanna. Sumir, bæði foreldar fyrir hönd barna sinni og fullorðnir sem fá greiningar, hafna lyfjum eftir greiningu, vilja bara prófa aðrar aðferðir. Sumir sjá sig um hönd síðar, en aðrir fara aldrei á lyf. Fólk með ADHD er eins mismunandi og allir aðrir. Rannsóknir sýna að best gengur, þegar lyfjameðferð er notuð ástamt öðrum leiðum. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun