Leti oftast ástæðan fyrir því að ökumenn skafa ekki rúður Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 20:54 Hægt er að sekta ökumenn sem skafa ekki nægilega af rúðum eða ljósum bíla sinna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Algengasta ástæðan sem ökumenn sem skafa ekki snjó af rúðum bíla sinna gefa upp fyrir því er leti, að sögn sérfræðings tryggingafélagsins VÍS í forvörnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á Hringbraut í morgun og skikkaði hann til að skafa. Fréttin af ökumanninum kom fast á hæla annarrar af bíl með allar rúður þaktar snjó sem var ekið fram hjá Háteigsskóla í gær. Ökumaðurinn hafði aðeins skafið lítið gægjugat á fram- og afturrúðu bílsins til að sjá út. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur VÍS í forvörnum einstaklinga, að í flestum tilfellum gefi ökumenn upp þá ástæðu að þeir hafi annað hvort ekki nennt eða viljað gefa sér tíma til að skafa af bílum sínum. „Gegnumgangandi er það bara ástæðan,“ sagði hún. Benti Sigrún á að hægt væri að sekta ökumenn fyrir að tryggja ekki að nægilegt útsýni sé út um glugga bifreiðar þeirra eða sýnileika ljósa. Ökumenn séu sérstaklega gjarnir á að sleppa því að skafa af ljósum bíla sinna. Tvímælalaust sé hægt að tengja óhöpp og slys við að ökumenn hafi ekki skafið nægilega vel af bílrúðum. Það eigi ekki aðeins við um snjó heldur líka móðu á rúðum sem byrgi ökumönnum sýn. „Auðvitað geta verið þannig aðstæður að þú þarft að hafa fyrir að taka þetta en það skiptir ótrúlega miklu máli að þú sjáir bílana í kringum þig og líka bara gangandi og hjólandi vegfarendur,“ sagði Sigrún. Fagnaði hún því að lögreglan hefði skikkað ökumanninn til að skafa á Hringbrautinni í morgun. „Ef ekkert slíkt er gert þá eru bara auknar líkur á að fólk láti þetta við gangast og taki ekki allan hringinn af rúðunum,“ sagði Sigrún. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk afar hægt í morgun en snjó hefur kyngt niður síðan í gær. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Algengasta ástæðan sem ökumenn sem skafa ekki snjó af rúðum bíla sinna gefa upp fyrir því er leti, að sögn sérfræðings tryggingafélagsins VÍS í forvörnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á Hringbraut í morgun og skikkaði hann til að skafa. Fréttin af ökumanninum kom fast á hæla annarrar af bíl með allar rúður þaktar snjó sem var ekið fram hjá Háteigsskóla í gær. Ökumaðurinn hafði aðeins skafið lítið gægjugat á fram- og afturrúðu bílsins til að sjá út. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur VÍS í forvörnum einstaklinga, að í flestum tilfellum gefi ökumenn upp þá ástæðu að þeir hafi annað hvort ekki nennt eða viljað gefa sér tíma til að skafa af bílum sínum. „Gegnumgangandi er það bara ástæðan,“ sagði hún. Benti Sigrún á að hægt væri að sekta ökumenn fyrir að tryggja ekki að nægilegt útsýni sé út um glugga bifreiðar þeirra eða sýnileika ljósa. Ökumenn séu sérstaklega gjarnir á að sleppa því að skafa af ljósum bíla sinna. Tvímælalaust sé hægt að tengja óhöpp og slys við að ökumenn hafi ekki skafið nægilega vel af bílrúðum. Það eigi ekki aðeins við um snjó heldur líka móðu á rúðum sem byrgi ökumönnum sýn. „Auðvitað geta verið þannig aðstæður að þú þarft að hafa fyrir að taka þetta en það skiptir ótrúlega miklu máli að þú sjáir bílana í kringum þig og líka bara gangandi og hjólandi vegfarendur,“ sagði Sigrún. Fagnaði hún því að lögreglan hefði skikkað ökumanninn til að skafa á Hringbrautinni í morgun. „Ef ekkert slíkt er gert þá eru bara auknar líkur á að fólk láti þetta við gangast og taki ekki allan hringinn af rúðunum,“ sagði Sigrún.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk afar hægt í morgun en snjó hefur kyngt niður síðan í gær. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08
Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk afar hægt í morgun en snjó hefur kyngt niður síðan í gær. 22. janúar 2019 10:32