Sigmundur segir ákvörðun Alþingis sorglega Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2019 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta í bráðabirgða til að fara með mál Klaustur-þingmanna og Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í siðamálum. Formaður Miðflokksins segir málatilbúnað forseta Alþingis sorglegan. Forsætisnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu fyrir áramót að hún væri vanhæf, eins og þorri þingmanna, til að fjalla um mögulegt brot sex þingmanna Miðflokksins og þáverandi þingmanna Flokks fólksins á siðareglum Alþingis í Klausturmálinu svo kallaða þar sem nefndarfólk hafi allt tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Síðan þá hefur mögulegu broti Ágústs Ólafs Ágústssonar einnig verið vísað til nefndarinnar. Því var ákveðið að tilnefna þau Steinunni Þóru Árnadóttur og Harald Benediktsson í embætti varaforseta til að fara með þessi mál og voru þau kosin til þess á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis rakti í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar hvernig kosning tveggja nýrra varaforseta samrýmdist þingskapalögum. „Ég vil svo láta þess getið að það er einróma afstaða bæði í forsætisnefnd og á vettvangi með formönnum þingflokka að taka beri stöðu forsætisnefndar að þessu leyti gagnvart siðareglunum til endurskoðunar,” sagði Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins og þeir þingmenn sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir Klaustur málið voru einir um að tjá sig um málatilbúnað forseta Alþingis og kosningu varaforsetanna tveggja. En þau telja kosningu þeirra ekki samræmast þingskapalögum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði forseta hafa lýst því yfir fyrir áramót að hann hygðist láta breyta lögum. „Og beita þeim svo afturvirkt til að ná ákveðinni niðurstöðu. Einhver hefur sagt honum að það gengi ekki upp. Þá kynnir hann aðra leið sem gengur heldur engan veginn upp og er hreint út sagt fráleit. Nánast fyndin ef hún væri ekki sorgleg vegna þess að hún varðar heiður þingsins,” sagði Sigmundur Davíð. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta í bráðabirgða til að fara með mál Klaustur-þingmanna og Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í siðamálum. Formaður Miðflokksins segir málatilbúnað forseta Alþingis sorglegan. Forsætisnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu fyrir áramót að hún væri vanhæf, eins og þorri þingmanna, til að fjalla um mögulegt brot sex þingmanna Miðflokksins og þáverandi þingmanna Flokks fólksins á siðareglum Alþingis í Klausturmálinu svo kallaða þar sem nefndarfólk hafi allt tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Síðan þá hefur mögulegu broti Ágústs Ólafs Ágústssonar einnig verið vísað til nefndarinnar. Því var ákveðið að tilnefna þau Steinunni Þóru Árnadóttur og Harald Benediktsson í embætti varaforseta til að fara með þessi mál og voru þau kosin til þess á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis rakti í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar hvernig kosning tveggja nýrra varaforseta samrýmdist þingskapalögum. „Ég vil svo láta þess getið að það er einróma afstaða bæði í forsætisnefnd og á vettvangi með formönnum þingflokka að taka beri stöðu forsætisnefndar að þessu leyti gagnvart siðareglunum til endurskoðunar,” sagði Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins og þeir þingmenn sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir Klaustur málið voru einir um að tjá sig um málatilbúnað forseta Alþingis og kosningu varaforsetanna tveggja. En þau telja kosningu þeirra ekki samræmast þingskapalögum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði forseta hafa lýst því yfir fyrir áramót að hann hygðist láta breyta lögum. „Og beita þeim svo afturvirkt til að ná ákveðinni niðurstöðu. Einhver hefur sagt honum að það gengi ekki upp. Þá kynnir hann aðra leið sem gengur heldur engan veginn upp og er hreint út sagt fráleit. Nánast fyndin ef hún væri ekki sorgleg vegna þess að hún varðar heiður þingsins,” sagði Sigmundur Davíð.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06
Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39
Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45