Snoop Dogg keypti hlut í sænsku fjártæknifyrirtæki Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2019 13:38 Ásamt því að kaupa hlut í Klarna verður Snoop Dogg andlit nýjustu auglýsingaherferðar fyrirtækisins, þar sem hann gengur undir nafninu Smoooth Dogg. Klarna Rappgoðsögnin og auðmaðurinn Calvin Cordozar Broadus Jr., betur þekktur undir listamannsnafninu Snoop Dogg, varð á dögunum hluthafi í sænska fjártæknifyrirtækinu Klarna. Stærð hlutar hans eða upphæð fjárfestingarinnar hafa þó ekki fengist uppgefin, en aðstandendur Klarna segja þó í samtali við Forbes að Snoop Dogg verði ekki ráðandi hluthafi. Fyrirtækið, sem metið var á 2,5 milljarða bandaríkjadala í fyrra, 300 milljarða íslenskra króna, býður viðskiptavinum sínum upp á margvíslegar greiðsludreifingarleiðir hjá rúmlega 100 þúsund smásöluverslunum í vesturheimi. Auk þess að verða hluthafi í Klarna mun tónlistarmaðurinn jafnframt verða andlit nýjustu auglýsingaherferðar fyrirtækisins. Í auglýsingunum gengur hann þó undir öðru nafni, Smoooth Dog, sem er í samræmi við stefnu Klarna um þægilega greiðsludreifingu.„Við höfum verið á hinni þægilegu vegferð nokkuð lengi,“ segir Sebastian Siemiatkowski, forstjóri Klarna, í samtali við Forbes og vísar þar til herferðar fyrirtækisins frá árinu 2016. „Þannig að við veltum fyrir okkur hver væri þægilegasti núlifandi einstaklingurinn og það er í raun sagan á bakvið það að Snoop Dogg kom inn í myndina. Þegar við byrjuðum að spjalla við Snoop Dogg þá var hann mjög áhugasamur um tæknibransann, fjártækni, allan pakkann, þannig að við náðum mjög vel saman,“ segir forstjórinn. Sjálfur segist hinn silkilmjúki Snoop vera á höttunum eftir fleiri fjárfestingartækifærum. Hann hefur látið til sín taka á síðustu árum, til að mynda fjárfesti hann í samfélagsmiðlinum Reddit, markaðstorginu Robinhood og marijúanaheimsendingaþjónustunni Eaze. „Ég hef lært mikið um heim viðskiptanna á síðustu árum. Ég þarf að fara mér hægt og kanna málin til hlítar. Það er mikilvægt að mér líki vel við stofnendurna og að ég hafi trú á því að þeir geti stýrt fyrirtækjunum,“ segir Dogg sem vonast til að geta aðstoðað Klarna við ímyndarvinnu og staðfærslu vörumerkisins. Svíþjóð Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Rappgoðsögnin og auðmaðurinn Calvin Cordozar Broadus Jr., betur þekktur undir listamannsnafninu Snoop Dogg, varð á dögunum hluthafi í sænska fjártæknifyrirtækinu Klarna. Stærð hlutar hans eða upphæð fjárfestingarinnar hafa þó ekki fengist uppgefin, en aðstandendur Klarna segja þó í samtali við Forbes að Snoop Dogg verði ekki ráðandi hluthafi. Fyrirtækið, sem metið var á 2,5 milljarða bandaríkjadala í fyrra, 300 milljarða íslenskra króna, býður viðskiptavinum sínum upp á margvíslegar greiðsludreifingarleiðir hjá rúmlega 100 þúsund smásöluverslunum í vesturheimi. Auk þess að verða hluthafi í Klarna mun tónlistarmaðurinn jafnframt verða andlit nýjustu auglýsingaherferðar fyrirtækisins. Í auglýsingunum gengur hann þó undir öðru nafni, Smoooth Dog, sem er í samræmi við stefnu Klarna um þægilega greiðsludreifingu.„Við höfum verið á hinni þægilegu vegferð nokkuð lengi,“ segir Sebastian Siemiatkowski, forstjóri Klarna, í samtali við Forbes og vísar þar til herferðar fyrirtækisins frá árinu 2016. „Þannig að við veltum fyrir okkur hver væri þægilegasti núlifandi einstaklingurinn og það er í raun sagan á bakvið það að Snoop Dogg kom inn í myndina. Þegar við byrjuðum að spjalla við Snoop Dogg þá var hann mjög áhugasamur um tæknibransann, fjártækni, allan pakkann, þannig að við náðum mjög vel saman,“ segir forstjórinn. Sjálfur segist hinn silkilmjúki Snoop vera á höttunum eftir fleiri fjárfestingartækifærum. Hann hefur látið til sín taka á síðustu árum, til að mynda fjárfesti hann í samfélagsmiðlinum Reddit, markaðstorginu Robinhood og marijúanaheimsendingaþjónustunni Eaze. „Ég hef lært mikið um heim viðskiptanna á síðustu árum. Ég þarf að fara mér hægt og kanna málin til hlítar. Það er mikilvægt að mér líki vel við stofnendurna og að ég hafi trú á því að þeir geti stýrt fyrirtækjunum,“ segir Dogg sem vonast til að geta aðstoðað Klarna við ímyndarvinnu og staðfærslu vörumerkisins.
Svíþjóð Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00